Alltaf að læra en fer hægt yfir..............


Sæl öll.
Þetta er afar fróðlegt námskeið og lesefnið hristir vel upp í gömlum kennara, eins og mér, sem var orðinn fastur í viðjum vanans. Á myndinni er ég að kynna sjálfa mig og fyrir hvað ég stend í upphafi annar en myndin er tekin í staðlotu í Kennó og af námskeiðsvefnum þar sem við leitum margra upplýsinga og setjum inn efni og slíkt. Það fer mikil vinna í lestur en síðan eigum við að hanna sjálf námskeið fyrir fullorðna. Ég er að móta það sem ég ætla að gera en það verður sennilega einhverskonar fræðsla í upplýsingatækni fyrir starfandi grunnskólakennara. Dagurinn í dag fór t.d. að lesa um gildi markmiða á námskeiðum, hljómar kannski ekki spennandi en viti menn þetta er bara heilmikið til að hugsa um.
Ekki meira að sinni.
Góðar stundir.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky