Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2007

Ný viðfangsefni

Mynd
Jæja, þá er komið að því að fara að vinna í verkefnum annarinnar. Nú er ég í kúrsinum, Margmiðlun til náms og kennslu . En þar stendur um námið að "nemendur vinna ýmis smærri valverkefni en leggja að jafnaði mesta áherslu á eitt margmiðlunarverkefni unnið í Mediator frá Matchware, Flash frá Macromedia, vefsíðugerðarforritum eða með öðrum hætti. Af stærri verkum hafa sum verið drög sem hafa verið unnin áfram sem lokaverkefni á námsbrautinni með útgáfu á vegum höfunda eða annarra aðila í huga. Önnur stærri verk hafa fjallað um aðskiljanlegustu efni og oftast verið skilað á geisladiskum þó að skil á vef færist í vöxt. Af smærri verkefnum má nefna að nemendur hafa stundum spreytt sig á hringmyndagerð, gerð hreyfimynda með leirkörlum, raddsettu leiðbeiningarefni um notkun hugbúnaðar og gerð minni skjásýninga af margmiðlunartoga auk ýmiss konar úttekta og athugunarefna. Vinnu með hljóð og myndgerð er gefinn sérstakur gaumur og nemendur fá leiðsögn við hljóðvinnslu, tökur og myndklipping...

Nokkrar myndir frá Bett 2007

Mynd
Hér má sjá nokkrar yfirlitsmyndir frá Bett, vonandi sést hvað þetta var stórt og hvað það var margt fólk.

Bettsýningin í London, janúar 2007

Mynd
Stuttu eftir að ég byrjaði aftur í formlegu námi í Kennó skildi ég að nemi í tölvu- og upplýsingamennt yrði að fara að minnsta kosti einu sinni á Bett. Ég hafði nú aldrei heyrt um sýninguna fyrr svo ég vissi ekki hvað var verið var að tala um, en eftir að hafa skoðað heimasíðu Bett hélt ég að ég vissi eitthvað. Við, Bláskógabyggðarstöllurnar , ákváðum því að fara og líta dýrðina augum. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum, mikið að skoða og tveir dagar duga varla til að kynna sér almennilega allt sem var til sýnis. Í þessum pisli ætla ég að hafa allar vefslóðir sýnilegar ef einhver hefur áhuga á að prenta þetta út og skoða síðar. Sýningin var í Olympíahöllinni í London. Tveir stórir sýningarsalir, með svölum og fyrirlestrasölum. Við stöllurnar reyndum að fara skipulega í gegnum svæðið, kíktum á það sem okkur þótti áhugavert og létum líka undan áköfum og áhugasömum starfsmönnum fyrirtækja að hlusta á hvað þeir hefðu skemmtilegt, gagnlegt og gott fram að færa. Það höfðaði stundum til manns. Fy...

Bæjarlækurinn

Lærimeistari minn, Salvör , notaði svona myndbandsvinnu á Moggablogginu sínu og ég varð auðvitað að prófa það líka. Þetta er unnið í Jumpcut . Ég var svolitla stund að átta mig á hvernig þetta vann. Myndirnar voru dálitla stund að hlaðast inn á kerfið en ég fiktaði ekki mikið við möguleikana á að vinna með myndirnar og myndbandsbrotið.

Gleðilegt nýtt ár

Mynd
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau gömlu. Áramótin voru hefðbundin, gestir í mat hjá okkur, farið á brennuna upp í hverfi, horft á skaupið í sjónvarpinu, skotið upp flugeldum og "brennan" okkar í arinstæði út í garði! Hefðbundnar brennur við sveitabæi lögðust niður fyrir nokkrum árum þegar að reglur og gjald, nokkir tugir þúsunda, var sett á slíkar brennur auk nokkurra leyfa, lögreglan, tryggingar, sveitarstjórn og etc..... sem sækja þarf um leyfið hjá. Hér á bæ hafði þá verið vegleg eigin áramótabrenna í rúm 50 ár. En nú er þessum þætti sveitanna lokið, ekki bara á þessum bæ heldur öllum í kringum okkur, vegna reglugerða. En af hverju var reglugerðin sett??? Það er mikill sjónarsviptir af þessum þætti. En nú er nýja árið framundan og bara spennandi hlutir í uppsiglingu. Fríið er svo brátt á enda og rútína hversdagleikans tekur við. Hækkandi sól og hægt að hlakka til næstu tilbreytingar. Hafið það sem allra best. Góðar stundir.