Sumarönninni lokið og haustönnin löngu byrjuð.


Jæja þá er sumarönninni lokið og haustönnin að fara á fullt skrið. Upphaf haustannar fer í að kynna sér verkefnin og lesa og lesa lærðar greinar og bækur um efnið en síðari hluti lotunnar fer í að gera verkefni tengd lestrinum.

Á sumarönninni valdi ég mér kúrsinn Upplýsingatækni og stjórnun hjá Hafsteini Karlssyni og Þorsteini Hjartarsyni. Lokaverkefnið mitt og samstarfskonu minnar Kristínar Bjarkar, okkar Bláskógakvennanna (en við erum að verða þekktar undir því nafni í geiranum!) var að skrifa um heimasíður skóla og hlut kennara í upplýsingatækni í skólum og gera drög að námsvísi í upplýsingatækni fyrir grunnskóla.

Hinn kúrsinn á sumarönninni var Vettvangsnám hjá hugbúnaðarfyrirtækninu Hugur/Ax , þar vann ég á Menntagátt. Það var afar gaman að komast að hjá hugbúnaðarfyrirtæki og sjá aðra veröld en starfsvettvang grunnskólakennarans. Það var eins og rússibanaferð að komast í þennan kúrs, svo margt að læra, skoða , spá og spekulera. Það er svo margt spennandi sem ég á eftir að skoða betur af því sem ég lærði þar. Bestu þakkir til ykkar hjá Hugur/Ax, þó sérstaklega til Björns Sigurðssonar.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky