Færslur

Sýnir færslur frá október, 2007

Lærdómur er fjársjóður sem fylgir eiganda sínum hvert sem hann fer.

Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra 61.00.53–H07 Kennaraháskóli Íslands Viðtalsverkefni - skýrsla Lærdómur er fjársjóður sem fylgir eiganda sínum hvert sem hann fer. Inngangur. Í þessari samantekt verður fjallað um fullorðinsfræðslu en hún á við alla fræðslu sem fullorðnir fá, hvort sem hún er innan hins formlega skólakerfis eða utan. (Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir 2001:6) en einnig er til önnur skilgreining þar sem fullorðinsfræðsla er skilgreind sem námskeið (course) eða fræðslustarfsemi í hlutastarfi og skilgreint sem fullorðinsfræðsla með þátttakendum eldri en sautján ára. (Merriam og fl. 2007:56) Í ljósi þess að heimurinn tekur sífelldum breytingum og námsframboð fyrir fullorðna er að aukast, er nauðsynlegt að skoða hvað er í gangi, og reyna að fá einhverja mynd af því sem er að gerast. Á námskeiðinu Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra þarf að taka nokkur viðtöl við fullorðna námsmenn. Allir í nemendahópnum, tóku slík viðtöl, afraksturinn eru 26 viðtöl tekin...

Hugmyndir Rawls um félagslega samvinnu og fleira.

Verkefni númer þrjú í kúrsinum Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar 61.00.02-H07 var út frá hugmyndum Rawls: “Grundvallarhugmugmyndin í þessari nálgun við réttlæti er hugmyndin um þjóðfélag sem sanngjarnt kerfi félagslegrar samvinnu frá einni kynslóð til annarrar. (kenning um réttlæti, 1.4.). Þessi hugmynd er miðlæg tilraun okkar til að þróa hugmynd um póltískt réttlæti fyrir lýðræðisríki.” Í greininni Grundvallarhugmyndir (Fundamental ideas) ræðir Rawls um fimm grundvallarhugmyndir (bls. 24) sem eru nátengdar, þar sem hann á við er að: 1) þjóðfélagið sem sanngjarnt kerfi af samvinnu 2) hugmyndin um vel skipulagt þjóðfélag 3) hugmyndin um undirstöðu (bacic) formgerð (structure) slíks þjóðfélags, 4) hugmyndin um frumstöðu (orginal position) 5) hugmyndin um borgarana, þessa sem er upptekinn (engaged) í samvinnunni sem frjáls og jafn þegn. En Rawls talar einnig um að það þurfi að skilgreina þessi hugtök eins og vel skipulagt samfélag, undirstöðuformgerð o.s.frv. Til þess að alli...

,,Grundvallar forsenda menningarhyggjunnar er að menntun sé ekki eyland heldur hluti af meginlandi menningarinnar.”

Þetta er verkefni númer tvö í kúrsinum Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar 61.00.02-H07 Þar valdi ég að skrifa út frá Bruner: ,,Grundvallar forsenda menningarhyggjunnar er að menntun sé ekki eyland heldur hluti af meginlandi menningarinnar.” (Bruner, Culture, Mind, and Education, bls.11) Í greininni Menning,hugur og menntun fer Bruner víða. Hann reynir að ýta áfram anda sjónarhóls menningarsálfræðinnar (cultural-psychological) út frá sjónarhóli menntunnar. Hann leggur áherslu á kraft vitundarinnar, speglunina (reflection), breidd orðræðunnar (dialogue) og samningagerð (negotiation).(bls.42) Hann ræðir grundvallabreytingarnar sem hafa komið í kjölfar vistmuna byltingarinnar (cognitive revolution) (1) á síðustu áratugum síðustu aldar. Hann segir að öll kerfi ráðist af einhverskonar valdi. Allir þættir sem tekið er á, valda áhættu með því að opna umræðu um núverandi stofnannavald. (42) En með því getur hann dýpkað skilning okkar á samfélagsfyrirbrigðunum. Það þarf að skoða alla...

Smekkurinn flokkar, ekki síst þann sem flokkar

Hér kemur verkefni mitt í kúrsinum Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar 61.00.02-H07. Það mátti velja úr nokkrum textabrotum og ég valdi: ,,Smekkurinn flokkar, ekki síst þann sem flokkar. Félagsverur greina sjálfa sig frá öðrum með þeim greinamun sem þær gera á fögru og ljótu, fáguðu og alþýðlegu, og láta þar með í ljós stöðu sína í hinni hlutlægu skipan.” (Almennigsálitð er ekki til,bls.41.) Að uppgötva eitthvað sem maður hefur smekk fyrir jafngildir því að uppgötva sjálfan sig.(bls.47) Hugtakið smekkur flokkar því einstaklinga niður eftir því hvers konar menningarauð og habitus þeir hafa og frá hvað vettvangi þeir koma. Þá þarf að leiða í ljós við hvaða skilyrði neytendur menningargæða og smekkur þeirra eru framleiddir. (33) Áhrif félagslegs uppruna eru sterkust í þeirri menningu sem menn tileinka sér utan skólakerfisins í og framúrstefnumenningu.(34) Menningarauðurinn sem lýtur að listum gefur listaverki merkingu og gildi fyrir þann sem býr yfir lyklinum sem það er lyklað ...