Ferð út í óvissuna ... í Kennó


Í dag er það svo að námið er eins og ferð inn í óvissuna. Ég byrjaði í tveimur kúrsum í Kennó nú í september og tók tvo á sumarönninni. Þetta er náttúrulega bara skemmtilegt en ég hef samt hugsað um það, maður les einhverja lýsingar á kúrsum, reynir að athuga hvort maður þekkir einhvern sem hefur sótt kúrsinn, spáir og spekulerar hvort þetta eigi við mann, efnið sé spennandi, kennarinn "góður" og velur svo. Fullkomin óvissa.

En það skemmtilega við þetta allt saman er hvað þetta kemur alltaf skemmtilega á óvart og hefur hingað til verið skemmtilegra en væntingar stóðu til.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky