Í Bláskógaskóla var ákveðið að prófa sig áfram með G-Suite kerfið frá Google. Kerfið býður upp á marga möguleika í námi og kennslu. Skólinn fær fría áskrift hjá Google og er kerfið lokað að því leiti að ekki eru settar inn auglýsingar til að halda kerfinu uppi. Þá er allt efni sem nemendur búa til lokað inni í kerfinu. Starfsmenn skólans, kennari, hefur stjórn á kerfinu og getur áveðið hvað birtist og hvað er notað. Nú erum við í skólanum að þróa það hvað við ætlum að nota og hvað ekki.
|
Unnið á bókasafninu |
Núna fyrstu vikurnar hefur nemendum frá 5ta bekk verið kynntir möguleikar kerfisins og sýnt hvað er hægt að vinna - það er búið að kynna fyrir þeim gmailinn og kenna þeim að nota hann - helstu grunnatriði tölvupóstkerfisins og helstu stillingar. Þá er búið að fara í doc og hvaða möguleika það býður uppá. ÞAð eru spennandi tímar framundan í þessari vinnu,
Ummæli