Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2008

Alltaf að læra en fer hægt yfir..............

Mynd
Sæl öll. Nú er ég á námskeiðinu Skipulaging og framkvæmd fræðslu með fullorðnum hjá Hróbjarti Árnasyni lektor við KHÍ. Þetta er afar fróðlegt námskeið og lesefnið hristir vel upp í gömlum kennara, eins og mér, sem var orðinn fastur í viðjum vanans. Á myndinni er ég að kynna sjálfa mig og fyrir hvað ég stend í upphafi annar en myndin er tekin í staðlotu í Kennó og af námskeiðsvefnum þar sem við leitum margra upplýsinga og setjum inn efni og slíkt. Það fer mikil vinna í lestur en síðan eigum við að hanna sjálf námskeið fyrir fullorðna. Ég er að móta það sem ég ætla að gera en það verður sennilega einhverskonar fræðsla í upplýsingatækni fyrir starfandi grunnskólakennara. Dagurinn í dag fór t.d. að lesa um gildi markmiða á námskeiðum, hljómar kannski ekki spennandi en viti menn þetta er bara heilmikið til að hugsa um. Ekki meira að sinni. Góðar stundir.

Ég hlakka svo til...............

Mynd
Jæja, sæl öll Hér sjáið þið einn af snjótittlingunum sem hafa verið á fóðrum hjá okkur undanfarið. Þessi mynd er tekin út um skrifstofugluggann minn, árla morguns. Var annars að koma úr frábæru boði hjá samstarfskonu í skólanum í Reykholti . Hún bauð heim í súpu og brauð, ásamt ýmsum góðum kræsingum. Tilefnið var að hluti kennarahópsins í Reykholti er að fara til Birmingham á sýninguna The education show nú í lok mánaðarins. Við vorum að skrafa um það hvernig við ættum að hafa hlutina og slíkt. Svo var nú ýmislegt annað spjallað líka. Ekki skemmir það fyrir ferðinni út að kennarar úr mínum gamla skóla, Snælandsskóla , fara líka, síðan er ég búin að frétta af nokkrum einstaklingum úr kennslunni sem ég þekki sem fara líka. Þetta verður alger veisla. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn skipuleggur ferðina. Ég hlakka bara til......................

Áskoruninni tekið

Mynd
Talaði við vinkonu mína í símann áðan, hún kvartaði undan því að ekkert hafi heyrst í mér á þessari síðu síðan fyrir áramót. En nú skal bætt úr því. En ég er sem sagt enn að, nokkuð búið að vera umleikis hjá mér síðan í nóvember. Ég kláraði 2 áfanga fyrir áramót í skólanum er þessa dagana að ljúka við þann þriðja. Nú eftir áramót er ég í einum kúrs og lokaverkefni í Kennó. Er komin af stað með það. Hér heima er nóg að gera, verið að byggja fjós en snjór og ótíð hefur tafið okkur aðeins. Kíkið á flikr myndir hér til hliðar. Veðrið er búið að vera risjótt og grunnskólinn hefur þurft að fella niður kennslu vegna óverðurs og ófærðar auk þess sem að kennslu hefur verið haldið uppi en ekki allir skólabílar komist með börnin í skólann. Skaflanir eru mikir á hlaðinu, sést ekki í gróðurhúsið. Rólur og griðing á kafi í snjó.