Færslur

Sýnir færslur frá september, 2007

Mannauðsþróun - Fullorðnir námsmenn- Hverjir taka þátt og hvers vegna?

Mynd
Í kúrsinum Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra er bókin Learning in Adulthood skyldulesning. Á þeim vettvangi er bókaklúbbur þar sem nemendur skipta á milli sín efni til að rýna afar vel í um það bil einn kafla. Ég valdi mér 3ja kafla sem heitir : Adult Learnes: Who participates and why eða Fullorðnir námsmenn: Hverjir taka þátt og hvers vegna. Í kaflanum er rætt og vitnað í margar einkum Bandarískar rannsóknir með einkar áhugaverðum niðurstöðum. Ég valdi að gera útdrátt með áherslu á hvað mér sjálfri fannst markverðast. Einnig fann ég ýmsar áhugaverðar síður á Netinu tengt þessu efni sem fylgja hér með en þær eru kannski ekki akkurat um efni sem þær eru linkaðar við. Meira svona til gamans. Í lokin varpa ég fram ýmsum spurningum til umhugsunar og umræðu í hópnum. Gaman væri ef önnur sjónarhorn væru rædd en þau sem ég vinn útfrá. En vindum okkur í útdráttinn, úrvinnsluna: Fullorðinsfræðsla er stór og formlaus vettvangur af iðju, þar sem engin þörf er á mörkum eins og aldri eins og ...

Trúverðugleiki í eigindlegum rannsóknum.

Fyrsta skriflega verkefnið mitt í vetur var að skrifa um trúverðugleika í eiginlegum rannsóknum í kúrsinum, Aðferðafærði og menntarannsóknir 61.00.01-H07 . Þetta verkefni var unnið undlir leiðsögn Guðrúnar Kristinsdóttur prófersors í KHÍ . Trúverðugleiki í eigindlegum rannsóknum. Trúverðugleiki (e.trustworthiness) er eitt einkenni eigindlegra rannsókna. Hugtakið er afar mikilvægt vegna þess að þeir sem vilja nýta rannsóknina þurfa að vera vissir um að hún hafi verið gerð skv. almennum siðareglum í vísindastarfi. ,,Þeir þurfa að geta metið trúverðugleika og notagildi niðurstaðanna. Því er trúverðugleiki er almennt staðfestur (sannaður) með því að nota ýmiss gagnasöfn og/eða aðferð við úrvinnslu gagna”. (Leydens og fl., 2004) en kröfurnar verða líka að vera fyrir hendi, því að hugtakið trúverðugleiki í eigindlegum rannsóknum má skilgreina sem þær kröfur sem gerðar eru til rannsakenda við vinnu þeirra, þannig að mark verði takandi á niðurstöðunum. Þessar kröfur þurfa að auðvelda utanaðk...

Réttardagurinn og veðrið

Mynd
Í dag er hátíðisdagur hér í Tungunum, fé í réttum eftir fjárlausar réttir í tvö ár. Margir fara ríðandi í réttirnar og kjötsúpa á hverjum bæ í sveitinni. Ball um kvöldið og fjör fram á nótt. Veðrið misjafnt, stundum gott og stundum vont og allt þar á milli. En í dag er það með versta móti a.m.k s.l. ár, fyrst rigning, svo slydda og þá snjókoma. Þessu fylgdi mikið rok. Réttirnar sjálfar tóku fljótt af, um 600 fullorðið, byrjað snemma kl. 9.00, þannig að það var búið að draga í dilkana tæplega tíu, þegar að fólkið kom á staðinn. Fólk stoppaði stutt við, heyrði marga vera svekkta yfir því að allt væri búið og fór, ekkert um að vera. Allt búið. Líklega gleðjast þeir sveitungar mínir sem vilja enga í réttirnar nema þá sem eiga fé og þurfa að sinna því. Aðrir eru bara til trafala. En sem betur fer hlusta fáir á svona raddir og geðvonska þeirra og pirringur segir meira um þetta fólk en hina sem segja og vita að maður er manns gaman og njóta þess að vera saman og hafa gaman hvernig sem vindar ...

Rigning! Athyglisbrestur? Lestur og verkefnavinna.

Mynd
Jæja, þá er ég búin að skila af mér tveimur verkefnum í aðferaðrfæðinni og er nú að glíma við lestur á félagsfræðikenningum, allt lesefni á ensku og ég sit og glósa og glósa, hugurinn reikar hvað eftir annað í aðrar áttir, erfitt að halda einbeitingu þegar manni finnst maður ekki skilja neitt í þessu en eftir 3ja tíma glósun á fimm blaðsíðum af 51, er aðeins að byrja að rofa til. Sé fram á að vera alla daga og öll kvöld í náminu ef svo heldur fram sem horfir. Eitt skiptið þegar ég datt út hugsaði ég til nemenda minna sem horfðu bara út um gluggann, höfðu engan áhuga á efninu og vildu vera að gera eitthvað annað, eitthvað sem þeir skildu. Í ljósi þessa held ég að kennara hafi gott af því að fara í spor nemenda sinna og upplifa þessa tilfinningu, skilja þá betur nemendurna og reka þá ekki til að einbeita sér að efninu í staðinn fyrir að horfa út um gluggann !!! en það hef ég staðið mig að í morgunn, því hér er líka verið að vinna utandyra, verið að rippa klöpp, keyra skít á vörubílum. Ég...

Framkvæmdir

Mynd
Hér er allt á fullu í framkvæmdum, setti inn á http://www.flickr.com/ nokkrar myndir sem hægt er að kíkja á .