Helst ekki inni við og nóg að starfa
Hér í Bláskógabyggð hefur verið einmunatíð, kringum 20 stiga hiti sl. vikur og allt upp í 25 gráður. Ég hef ekki haldist inni þessa daga, var búin að einsetja mér að lesa svolítið í náminu mínu í sumar á rigningardögum en hef bara ekki getað sest niður og rýnt í skræðurnar.
Hef bara verið úti að taka til og snurfusa (eins og amma sagði alltaf) en hér var safnað járnarusli í einn gám um daginn. Einkennilegt hvað það hleðst upp hjá manni draslið þó svo maður reyni að vera vakandi og henda jafnóðum. En núna var stór tiltekt gamlar vélar og varahlutir sem hafa nýst hingað til voru settar á haugana en mest sá ég nú eftir Lödunni sem hún Rúna gaf okkur og við notuðum heilmikið, nokkuð heilleg, pínulítið biluð. Ég reyndi mikið að koma henni út en hún var víst ekki í tísku !!! Nýttist vel sem skutlbíll hér á milli staða og í vinnuna og slíkt en kannski ekki skemmtilegur fjölskyldubíll.
Nú svo er ég búin að gróðusetja dálítið af trjám þátt fyrir þurrka, reynt að vökva þar sem þar hefur verið hægt og gafst svo upp á endanum, er að hugsa um að byrja aftur ef þessa skúraleiðingar halda áfram, sem hafa verið hér í nokkra daga. Maður hefur séð gróðurinn taka mikinn vaxtarkipp þessa daga. Í sumar hef einkum gróðursett birki, reynivið, aspir og sólberjatré, nokkur grenitré hafa fengið að fljóta með.
Annars hefur sýrenan aldrei verið í eins miklum blóma og gefið jafn mikinn ilm og í sumar eins og sjá má á myndinni, verst að lyktin fylgir ekki með.
Annars hefur sýrenan aldrei verið í eins miklum blóma og gefið jafn mikinn ilm og í sumar eins og sjá má á myndinni, verst að lyktin fylgir ekki með.
Nú er byrjað að vinna í að hreinsa til og rýma fyrir nýju nautaeldishúsi. Það kemur þar sem gamla fjáhúsið er/var. Við byrjuðum á því að fá jarðýtu og snyrta kringum húsið, nú er svo verið að rífa þakið af gamla fjárhúsinu og þá er hægt að grafa fyrir, bara spennandi tímar framundan. Hér sést Grímur frá Syðri- Reykjum byrja að ýta upp jarðvegi í ramp með fram hlöðunni og svo í áframhaldinu meðfram fjáhúsinu gamla.
Allt að gerast................................
Ummæli