Bettsýningin í London, janúar 2007


Stuttu eftir að ég byrjaði aftur í formlegu námi í Kennó skildi ég að nemi í tölvu- og upplýsingamennt yrði að fara að minnsta kosti einu sinni á Bett. Ég hafði nú aldrei heyrt um sýninguna fyrr svo ég vissi ekki hvað var verið var að tala um, en eftir að hafa skoðað heimasíðu Bett hélt ég að ég vissi eitthvað. Við, Bláskógabyggðarstöllurnar, ákváðum því að fara og líta dýrðina augum. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum, mikið að skoða og tveir dagar duga varla til að kynna sér almennilega allt sem var til sýnis. Í þessum pisli ætla ég að hafa allar vefslóðir sýnilegar ef einhver hefur áhuga á að prenta þetta út og skoða síðar.

Sýningin var í Olympíahöllinni í London. Tveir stórir sýningarsalir, með svölum og fyrirlestrasölum. Við stöllurnar reyndum að fara skipulega í gegnum svæðið, kíktum á það sem okkur þótti áhugavert og létum líka undan áköfum og áhugasömum starfsmönnum fyrirtækja að hlusta á hvað þeir hefðu skemmtilegt, gagnlegt og gott fram að færa. Það höfðaði stundum til manns.
Fyrri dagurinn fór í að skoða og safna bæklingum. Fara síðan heim á hótel, skoða og velja úr, seinni dagurinn notaður til að skoða það sem eftir var og kíkja betur á það sem vakti áhuga. Okkur reyndari "Bettarar" sögðu vonlaust að fara á laugardeginum, því þá væri allt troðið út úr dyrum, meira en á föstudeginum en þá var svo mikið af fólki að maður komst ekki að í vinsælustu sýningarbásunum, þar var alltaf fullt.

Það var bærilegt á skoða á fimmtudeginum, en eftir því sem leið á daginn varð erfiðara að skoða og biðraðir við vinsælustu básana en við vorum mættar við opnun á föstudagsmogninum og viti menn þá var strax komið mikið af fólki en upp úr kl tvö var orðið svo mikið að maður barst eiginlega með straumnum, það gerði lítð gagn, þannig að upp úr því fórum heim. Með nokkur kíló af bæklingum til að skoða. Þegar við höfðum skoðað það allt og velt fyrir okkur hvað við hefðum sjálfar áhuga á og hvað gæti gagnast skólanum okkar, hentum við hinu, en viti menn, enn var þetta allt of þungt svo nú voru góð ráð dýr, við rifum bara úr vefsíðuslóðirnar í bæklingunum og skrifuðum á sneplana hvað var áhugavert og hentum hinu. Þetta voru því tveir afar langir vinnudagar, fyrst að labba um allt og skoða, fara heim á hótel og rína í bæklingana, hitta aðra kennara og ferðalanga og spjalla um það sem fyrir augu bar, bera saman bækur. Það má segja að bæði laugardagurinn og sunnudagurinn hafi farið í vinnu líka, því spjall um sýninguna var gegnum gangadi hjá ferðalöngunum, hvað var nýtt, hvað var spennandi, hvað gagnast ekki og slíkt, þannig var þessi ferð, mikil vinnuferð en í gríni var líka talað um fataráðstefnuna á Oxford Street !!!!!!!! http://www.streetsensation.co.uk/oxford/os_n02.htm , en hún var líka stunduð grimmt, sérstaklega á laugardeginum!!! Ótrúlega skemmtilegt !!!!

En aðstandendur sýningarinnar veita verðlaun fyrir áhugaverðasta, besta eða nýjasta efni í nokkrum flokkum, tilnefningarnar í ár má sjá á http://www.bettawards.com/ en þeir sem að unnu þetta árið eru:

1)Early Years Solutions- flokkur
Simple City- efni
2Simple Software- útgáfufyrirtæki
http://www.2simplesoftware.com/

2) Digital Content – Primary (Core Subjects) - flokkur
Interactive Literacy Year 3 & 4- efni
Smart Learning Ltd- útgáfufyrirtæki
http://www.smartlearning.co.uk/

3) Digital Content – Primary (Other)-flokkur
ArtisanCam- efni
Artists@work in partnership with CLEO (Cumbria and Lancashire Online)-útg. http://www.cleo.net.uk/index.php?category_id=224
http://www.cleo.net.uk/index.php (forsíða)


4) Digital Content – Secondary (Core Subjects)- flokkur
Cabri 3D- efni
Cabrilog/Chartwell-Yorke- útg.
http://www.chartwellyorke.com/cabri3d/cabri3d.html
http://www.chartwellyorke.com/ (forsíða)

5) Digital Content – Secondary (Other) - flokkur
SoundJunction- efni
Associated Board of the Royal Schools of Music with Atticmedia Ltd- útg.
http://www.soundjunction.org/Credits.aspa
http://www.soundjunction.org/default.aspa (forsíða)

6)Primary and Secondary Hardware- flokkur
TurningPoint 2006- efni
Turning Technologies /Steljes Ltd- útgáfa
http://www.steljes.co.uk/Education/TurningPoint/
http://www.steljes.co.uk/Education/ (forsíða)

7) Special Educational Needs Solutions - flokkur
Clicker 5- efni
Crick Software - úgáfa
http://www.cricksoft.com/uk/products/clicker/
http://www.cricksoft.com/ (fosíða)

8) Post 16 Education and Training Digital Content- flokkur
AutoLAB- efni
LJ Group- útgáfa
http://www.ljgroup.com/news/article.asp?id=178
http://www.ljgroup.com/ (forsíða)

9) Supporting Institutional Leadership and Management Solutions- flokkur
SAM Learning Plus- efni
SAM Learning Ltd- útgáfa
http://www.samlearning.com/ (forsíða)

10) e-Assessment for Learning - flokkur
MAPS eQUALIFICATIONS- efni
TAG Learning- útgáfa
http://www.taglearning.com/index.php (forsíða)

11) Creative and Constructive Tools- flokkur
Gridmagic - efni
Q4 Technologies Ltd- útgáfa
http://www.q4technologies.com/gridmagic.htm
http://www.q4technologies.com/ (forsíða)


Á þessari síðu, http://bett2007.blogspot.com/search/label/Winners má sjá umsagnir og lýsingar þeim þáttum sem hlutu verðlaun en á þessari bloggsíðu, http://bett2007.blogspot.com/ , er umræða um sýninguna.

En svo var einnig það sem höfðaði sérstaklega til mín en það var:

1) Erfðafræðiforrit sem henta vel með kennsluefninu Erfðir og þróun, http://www.newbyte.com/uk/index.html en það er líka til frá þessu fyrirtækiforrit á öðurm sviðum , http://www.newbyte.com/uk/index.html

2) Frá fyrirtækinu http://www.onestopeducation.co.uk/ var hægt að fá nokkur sniðug forrit, ég skoðaði stærðfræðiforriti, en þar var hægt að breyta textanum í forritinu yfir á íslensku, eins að búa til spurningar og setja inn svör eftir viðfangsefnum. Þessi vefsíða, http://www.blackcatsoftware.com/ tilheyrir einnig fyrirtækinu og er með nokkur forrit.

3) Hinn nýji myndvarpi: Þessu tæki kolféll ég fyrir og möguleikunum sem það gefur http://www.interactive-education.co.uk/acatalog/Genee_Vision_6100.html ,

4) Það var líka annað tæki og forrit sem mér fannst frábært, en það er tæki sem að hver og einn í bekknum/hópnum á að hafa hjá sér og kennarinn/stjórnandinn er með glærur með ýmsum spurningum og fróðleik. Nemendurnir svara og þá getur kennarinn/stjórnandinn sett niðurstöðurnar upp á tjaldið og rætt út frá þeim. Einnig getur stjórnandinn fengið heildarniður stöður hjá hverjum og einum eins og um próf hafi verið að ræða. Nokkur fyrirtæki voru með ýmsar útgáfur af þessu en mér leist vel á þetta www.qwizdom.co.uk

5) Svo var það mimio-penninn sem mér fannst líka frábær, http://www.mimio.com/ en það er penni með hugbúnaði sem virkar eins og gagnvirktafla og hægt að nota hvar sem er og nota hvaða bakgrunn sem er vegg, tjald, tústöflu og hvað eina. Spennandi kostur, bæði til fyrir pc og mac tölvur.

6) http://www.eof.co.uk/products.asp?product_id=11 , þetta er húsgagnaframleiðandi, mér fannst/finnst þetta ein besta lausnin sem ég hef séð varðandi skólahúsgögn nútímans sem og þessi lausn hérna http://www.eof.co.uk/products.asp?product_id=16 en eftir að hafa skoðað vefsíðu fyrirtækisins er það með margar góða lausnir.

7) http://www.educationcity.com/start/ , hjá þessu fyrirtæki var alltaf fullt, hvenær sem maður fór þar framhjá. Það er með ansi skemmtileg og lifandi forrit um allt milli himins og jarðar. Þarna gefst foreldrum einnig að vera áskrifendur fyrir börnin sín.

8) www.bbc.co.uk/jam , ég fór á fyrirlestur hjá BBC þar sem verið var að kynna nýja þjónustu fyrir kennara. Þeir geta fegnið efni hjá bbc í gegnum Netið, en það hefur verið í mörg ár, það nýja var að kennarar geta stofnað vefsvæði hjá BBC og skráð þar niður myndböndin sem þeir nota og næst þegar þeir ætla að sýna myndbandið er slóðin að því á þeirra eigin svæði. Frábær þjónusta. Ég gat ekki fundið út-amk ennþá- hvort ég get fengið aðgang að þessu.

Hér koma svo ýmiss söfn/katalogar með forritum, margt gagnlegt þar á ferð:

9) http://www.q-and-d.co.uk/ hjá þessu fyrirtæki er hægt að fá alls konar forrit sem reyna á takt, tón og fleira tengt musik. Þarna voru til forrit til að nota með leikskólabörnum og uppúr.

10) http://avp.100megs28.com/ hjá þessu fyrirtæki var margt spennandi forrita, einn þátturinn þar var fyrir special needs- fatlaða- margt gagnlegt þar.

11) http://www.granada-learning.com/ , þetta fyrirtæki gefur út - katalog- bækling með mörgum forritum fyrir allan aldur, heimasíðunni er skipt niður í nokkra flokka.

12) http://www.prim-ed.com/home.php?country=UK hér er hægt að skoða ógrynni forrita fyrir allan aldur.

13) http://www.rm.com/generic.asp?cref=GP340270&SrcURL=/catalogue hér er hægt að fá 3 góða kataloga um allt frá hugbúnaði til tækja fyrir skóla.

14) http://www.4learningshop.co.uk/ það kom mér skemmilega á óvart hvað sjónvarpsstöðvarnar voru að bjóða skólum mikið efni til sölu, en hér er hægt að fá þó nokkuð af myndum til að nota í kennslu.

15) http://www.videonations.com/education.php , þetta fyrirtæki var með nokkrar skemmtilega lausnir á samskiptum í skólastofunni, sem og milli staða.

16) http://www.teachers.tv/ , þetta er einnig spennandi kostur, alls konar myndbönd, en fékk ekki úr því skorið hvort við getum notfært okkur þetta, á eftir að kanna það betur.

Já, það er margt sem ég á eftir að kanna betur, er með helling af kynningardiskum ég sem hef ekki gefið mér tíma til að skoða, svo er ég með tvo “kataloga” með öllum fyrirtækjum og vefsíðum þeirra sem komu að sýningunni og margt fleira. Næstu dagar fara í að skoða allt það efni.

Að lokum vil ég þakka KÍ fyrir að taka þátt í kostnaði við þessa ferð, hún hefði ekki verið farin annars. Ég bý við það að sveitarfélagið mitt hefur lítinn/engann áhuga á að borga svona ferðir. Ekki veita þeir heldur ferðastyrk eins og önnur sveitarfélög, kennarar sem við ferðuðumst með fengu slíka styrki sem og KÍ styrkinn. Á mínum bæ þykir meira en nóg að borga afleysingu fyrir mann á meðan maður er í burtu og skilyrt er að maður undirbúi að fullu hvað á að gera meðan maður er ekki við. En nóg um það.

Eftir að hafa farið bæði í erlendar skólaheimskónir og nú í fyrsta sinn á sýningu ætla ég ekki að lýsa því hvað þessi sýning hefur gefið mér meira sem kennara en skólaheimsóknirnar. Hlakka til að geta farið á fleiri sambæriegar sýningar og horfi ég nú á http://www.education-show.com/ í Birmingham. Svo er http://www.closingthegap.com/ og fleira spennandi sem er eftir. En eins og staðan er í dag, þá get ég ekki farið fyrr en eftir tvö ár þegar að ég á rétt á næsta styrk frá KÍ nema að stefnubreyting verði hjá mínu sveitarfélagi varðandi slíka endurmenntun og endurnýjun í starfi.

Að lokum vil ég þakka sérstaklega, Kristínu Björk, Ingu, Fjólu, Jensey, Brynhildi og Ástu og öðrum samferðamönnum, góða daga, skemmtilegt spjall, ferðir á matsölustaði og fleira í London og hlakka bara til næstu ferðar. Góðar stundir.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky