Lærdómur er fjársjóður sem fylgir eiganda sínum hvert sem hann fer.
Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra 61.00.53–H07 Kennaraháskóli Íslands Viðtalsverkefni - skýrsla Lærdómur er fjársjóður sem fylgir eiganda sínum hvert sem hann fer. Inngangur. Í þessari samantekt verður fjallað um fullorðinsfræðslu en hún á við alla fræðslu sem fullorðnir fá, hvort sem hún er innan hins formlega skólakerfis eða utan. (Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir 2001:6) en einnig er til önnur skilgreining þar sem fullorðinsfræðsla er skilgreind sem námskeið (course) eða fræðslustarfsemi í hlutastarfi og skilgreint sem fullorðinsfræðsla með þátttakendum eldri en sautján ára. (Merriam og fl. 2007:56) Í ljósi þess að heimurinn tekur sífelldum breytingum og námsframboð fyrir fullorðna er að aukast, er nauðsynlegt að skoða hvað er í gangi, og reyna að fá einhverja mynd af því sem er að gerast. Á námskeiðinu Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra þarf að taka nokkur viðtöl við fullorðna námsmenn. Allir í nemendahópnum, tóku slík viðtöl, afraksturinn eru 26 viðtöl tekin...