Skólastarf og gæðastjórnun



Bókadómur og umfjöllun um bókina:
Skólastarf og gæðastjórnun
Eftir Börk Hansen og Smára S. Sigurðsson
Úgt. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands 1998
(flokkuð 371.2)


Inngangur:
Umsögn um bókina Skólastarf og gæðastjórnun. Hún var lesin með þeim gleraugum að námskeið sem hannað er fyrir grunnskólakennara standist þær gæðakröfur sem gert er til skólastarfs í dag.

Höfundarnir:
Friðgeir Börkur Hansen er prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Hann er Ph.D. í stjórnsýslufræði menntamála frá háskólanum í Alberta, Edmonton. Sjá: http://skolastjornun.khi.is/borkur/
Smári S. Sigurðsson er gæðastjóri við Iðntæknistofnun og stundakennari við Háskólann á Akureyri. (1998)

Um bókina:
Bókinni er 192 blaðsíður og skipt niður í 7 kafla þar sem hver og einn fjallar um ákveðna þætti: Skólaþróun, Hvað er gæðastjórnun?, Að veita forystu, Vinnubrögð, Þættir í innra starfi skóla, Uppbygging gæðakerfis fyrir skóla og Gildi gæðastjórnunar fyrir skólastarf. Í upphafi hver kafla er stuttur inngagnur og síðan meginamál. Í lokin eru teknir saman helstu þættir sem teknir voru fyrir í kaflanum.
Í kaflanum um skólaþróun er talað um formgerð eða ferli varðandi skilvirkni skóla en þar er sagt að virkt starfamannahald og öflug endurmenntun sé ein af formgerðum skólans.
Í kaflanum um gæðastjórnun er fjallaðu um hugtakið gæði þar sem nemandinn er settur í fyrirrúm og skilgreindur sem frumviðskipavinur en kennarinn sem innri viðskipatvinur skólans. Eitt af gæðakostnaði skóla er kostnaður vegna fyrirbyggjandi aðgerða og hvað innra starf áhrærir þá er þjálfun starfsfólks eitt af því en skilgreindur gæðakostnaður vegna mistaka og slæmrar nýtingar er lítill áhugi starfsfólks hvað innra starf ræðir. Á bls. 53 stendur: ,,Gæðakostnaður í skóla getur orðið með ýmsum hætti og er ekki alltaf auðvelt að festa hendur á, mæla og meta það sem fer í súginn. Kennari getur til að mynda þurft að endurtaka tiltekið efni ef mikil ókyrrð er í kennslustund og nemendur geta ekki einbeitt sér.”
Þá stendur einnig á bls. 56 að ,,hinn upplýsti borgari vill góðar vörur og góða þjónustu fyrir sanngjarn verð. Þessum kröfum verður að bregðast við og stuðla að því að slæleg vinnubrögð og ,,fúsk heyri sögunni til”.” Það kemur einnig fram að varað er við að setja eingöngu verðmiða á alla þætti skólastarfs og að það þurfi að huga að ráðgjöf og endurmenntun og talið er að það fái aukið gildi í skólastarfi (bls.56). Það kemur fram að þær breytingar sem hafa átt sér stað vaðandi endurmenntun er sú að sumarnámskeið kennara hafa lagst af og í staðinn eru námskeið haldin í skólanum sjálfum, það gefi meiri árangur. (bls.58)
Í kaflanum um faglega forystu skólastjórnenda er lögð áhersla á gildi virkrar hópvinnu einkum með tilliti til hugmyndafræði gæðastjórnunnar. (bls.83)
Í kaflanum um þætti í innra starfi skóla eru tekin fyrir mikilvægi þess að að spyrja spurninga, nýta þau gögn sem til eru í skólanum og þróum lykilhlutverka í skólanum.
Kaflinn um uppbyggingu gæðakerfis fyrir skóla fjallar um hugmyndir sem geta verið leiðarvísar fyrir innleiðingu gæðastjórnunar og mikilvægi þess að gæðakerfið sé í samræmi við þarfir hvers skóla.
Þegar kemur að gildi gæðastjórnunar fyrir skólastarf þá er rætt um þörfina fyrir umbætur og nauðsyn á sterkri sjálfsímynd, innra aðhaldi, skýrri stefnu og símenntun. Þar er talað um nauðsyn þess að skólar hafi skýra stefnu í skólamálum og bent er á að skipulögð ráðgjöf og endurmenntun sé einstaklega mikilvæg yfir þá sem vilja tileinka sér hugmyndafræði gæðastjórnunnar og að ,,ljóst sé að í íslensku skólakerfi þarf að stuðla að markvissri endurmenntun á öllum sviðum”. (bls.172)
Í viðauka bókainnar er gátlisti til að kanna viðhorf kennara og hafsmunaaðila til stafs í skóla.

Umsögn:
Ástæðan fyrir því að ég valdi að skrifa um þessa bók er að þegar námskeið er skipulagt fyrir grunnskólakennara einkum og sér í lagi fyrir ákveðinn skóla, þarf fræðsluhönnuður að skilja hvort og hvernig gæðastjórnun í skólanum er.
Bókin gefur innsýn í hvernig gæðakerfi skóla virka ef þau eru notuð og að hverju þarf að hyggja. Þegar rætt var um gæðastjórnun í skóla (bls.53) þá mátti sjá hvað mikilvægt er að námskeið fyrir fullorðna þurfa að vera góð og vönduð frá upphafi til að gæðakostnaður fyrirtækis verði ekki of mikill. Skólinn á að gera sér grein fyrir því að hann þarf að kaupa góða vöru og vill ekkert fúsk (bls.56), því er nauðsynlegt að þau námskeið sem keypt eru til að mennta kennara séu vönduð og vel gerð. Skili þeim árangri sem verkaupinn, skólinn, ætlast til. Tækifærum námskeiðhaldara ætti að vaxa fiskur um hrygg vegna þess að námskeiðahald og endurmenntun kennara hefur verið að breytast, námskeiðum er að fjölga innan skólanna sjálfra. Ef skólastjórar fara eftir hugmyndafræðinni um gildi hópvinnu í starfi, þá þarf sá sem skipuleggur námskeið fyrir skóla að hafa slíkt í huga. (bls.83) Fræðsluhönnuður þarf að skilja hvernig vinnulag grunnskóla er, þeirra sem vinna eftir gæðastjórnunarkerfi, hann á þá auðveldara með að skipuleggja og skilja þarfir skólanna (viðskipatvinarins). Með það í huga er kaflinn um innra starf skóla mikilvægur. Fræðsluhönnuður þarf að hafa í huga þegar hann skipuleggur námskeið fyrir skóla, hvernig uppbygging skólans er og geta leitað eftir því hvort skólinn hafi markað sér sérstakt vinnulag og í hverju það felst.
Eftir að hafa lesið bókina með gleraugum fræðsluhönnuðar og hvernig þau gagnast þeim sem skipuleggja námskeið voru nokkrir þættir sem standa upp úr sem fræðsluhönnuðurinn þarf að hafa í huga þegar námskeið er skipulagt úr frá það eru: gæði námskeiðsins, fúsk er ekki liðið, gildi hópvinnu í gæðastjórnun skóla, hvað endurmenntun starfsmanna er mikilvæg og að lokum að það er þörf fyrir umbætur og endurmenntun starfsmanna skóla.
Þessi bók gagnast þeim sem eru að hugsa um að skipuleggja námskeið fyrir starfandi grunnskólakennara og þekkja lítið til innviða grunnskóla. Þeir fá góða innsýn í það hvaða umgjörð skólinn hefur og hvaða kröfur eru gerðar til kennara. Fræðsluhönnuðurinn þarf til að mynda að þekkja þau gögn sem til eru í viðkomandi skóla, til að geta vísað í þau þegar að hann er með námskeið, sér í lagi ef námskeiðið tengist nákvæmlega því sem er að gerast í viðkomandi skóla.
Það sem er einkar jákvætt við þessa bók er að það er hægt að lesa hana með fleiri gleraugum en gleraugum fræðsluhönnuðar t.d. sem starfsmaður, sem foreldri og sem stjórnandi. Ég las bókina einnig með starfsmannagleraugunum og þá voru aðrir þættir sem stóðu upp úr en þessir sem hér er greint frá. Í heildina finnst mér þessi bók afar áhugaverð og margt sem kemur fram sem hægt er að hugsa um einkum ef maður hefur áhuga á að skólastarf verði skilvirkara og betra.

Slóð að bókinni: http://ranns.khi.is/?q=node/160

Heimildaskráning:
Börkur Hansen og Smári S. Sigurðsson. (1998) Skólastarf og gæðastjórnun. Reykjavík:Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky