Áskoruninni tekið

Talaði við vinkonu mína í símann áðan, hún kvartaði undan því að ekkert hafi heyrst í mér á þessari síðu síðan fyrir áramót. En nú skal bætt úr því.
En ég er sem sagt enn að, nokkuð búið að vera umleikis hjá mér síðan í nóvember. Ég kláraði 2 áfanga fyrir áramót í skólanum er þessa dagana að ljúka við þann þriðja. Nú eftir áramót er ég í einum kúrs og lokaverkefni í Kennó. Er komin af stað með það. Hér heima er nóg að gera, verið að byggja fjós en snjór og ótíð hefur tafið okkur aðeins. Kíkið á flikr myndir hér til hliðar.
Veðrið er búið að vera risjótt og grunnskólinn hefur þurft að fella niður kennslu vegna óverðurs og ófærðar auk þess sem að kennslu hefur verið haldið uppi en ekki allir skólabílar komist með börnin í skólann.





Skaflanir eru mikir á hlaðinu, sést ekki í gróðurhúsið. Rólur og griðing á kafi í snjó.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky