Ég hlakka svo til...............


Jæja, sæl öll
Hér sjáið þið einn af snjótittlingunum sem hafa verið á fóðrum hjá okkur undanfarið. Þessi mynd er tekin út um skrifstofugluggann minn, árla morguns.

Var annars að koma úr frábæru boði hjá samstarfskonu í skólanum í Reykholti. Hún bauð heim í súpu og brauð, ásamt ýmsum góðum kræsingum. Tilefnið var að hluti kennarahópsins í Reykholti er að fara til Birmingham á sýninguna The education show nú í lok mánaðarins. Við vorum að skrafa um það hvernig við ættum að hafa hlutina og slíkt. Svo var nú ýmislegt annað spjallað líka. Ekki skemmir það fyrir ferðinni út að kennarar úr mínum gamla skóla, Snælandsskóla, fara líka, síðan er ég búin að frétta af nokkrum einstaklingum úr kennslunni sem ég þekki sem fara líka. Þetta verður alger veisla. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn skipuleggur ferðina. Ég hlakka bara til......................

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky