Villanova ráðstefnan (verkefni 1)

Change the way you teach!
Þetta fannst mér lykilsetningin í allri umræðunni. Ef að kennarar ætla að breyta hjá sér kennslunni og nota netið meira til að koma kennslu/verkefnum og slíku frá sér, þarf að hugsa allt nám upp á nýtt, hver á að taka hvað og hvenær.
Bloggsíðurnar sem voru kynntar í lokin er áhugaverður kostur og hvernig þær voru hugsaðar út frá mismunandi þörfum og áherslum. Það að setja upp bloggsíðu um ákv. námsefni gefur mikla möguleika fyrir þá sem að hafa eindreginn áhuga á efninu, því þá er hægt að setja inn hliðarefni/ýtarefni sem auðvelt er að ná í, á skömmum tíma. Þar sé ég að þá er kannski líka loksins hægt að sinna afburðanemendum almennilega en þeir hafa oft orðið útundan í skólakerfinu okkar.
Umræðan um það hvar nemendur stunduðu námið fannst mér spennandi og varð hugsað til nemenda minna sem EYÐA miklum tíma í ferðalög á milli staða eins og hér í sveit, þar sem nemendur mínir eru sumir klukkutíma á leiðinni í skólann og klukkutíma til baka, á hverjum degi. Þeir yrðu fegnir að geta stundum stundað nám sitt heima eða jafnvel notað ferðirnar í nám. En þeim er það illmögulegt núna. I-pod niðurhal og slík kennsla finnst mér spennandi fyrir þessa nemendur. En tillagan um að hafa val um að hlusta í i-pod, sjá glærur eða horfa á kennslustundina er eitthvað sem vert væri að skoða betur.
Umræða Laura um það þegar nemendur þurfa að skrifa blogg um námsefnið fannst mér spennandi og athyglisverðast var að nemendur voru ekki að skrifa fyrir kennarann heldur “allan heiminn”. Þeir þurftu að hugsa efnið út frá þeim forsendum. Það var líka spennandi að foreldrar gátu tekið þátt í umræðunni með þessu móti og það að fá sérfræðinga á sviðinu sem var að ræða er spennandi kostur. Þannig komu líka inn sjónarmið margra- kannski er þarna komin inn gamla baðstofumenningin þar sem allir voru saman og ræddu mál líðandi stundar, jafnt ungir sem aldnir en nú undir nýjum formerkjum- tækninni.
http://showme.physics.drexel.edu/bradley/DrexelCoAS034-Villanova.html

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky