Gleðilegt nýtt ár
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau gömlu.
Áramótin voru hefðbundin, gestir í mat hjá okkur, farið á brennuna upp í hverfi, horft á skaupið í sjónvarpinu, skotið upp flugeldum og "brennan" okkar í arinstæði út í garði!
Hefðbundnar brennur við sveitabæi lögðust niður fyrir nokkrum árum þegar að reglur og gjald, nokkir tugir þúsunda, var sett á slíkar brennur auk nokkurra leyfa, lögreglan, tryggingar, sveitarstjórn og etc..... sem sækja þarf um leyfið hjá. Hér á bæ hafði þá verið vegleg eigin áramótabrenna í rúm 50 ár. En nú er þessum þætti sveitanna lokið, ekki bara á þessum bæ heldur öllum í kringum okkur, vegna reglugerða. En af hverju var reglugerðin sett??? Það er mikill sjónarsviptir af þessum þætti.
En nú er nýja árið framundan og bara spennandi hlutir í uppsiglingu. Fríið er svo brátt á enda og rútína hversdagleikans tekur við. Hækkandi sól og hægt að hlakka til næstu tilbreytingar.
Hafið það sem allra best. Góðar stundir.
Ummæli