Kennaraþing Kennarafélags Suðurlands 2019
Nú er nýafstaðið kennaraþing Kennarafélags Suðurlands. Þingið var dagsþing og haldið í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Dagskráin var vönduð og vel heppnuð.
Ásdís Hjálmsdóttir íþróttakona flutti opnunar fyrirlesturinn að þessu sinni. Hún fjallað um markmiðsetningu og langtíma ,,fókus" og stefnufestu á það sem maður stefnir að. Hún ræddi einnig um hvað það skiptir miklu máli að þó svo maður missir sjónar eða takist ekki það markmið sem maður hefur sett sér. Þá er vert að líta um öxl og sjá hvað maður hefur gert vel og finna út hvar veiki hlekkurinn er. Þá ræddi hún einnig um hugafar mannsins, hvað það er mikilvægt að hugsa jákvætt og leita lausna. Ásdís var afar hvetjandi í þessum fyrirlestri og nefndi margar lausnir ef maður nær ekki settu marki.Eftir fyrirlesturinn voru alls konar vinnustofur. Ég valdi að vinna með textílkennurum að þessu sinni.
Við ræddum um starfið og hvað hefur reynst vel í kennslunni og hvað við vorum að kenna. Það var mikil umræða um það hvað greinin þarf mikið að berjast fyrir sínum tíma í skólakerfinu.
Næsti dagskrárliður í prógramminu sem ég valdi mér var að læra um brúðugerð í skólastarfi og hvaða möguleika þær gefa. Þá var einnig markmiðið að nota í brúðurnar endurnýtanlegt efni.
Hér má sjá á myndinni skemmtilega útfærslu á
námsmati nemenda fyrir hvern tíma í textílmennt þar sem þau skrá niður eigið matí bók hjá kennaranum.
Í lok dagsins kom formaður FG og hélt fyrirlestur á aðalfundi Kennarasambandi Suðurlands og fór yfir næstu skref hjá félaginu.
Ummæli