Umfjöllun um blogg í Speglinum Rúv 24. feb 2004
Í þessu tæplega tveggja ára erindi frá Rúv, kom mér mest á óvart að strax þá eru um 10% þjóðarinnar farin að blogga á Folk.is, mest stúlkur á aldrinum 10-20 ára. Á þessum tíma þá eru stofnaðar 100-200 nýja síður á dag en hvað ætli það sé í dag?
Ekki var tekið viðtal eða minnst á aðra bloggmöguleika þ.e. önnur svæði. Með því að fylgjast með nemendum mínum í þessari umræðu en þeir eru í 7.-9. bekk, þá eiga margir bloggsíðu en blogga mismikið en nokkrir eru með margar síður í gangi undir mismunandi nöfnum og síðan hefur aukist að þeir sem blogga eru með hópblogg þ.e. nemendur eru saman með síðu og hafa allir vefstjórnaraðgang.
Það verður spennandi að fylgjast með þessum aldurshópi, hvernig hann þroskast og breytist með aukinni tækni, er þetta það sem koma skal? Helst áhugi þessara stúlkna áfram og munu þær fylgjast með tækninni? Er þetta leiðin til að ná til stelpnanna í tækninni og í gegnum strákana með leikjum. Hvernig verða þá skólar framtíðarinnar?
Ekki var tekið viðtal eða minnst á aðra bloggmöguleika þ.e. önnur svæði. Með því að fylgjast með nemendum mínum í þessari umræðu en þeir eru í 7.-9. bekk, þá eiga margir bloggsíðu en blogga mismikið en nokkrir eru með margar síður í gangi undir mismunandi nöfnum og síðan hefur aukist að þeir sem blogga eru með hópblogg þ.e. nemendur eru saman með síðu og hafa allir vefstjórnaraðgang.
Það verður spennandi að fylgjast með þessum aldurshópi, hvernig hann þroskast og breytist með aukinni tækni, er þetta það sem koma skal? Helst áhugi þessara stúlkna áfram og munu þær fylgjast með tækninni? Er þetta leiðin til að ná til stelpnanna í tækninni og í gegnum strákana með leikjum. Hvernig verða þá skólar framtíðarinnar?
Ummæli