Mannauðsþróun - Fullorðnir námsmenn- Hverjir taka þátt og hvers vegna?
Í kúrsinum Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra er bókin Learning in Adulthood skyldulesning. Á þeim vettvangi er bókaklúbbur þar sem nemendur skipta á milli sín efni til að rýna afar vel í um það bil einn kafla. Ég valdi mér 3ja kafla sem heitir : Adult Learnes: Who participates and why eða Fullorðnir námsmenn: Hverjir taka þátt og hvers vegna. Í kaflanum er rætt og vitnað í margar einkum Bandarískar rannsóknir með einkar áhugaverðum niðurstöðum. Ég valdi að gera útdrátt með áherslu á hvað mér sjálfri fannst markverðast. Einnig fann ég ýmsar áhugaverðar síður á Netinu tengt þessu efni sem fylgja hér með en þær eru kannski ekki akkurat um efni sem þær eru linkaðar við. Meira svona til gamans. Í lokin varpa ég fram ýmsum spurningum til umhugsunar og umræðu í hópnum. Gaman væri ef önnur sjónarhorn væru rædd en þau sem ég vinn útfrá. En vindum okkur í útdráttinn, úrvinnsluna: Fullorðinsfræðsla er stór og formlaus vettvangur af iðju, þar sem engin þörf er á mörkum eins og aldri eins og ...