Ný viðfangsefni


Jæja, þá er komið að því að fara að vinna í verkefnum annarinnar.

Nú er ég í kúrsinum, Margmiðlun til náms og kennslu .


En þar stendur um námið að "nemendur vinna ýmis smærri valverkefni en leggja að jafnaði mesta áherslu á eitt margmiðlunarverkefni unnið í Mediator frá Matchware, Flash frá Macromedia, vefsíðugerðarforritum eða með öðrum hætti. Af stærri verkum hafa sum verið drög sem hafa verið unnin áfram sem lokaverkefni á námsbrautinni með útgáfu á vegum höfunda eða annarra aðila í huga. Önnur stærri verk hafa fjallað um aðskiljanlegustu efni og oftast verið skilað á geisladiskum þó að skil á vef færist í vöxt. Af smærri verkefnum má nefna að nemendur hafa stundum spreytt sig á hringmyndagerð, gerð hreyfimynda með leirkörlum, raddsettu leiðbeiningarefni um notkun hugbúnaðar og gerð minni skjásýninga af margmiðlunartoga auk ýmiss konar úttekta og athugunarefna. Vinnu með hljóð og myndgerð er gefinn sérstakur gaumur og nemendur fá leiðsögn við hljóðvinnslu, tökur og myndklippingar."


Nú erum við búin í staðlotunni þar sem okkur voru kynnt þau forrit og önnur verkfæri sem við þurfum að nota. Maður kemur fullur af alls konar upplýsingum sem eru en í vinnslu í kollinum á manni. Ég hlakka svo til að takast á við verkefnin. Þetta verður mikil yfirlega, prófa fullt af nýjum forritum, Flash, Mediator, læra á kvikmyndatökuvél, klippa síðan mynd til og hljóðsetja. Bara spennandi, gera leirkallamynd, gera teiknimynd og margt fleira....... Bara skemmtilegt....

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky