Færslur

Sýnir færslur frá október, 2019

Nemendablogg í skólanum

Mynd
 Í dag var enn haldið áfram að vinna með nemendum í upplýsingatækni. Ég setti upp fyrirmæli í classroom -inu og nemendur unnu eftir þeim. Þau áttu að horfa á kynningarmyndband á youtube.com um hvernig bloggsíða í blogger.com er sett upp og fara eftir leiðbeingunum þar. Setja síðan upp sína eigin bloggsíðu og byrja að skrifa einn pistil þar um eigin áhugamál. Þetta gekk vonum framar og í lok dag hafði allt unglingastigið sett upp eigið blogg.

Kennaraþing Kennarafélags Suðurlands 2019

Mynd
Nú er nýafstaðið kennaraþing Kennarafélags Suðurlands. Þingið var dagsþing og haldið í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Dagskráin var vönduð og vel heppnuð. Ásdís Hjálmsdótti r íþróttakona flutti opnunar fyrirlesturinn að þessu sinni. Hún fjallað um markmiðsetningu og langtíma ,,fókus" og stefnufestu á það sem maður stefnir að. Hún ræddi einnig um hvað það skiptir miklu máli að þó svo maður missir sjónar eða takist ekki það markmið sem maður hefur sett sér. Þá er vert að líta um öxl og sjá hvað maður hefur gert vel og finna út hvar veiki hlekkurinn er. Þá ræddi hún einnig um hugafar mannsins, hvað það er mikilvægt að hugsa jákvætt og leita lausna. Ásdís var afar hvetjandi í þessum fyrirlestri og nefndi margar lausnir ef maður nær ekki settu marki. Eftir fyrirlesturinn voru alls konar vinnustofur. Ég valdi að vinna með textílkennurum að þessu sinni. Við ræddum um starfið og hvað hefur reynst vel í kennslunni og hvað við vorum að kenna. Það var mikil umræða um það hvað greinin þar...

G-Suite

Mynd
Í Bláskógaskóla var ákveðið að prófa sig áfram með G-Suite kerfið frá Google. Kerfið býður upp á marga möguleika í námi og kennslu. Skólinn fær fría áskrift hjá Google og er kerfið lokað að því leiti að ekki eru settar inn auglýsingar til að halda kerfinu uppi. Þá er allt efni sem nemendur búa til lokað inni í kerfinu. Starfsmenn skólans, kennari, hefur stjórn á kerfinu og getur áveðið hvað birtist og hvað er notað. Nú erum við í skólanum að þróa það hvað við ætlum að nota og hvað ekki. Unnið á bókasafninu  Núna fyrstu vikurnar hefur nemendum frá 5ta bekk verið kynntir möguleikar kerfisins og sýnt hvað er hægt að vinna - það er búið að kynna fyrir þeim gmailinn og kenna þeim að nota hann - helstu grunnatriði tölvupóstkerfisins og helstu stillingar. Þá er búið að fara í doc og hvaða möguleika það býður uppá. ÞAð eru spennandi tímar framundan í þessari vinnu,