Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2006

Heimasíðugerðin

Nú er ég í vondum málum, tall-a-la-la var sungið einu sinni. Nú er ég búin að skoða hvernig á byrja á heimasíðu, lesa fyrst, hlusta á Salvöru á laugardaginn þar sem að opnðuðst glufur, fara og skoða aðrar heimasíður. Hugsa hvað ég ætla að gera og byrja svo!!!!! Var búin að setja ýmislegt inn og gekk bara vel. Ánægð með mig. Var búin að gera allskonar "fídusa" en þeir komu og fóru og ég skil ekkert í þessu!!! En er viljug að reyna!! En svo þegar ég ætlaði að skoða síðuna, úbs, það kom ekkert á vefinn sjálfan allt "frosið í forritinu" að ég held. Annars veit ég ekkert um þetta, held að það fari næstu klukkustundir í að finna út úr því hvernig þetta kemst til birtingar. Sjálfsagt eitt hak sem manni sést yfir eins og svo oft áður. En sem sagt það er eitt og annað í gangi þó svo að það sé ekki komið á skjáinn.

Verkefni vikunnar

Jæja, þá er maður búinn að lesa og lesa, skoða, reyna að skilja. Setur allt í delicious til að muna eftir því seinna. Eftir því sem maður lærir meira kemst maður að því hvað maður kann lítið !! Hvernig gengur ykkur í nkn06 að vinna verkefnið, sé að sumir eru byrjaðir og gengur vel. Hlakka til að heyra frá ykkur.

Umfjöllun um blogg í Speglinum Rúv 24. feb 2004

Í þessu tæplega tveggja ára erindi frá Rúv, kom mér mest á óvart að strax þá eru um 10% þjóðarinnar farin að blogga á Folk.is, mest stúlkur á aldrinum 10-20 ára. Á þessum tíma þá eru stofnaðar 100-200 nýja síður á dag en hvað ætli það sé í dag? Ekki var tekið viðtal eða minnst á aðra bloggmöguleika þ.e. önnur svæði. Með því að fylgjast með nemendum mínum í þessari umræðu en þeir eru í 7.-9. bekk, þá eiga margir bloggsíðu en blogga mismikið en nokkrir eru með margar síður í gangi undir mismunandi nöfnum og síðan hefur aukist að þeir sem blogga eru með hópblogg þ.e. nemendur eru saman með síðu og hafa allir vefstjórnaraðgang. Það verður spennandi að fylgjast með þessum aldurshópi, hvernig hann þroskast og breytist með aukinni tækni, er þetta það sem koma skal? Helst áhugi þessara stúlkna áfram og munu þær fylgjast með tækninni? Er þetta leiðin til að ná til stelpnanna í tækninni og í gegnum strákana með leikjum. Hvernig verða þá skólar framtíðarinnar?

Fyrirlestur Curtis J. Bonk á UT 2005 (verkefni 1)

Fyrirlesturinn sem ég hlustað og horfði á með Curtis J. Bonk var mjög skemmilega uppsettur, lifandi og vakti áhuga. Þessi þrjú mismunandi þemu sem hann setti upp vöktu upp hugsanir um hvernig maður á að líta á breytta tækni og kennsluhætti. Er lífið leikur og ævintýri eins og fyrilesarinn birtist, Disney-heimur. Eða er maður “frosinn” í einhven tíma og hoppar svo allt í einu í nútímann og veit ekki alveg hvað er um að vera eða bregða sér gervi töframannsins og líta á möguleikana og vinna út frá þeim. Valið á því hvernig umræðan fer fram, fer eftir “gervinu” sem þú ert í, gervinu sem þú velur? Umræðan um peningana vakti upp ýmsar spurningar, hver á að borga hvað? Hann benti á fría þjónustu sem hægt er að nota í skólum og að maður þyrfti að hafa markmið með því sem maður ætlar að gera. En það sem ég hafði ekki hugsað útí, er að það er ekkert “módel” til fyrir því hvernig á að kenna þessa nýju tækni. Samt er hún búin að vera við lýði í um tuttugu ár eða frá 1984 samkvæmt hans upplýsingum....

Villanova ráðstefnan (verkefni 1)

Change the way you teach! Þetta fannst mér lykilsetningin í allri umræðunni. Ef að kennarar ætla að breyta hjá sér kennslunni og nota netið meira til að koma kennslu/verkefnum og slíku frá sér, þarf að hugsa allt nám upp á nýtt, hver á að taka hvað og hvenær. Bloggsíðurnar sem voru kynntar í lokin er áhugaverður kostur og hvernig þær voru hugsaðar út frá mismunandi þörfum og áherslum. Það að setja upp bloggsíðu um ákv. námsefni gefur mikla möguleika fyrir þá sem að hafa eindreginn áhuga á efninu, því þá er hægt að setja inn hliðarefni/ýtarefni sem auðvelt er að ná í, á skömmum tíma. Þar sé ég að þá er kannski líka loksins hægt að sinna afburðanemendum almennilega en þeir hafa oft orðið útundan í skólakerfinu okkar. Umræðan um það hvar nemendur stunduðu námið fannst mér spennandi og varð hugsað til nemenda minna sem EYÐA miklum tíma í ferðalög á milli staða eins og hér í sveit, þar sem nemendur mínir eru sumir klukkutíma á leiðinni í skólann og klukkutíma til baka, á hverjum degi. Þeir ...

Blogggrein eftir Laurel A Clyde (verkefni 3)

Fann þessa grein sem ég sótti á proquest um blogg, slóðin er: http://proquest.umi.com/pqdweb?index=2&did=805270341&SrchMode=1&sid=9&Fmt=3&VInst=PROD&VType=PQD&RQT=309&VName=PQD&TS=1137712299&clientId=58032

Bara snilld!!!!

Maður er eins og litlu börnin, að uppgötva nýjan heim. En eins og einn nemandi minn segir stundum, bara snilld!!! Setti inn nokkur bókarmerki og var þá að hugsa til nemenda minna í 9.bekk - sem eru frábærust af öllum - skráði bókamerki um músik og að sjálfsögðu stærðfræði !! Ég er nefnilega með bekkinn minn í hliðarnámi!!!- það flokkast undir almenn fræðsla í tímum- kenni þeim það sem ég er að gera í náminu en ansi skemmtileg setning er til í bekknum mínum " En eins og þið hafið heyrt þá er í ég í Kennó" þá kemur hlátur, fliss og svo kemst ég að!!! T.d. eru nokkrir búnir að prófa ajax-translator, ég fékk svo margar skemmtilegar setningar á ýmsum tungumálum í dag. Þau höfðu sum farið heim og prófað. Hlakka til að vita hvað kemur út úr wikipedia.org en lagði það upp í dag. Hvað er nú skemmtilegast af þessu sem ég hef sagt ykkur frá krakkar?

Gott lag með The Eagels.

Þetta lag fann ég, fór alveg eftir fyrirmælum. Góðar leiðbeiningar frá kennaranum. Mér finnst þetta samt frekar slitrótt þegar ég reyni að hlusta á þetta í tölvunni. Er þetta svona hjá ykkur hinum í hópnum líka?

Veðrið í gær

Mynd
Svona var umhorfs út á vegi hjá mér í gær. Sannkallaður jólasnjór á trjánum og margir að flytja hestana sína, taka þá á hús.

Jæja, þá byrjar alvaran.

Nú er fyrsti pósturinn kominn frá kennaranum. Þá er að byrja að fylgja leiðbeiningunum. Er að setja mig í startholurnar. Þurfti fyrst að laga aðeins síðuna þar sem ég týndist í staðbundulotunni en náði að krafla mig út úr því heima. Þá er það vandamálið. Ég var að breyta hjá mér yfirheitum á forsíðunni úr links í tenglar og svo framvegis en tókst ekki að breyta yfir á íslensku about me, er það á sama stað og hitt. Sást mér yfir það? Getur einhver liðsinnt mér?

Setja inn myndir af tölvunni, nr.2

Mynd
Mynd 2 af tölvunni , en hún er tekin í Þakgili, sumarið 2004.

Setja inn myndir af tölvunni

Mynd
Nú er að prufa það sem ekki var hægt í staðbundulotunni, setja inn mynd úr tölvunni. Hér eru barnakórarnir, Barna- og kammerkór Biskupstungna, Barnakór Flúðaskóla og Barnakór Selfoss að syngja með Sinfóníuhljómsveitinni á Flúðum í fyrra (2005)

Prufa no 2

Jæja, eftir nokkrar hremmingar í staðbundu lotunni, fann ég út þegar ég kom heim hvaðég hafði gert vitlaust svo að nú á þetta blogg að virka, fór bara í help og leitaði mig áfram eftir vandamálinu. Nú fer eitthvað að gerast, prófa sig áfram. Hlakka til að heyra hvernig ykkur gengur. Agla

Janúarbyrjun 2006

Mynd
Jæja þá er komið að því að byrja að blogga. Sit hérna í Kennó og er eitt spurningamerki, reyni að ná öllu sem kennarinn segir. Er búin að læra aðeins um vefrallý í morgun á eftir að prófa það betur. Nú er að reyna að ná öllu um bloggið. Setja inn slóðir og myndir. Þetta vat t.d. frétt í mogganum áðan. Siglt á rúmi.