Lærdómur er fjársjóður sem fylgir eiganda sínum hvert sem hann fer.
Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra 61.00.53–H07
Kennaraháskóli Íslands
Viðtalsverkefni - skýrsla
Lærdómur er fjársjóður sem fylgir eiganda sínum hvert sem hann fer.
Inngangur.
Í þessari samantekt verður fjallað um fullorðinsfræðslu en hún á við alla fræðslu sem fullorðnir fá, hvort sem hún er innan hins formlega skólakerfis eða utan. (Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir 2001:6) en einnig er til önnur skilgreining þar sem fullorðinsfræðsla er skilgreind sem námskeið (course) eða fræðslustarfsemi í hlutastarfi og skilgreint sem fullorðinsfræðsla með þátttakendum eldri en sautján ára. (Merriam og fl. 2007:56)
Í ljósi þess að heimurinn tekur sífelldum breytingum og námsframboð fyrir fullorðna er að aukast, er nauðsynlegt að skoða hvað er í gangi, og reyna að fá einhverja mynd af því sem er að gerast. Á námskeiðinu Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra þarf að taka nokkur viðtöl við fullorðna námsmenn. Allir í nemendahópnum, tóku slík viðtöl, afraksturinn eru 26 viðtöl tekin af sjö nemendum. Viðmælendur voru af ýmsum toga og spanna vítt svið fullorðinsfræðslunnar. Aðferðin við að nálgast viðmælendur var að spyrjendur urðu að útvega sér þá. Niðurstöður viðtalanna eru fyrir nemendur í námskeiðinu til að fá smjörþefinn af því hvað og hvernig fullorðnir námsmenn hugsa um nám og námsvenjur, hvað þeim finnst skipta máli í símenntun þeirra og hvernig þeir takast á víð breyttar kringumstæður á heimili og vinnustað. Þá er að skoða kenningar um fullorðna námsmenn (1968) en þar er Knowls þekktastur. Hann setti fram fjögur atriði í byrjun en bætti síðar tveimur atriðum við. Fyrsta sem hann setti fram að þegar persóna þroskast fer hún frá því að vera háður persónuleiki yfir í að sjálfstæður, sem fer sínar leiðir (nr.1), í öðru lagi að sú reynsla sem sá fullorðni hefur fengið nýtist honum síðar (nr.2), í þriðja lagi fer það eftir félagslega hlutverki einstakings hversu tilbúinn hann er í að læra (nr.3), í fjórða lagi breytast tímaviðmið einstaklinga og fullorðnir læra til að nýta þekkinguna núna (nr.4), í fimmta lagi kemur áhugahvötin innanfrá en ekki utan (nr.5) og í sjötta lagi verða fullorðnir að vita hvers vegna þeir eru að læra ákveðna hluti. Einnig er skoðað hvort eitthvað hefur verið skrifað um fullorðna námsmenn sem hljómar við niðurstöður viðtalanna.
Viðtöl við fullorðna námsmenn:
Aðferð:
Viðtölin sem ég tók voru 6, allt við konur. Fimm af þeim eru starfandi við grunnskólann þar sem ég bý, í sveit úti á landi og ein í Reykjavík. Allar þekki ég en mismikið þó og tóku þær vel í að vera með í þessu verkefni. Áður en ég tók viðtölin sagði ég þeim frá því hvernig úrvinnsla viðtalanna yrði. Viðtölin fimm fóru fram í skólanum, ég og viðmælandinn bara tvær saman. Reykjavíkurviðtalið fór fram í gegnum síma. Þá lagði ég fyrir þær spurningarnar. Yfirleitt þurftu þær ekki að hugsa sig mikið um, svörin komu nánast strax. Eftir viðtölin, skráði ég niður samtalið og bað þær að lesa yfir það sem ég setti á vefinn. Nöfnum kvennanna er breytt til að hindra rekjanleika svaranna.
Niðurstöður viðtala og tengingin við fræðimennina.
Spurning eitt veitti upplýsingar um það hvað viðmælandinn er að læra. Viðmælendur mínir eru frekar einsleitur hópur að því leiti til að fimm þeirra vinna við grunnskóla og eru í námi í KHÍ, á misjöfnum stigum. Allt frá fyrstu önn í grunnnámi til þess að vera búin með 30 einingar í framhaldsdeildinni. Einn viðmælandi kemur úr annarri átt, vinnur hjá opinberu fyrirtæki í Reykjavík en er þó með B.Ed próf úr KHÍ. Þessar niðurstöður koma heim og saman við það að þeir sem sækja menntunina einblína (focus) meira á formlega menntun en áður. Hluti af skýringunni er sú að það hefur verið erfiðara að meta þátttöku í óformlegum námskeiðum. (Merriam og fl. 2007:59) Þessar konur eru allar að læra það sem tengist þeirra vinnu og stöðu í samfélaginu sem þær búa í. Þetta kemur heim og saman við það sem Knowls heldur fram um það hversu tilbúinn fullorðinn einstaklingur er að læra. (Merriam og fl. 2007: 84- nr.3)
Spurning tvö fjallaði um það hvers vegna viðkomandi settist á skólabekk. Mínir viðmælendur vildu efla sig í starfi, vildu fá grunnmenntun, bæta þekkingu og eflingu í starfi, breyta til og mennta sig meira. Þetta kemur heim og saman við það sem hefur verið rannsakað og þar segir að aðalástæðuna hvers vegna fólk fer í nám vitna flestir í hvöt tengdri vinnunni og skyldum í vinnunni. Knowls segir að þegar að einstaklingur þroskast breytist sjálfsmyndin úr því að vera háður í að verða sjálfstæður (Merriam og fl. 2007: 84- nr.1) sem þýðir að fólk fer í nám á eigin forsendum og að hvatinn kemur innan frá en ekki að utan. (Merriam og fl. 2007: 84-nr.5) Fyrsta rannsóknin var 1965 (Johnstone og Rivera), þá kom í ljós að 36% af þeim sem voru í námi voru að búa sig undir nýja vinnu og 32% til að halda í vinnuna sína. En í rannsókn (UNESCO; Valentine ) sem var gerð 1997, 22 árum síða kom í ljós að 90.6% voru í námi tengt því að ná árangri í vinnu (career- and job-realated) og 9.4% nefndu persónulegan áhuga. Sambærileg niðurstaða var hjá Aslanian árið 2001. (Merriam og fl. 2007:66) Á Íslandi er sambærileg niðurstaða en þar er ljóst að áhugi, löngun til að afla sér aukinnar þekkingar og ásetningur um að auka færni sína í núverandi starfi hefur afgerandi áhrif á ákvörðun fólks að sækja námskeið. Athyglisvert er að þættir eins og launahækkun og afþreying virðast ekki hafa haft mikil áhrif á það að fólk sótti námskeið. (Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir,1999:20)
Spurning þrjú fjallaði um hvað markmið viðmælendurnir settur sér með náminu. Þau voru misjöfn. Allar voru þær áhugasaman en tvær vildu klára byrjað nám, ein vildi standa sig vel og vera góður valkostur á vinnumarkaði, ein vildi geta notað þekkingu sína á Íslandi, tvær vildu efla sig til að geta verið með í nútímanum og geta skipt jafnvel um starfsvettvang. Þessi svör styðja það sem áður hefur verið skrifað að það fyrsta sem kemur fram er að fullorðnir námsmenn eru yfirleitt áhugasamir um nám sitt en áhuginn skilyrðist gjarnan af því gagni sem fullorðnir álíta sig hafa af náminu og af eignarhaldi þeirra á því. (Hróbjartur Árnason, 2005:14) Þetta kemur einnig heim og saman við Knowls sem segir að sýnin á tímann sé þannig hjá fullorðnum að þeir ætli að nota þekkingu sína strax og þeir gætu bætt stöðu sína. (Merriam og fl. 2007: 84-nr.4)
Spurning fjögur fjallaði um hvernig finnst þér sjálfri best að læra nýja hluti? Þarna voru svörin eins misjöfn og einstaklingarnir og hvaða viðfangefni þær voru að kljást við. Þegar ég skoða svör hinna viðmælendanna, annarra en minna er það sama upp í á teningnum. Það má þó greina að lestur bóka, gerð verkefna og lesefni á Internetinu er ofarlega í huga nokkurra. Það að viðmælendur mínir voru allar með misjafna upplifun af því að fara að takast á við nýtt nám helgast líklega af því að námsnálgun okkar mótast snemma á lífsleiðinni. Sumar venjur eiga sér erfðafræðilegar orsakir, aðrar verða til í uppeldinu. Þær hafa ótrúlega mikil áhrif á hvernig okkur gengur og lánast í skólanum. (Ingemar Svanteson, 2006:22) Engin ein nálgun er fremri annarri, þær bera aðeins vitni um hvernig þarfir einstaklingsins eru við kringumstæður sem hann á að takast á við og einbeita sér að nýjum og flóknum upplýsingum. (Ingemar Svanteson, 2006:29) En varðandi þennan þátt þá segir Knowls að reynslubankinn sem einstaklingur hefur safnað nýtist honum í nám til að tileinka sér nýja þekkingu. (Merriam og fl. 2007: 84-nr.2)
Spurning fimm fjallaði um hvað viðmælandanum þykir best í símenntun sinni. Þarna þurftu sumir viðmælendur mínir að hugsa í nokkra daga og hringdu og fengu að breyta svörunum eftir að hafa hugsað málið. Það var greinilegt á þeim að um þetta höfðu þær ekki hugsað. Einni fannst þessi spurning ekki eiga við sig, hún áleit sig ekki vera í símenntun heldur í grunnnámi til að öðlast réttindi. Hinar nefndu aukna víðsýni, læra nýja hluti, hvað viðkomandi gekk vel, góð áhrif á fjölskylduna og sjálfsmyndin styrkst. Það vekur eftirtekt að mínir viðmælendur tóku ekki fram hvað félagsskapurinn skipti þá miklu í náminu eins og aðrir viðmælendur tóku fram. En þetta lýtur kannski beint að ábyrgðakennd einstaklingsins en rík ábyrgðakennd er oft tengd sterkum hvötum og miklu úthaldi en veik tengist lítilli hvatningu og lélegu úthaldi. Þeir sem eru sveigjanlegir hvað þetta varðar sýna ábyrgðakennd sem er breytileg eftir eðli verkefnisins. Eftir því sem einstaklingi finnst að viðfangsefnið varði sig meiru þeim mun líklegra er að viðkomandi hafi ríka ábyrgðatilfinningu
og mikla aðlögunarhæfni. Þeir sem vinna verkefni sín án þess að efast hafa mikla aðlögunarhæfni og fylgja settum reglum. (Ingemar Svanteson, 2006:27)
Spurning sex fjallaði um hvað væri verst í símenntuninni. Þarna skiptust svörin í tvo hluta, annars vegar töluðu þær einungis um námið sjálft en hinar um heildina, námið og fjölskylduna og það sem því fylgir. Það sem viðmælendur mínir nefna varðandi námið er mikill munur á kröfum kennara til sjálfra sín og nemenda. Það sem þeir nefna varðandi fjölskylduna er álagið, að púsla öllu saman námi, starfi, einkalífi og foreldrahlutverki. Enginn af mínum viðmælendum nefndi fjarlægð frá skóla eins og gert var hjá örðum.
Fullorðið fólk hefur margar skyldur og í mörg horn að líta og fyrir skipuleggjendur hefur þetta fyrst og fremst þá afleiðingu að þátttakendur vilja sjá skýran tilgang með námskeiðinu, þeir vilja að þau séu vel skipulögð og markviss. ... Það er greinilegt af þessu að fullorðin manneskja sem verður að velja hvernig hún skiptir tíma sínum milli fjölda verkefna og hlutverka vill finna að hún sé að nýta tíma sinn vel. (Hróbjartur Árnason 2005:20)
Í svörum við spurningum þrjú,fimm og sex kemur í ljós að þær vita allar hvað þær vilja læra, hvernig og hvers vegna og passar það við hugmyndir Knowls (Merriam og fl. 2007: 84-nr.6)
Samantekt.
Í þessu verkefni hefur sjónum verið beint að svörunum fullorðinna námsmanna sem var gerð í stuttum viðtölum með fyrirfram gefnum spurningum. Það kom á óvart hvað mikil samsvörun var í svörum námsmannanna sjálfra annars vegar og hins vegar hvað þær pössuðu við kenningar og lesefni sem skoðað var. Þetta gerir þennan vettvang spennandi að skoða nánar og sjá hvort aðrir þætti muni passa við þær kenningar og niðurstöður rannsókna sem til eru. Einnig væri gaman að skoða hvort og þá hvaða áhrif tæknibyltingin hefur á nám fullorðinna, nýta þeir sér þau tækifæri sem bjóðast með fjarnámi og þá hvernig. En vinklarnir eru margir og gleraugun mörg og eitt er víst að nokkuð er til í kínverskum málshætti sem segir: “ Að stunda nám er eins og að róa móti straumi. Að taka ekki framförum er að berast með straumnum.” Holbæk, B og Piø, I. (1986:33) Svo mörg voru þau orð. Góðar stundir.
Heimildir:
Holbæk, B og Piø, I. (1986). Spakmæli. Málhættir frá mörgum löndum. (Gissur Ó Erlingsson,þýddi) Akranes: Hörpuútgáfan.
Hróbjartur Árnason. (2005). Hvað er svona merkilegt við það.. að vera fullorðinn? Sótt 12. október 2007 frá http://www.frae.is/files/%7B82f2a9f8-3cab-4e47-8dec-83adcf060546%7D_hvad%20er%20svona-ha.pdf
Ingemar Svanteson. (2006) Námsnálgun-nýtt sjónarhorn í heimi kennslufræðinnar. Gátt 2006. Sótt 12.október 2007 frá http://www.frae.is/files/%7B9e6c0531-0145-4682-b093-d9dde7136c0a%7D_ingemar.pdf
Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir (1999). Símenntun á Íslandi. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir (2001). Fræðsla fullorðinna á Íslandi. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
Merriam, S. B., Caffarella, R., S. og Baumgarthner, L.,M. (2007). Learning in Adulthood: A Comprehensive Guide. (3. útg.). San-Francisco: Jossey-Bass.
Kennaraháskóli Íslands
Viðtalsverkefni - skýrsla
Lærdómur er fjársjóður sem fylgir eiganda sínum hvert sem hann fer.
Inngangur.
Í þessari samantekt verður fjallað um fullorðinsfræðslu en hún á við alla fræðslu sem fullorðnir fá, hvort sem hún er innan hins formlega skólakerfis eða utan. (Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir 2001:6) en einnig er til önnur skilgreining þar sem fullorðinsfræðsla er skilgreind sem námskeið (course) eða fræðslustarfsemi í hlutastarfi og skilgreint sem fullorðinsfræðsla með þátttakendum eldri en sautján ára. (Merriam og fl. 2007:56)
Í ljósi þess að heimurinn tekur sífelldum breytingum og námsframboð fyrir fullorðna er að aukast, er nauðsynlegt að skoða hvað er í gangi, og reyna að fá einhverja mynd af því sem er að gerast. Á námskeiðinu Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra þarf að taka nokkur viðtöl við fullorðna námsmenn. Allir í nemendahópnum, tóku slík viðtöl, afraksturinn eru 26 viðtöl tekin af sjö nemendum. Viðmælendur voru af ýmsum toga og spanna vítt svið fullorðinsfræðslunnar. Aðferðin við að nálgast viðmælendur var að spyrjendur urðu að útvega sér þá. Niðurstöður viðtalanna eru fyrir nemendur í námskeiðinu til að fá smjörþefinn af því hvað og hvernig fullorðnir námsmenn hugsa um nám og námsvenjur, hvað þeim finnst skipta máli í símenntun þeirra og hvernig þeir takast á víð breyttar kringumstæður á heimili og vinnustað. Þá er að skoða kenningar um fullorðna námsmenn (1968) en þar er Knowls þekktastur. Hann setti fram fjögur atriði í byrjun en bætti síðar tveimur atriðum við. Fyrsta sem hann setti fram að þegar persóna þroskast fer hún frá því að vera háður persónuleiki yfir í að sjálfstæður, sem fer sínar leiðir (nr.1), í öðru lagi að sú reynsla sem sá fullorðni hefur fengið nýtist honum síðar (nr.2), í þriðja lagi fer það eftir félagslega hlutverki einstakings hversu tilbúinn hann er í að læra (nr.3), í fjórða lagi breytast tímaviðmið einstaklinga og fullorðnir læra til að nýta þekkinguna núna (nr.4), í fimmta lagi kemur áhugahvötin innanfrá en ekki utan (nr.5) og í sjötta lagi verða fullorðnir að vita hvers vegna þeir eru að læra ákveðna hluti. Einnig er skoðað hvort eitthvað hefur verið skrifað um fullorðna námsmenn sem hljómar við niðurstöður viðtalanna.
Viðtöl við fullorðna námsmenn:
Aðferð:
Viðtölin sem ég tók voru 6, allt við konur. Fimm af þeim eru starfandi við grunnskólann þar sem ég bý, í sveit úti á landi og ein í Reykjavík. Allar þekki ég en mismikið þó og tóku þær vel í að vera með í þessu verkefni. Áður en ég tók viðtölin sagði ég þeim frá því hvernig úrvinnsla viðtalanna yrði. Viðtölin fimm fóru fram í skólanum, ég og viðmælandinn bara tvær saman. Reykjavíkurviðtalið fór fram í gegnum síma. Þá lagði ég fyrir þær spurningarnar. Yfirleitt þurftu þær ekki að hugsa sig mikið um, svörin komu nánast strax. Eftir viðtölin, skráði ég niður samtalið og bað þær að lesa yfir það sem ég setti á vefinn. Nöfnum kvennanna er breytt til að hindra rekjanleika svaranna.
Niðurstöður viðtala og tengingin við fræðimennina.
Spurning eitt veitti upplýsingar um það hvað viðmælandinn er að læra. Viðmælendur mínir eru frekar einsleitur hópur að því leiti til að fimm þeirra vinna við grunnskóla og eru í námi í KHÍ, á misjöfnum stigum. Allt frá fyrstu önn í grunnnámi til þess að vera búin með 30 einingar í framhaldsdeildinni. Einn viðmælandi kemur úr annarri átt, vinnur hjá opinberu fyrirtæki í Reykjavík en er þó með B.Ed próf úr KHÍ. Þessar niðurstöður koma heim og saman við það að þeir sem sækja menntunina einblína (focus) meira á formlega menntun en áður. Hluti af skýringunni er sú að það hefur verið erfiðara að meta þátttöku í óformlegum námskeiðum. (Merriam og fl. 2007:59) Þessar konur eru allar að læra það sem tengist þeirra vinnu og stöðu í samfélaginu sem þær búa í. Þetta kemur heim og saman við það sem Knowls heldur fram um það hversu tilbúinn fullorðinn einstaklingur er að læra. (Merriam og fl. 2007: 84- nr.3)
Spurning tvö fjallaði um það hvers vegna viðkomandi settist á skólabekk. Mínir viðmælendur vildu efla sig í starfi, vildu fá grunnmenntun, bæta þekkingu og eflingu í starfi, breyta til og mennta sig meira. Þetta kemur heim og saman við það sem hefur verið rannsakað og þar segir að aðalástæðuna hvers vegna fólk fer í nám vitna flestir í hvöt tengdri vinnunni og skyldum í vinnunni. Knowls segir að þegar að einstaklingur þroskast breytist sjálfsmyndin úr því að vera háður í að verða sjálfstæður (Merriam og fl. 2007: 84- nr.1) sem þýðir að fólk fer í nám á eigin forsendum og að hvatinn kemur innan frá en ekki að utan. (Merriam og fl. 2007: 84-nr.5) Fyrsta rannsóknin var 1965 (Johnstone og Rivera), þá kom í ljós að 36% af þeim sem voru í námi voru að búa sig undir nýja vinnu og 32% til að halda í vinnuna sína. En í rannsókn (UNESCO; Valentine ) sem var gerð 1997, 22 árum síða kom í ljós að 90.6% voru í námi tengt því að ná árangri í vinnu (career- and job-realated) og 9.4% nefndu persónulegan áhuga. Sambærileg niðurstaða var hjá Aslanian árið 2001. (Merriam og fl. 2007:66) Á Íslandi er sambærileg niðurstaða en þar er ljóst að áhugi, löngun til að afla sér aukinnar þekkingar og ásetningur um að auka færni sína í núverandi starfi hefur afgerandi áhrif á ákvörðun fólks að sækja námskeið. Athyglisvert er að þættir eins og launahækkun og afþreying virðast ekki hafa haft mikil áhrif á það að fólk sótti námskeið. (Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir,1999:20)
Spurning þrjú fjallaði um hvað markmið viðmælendurnir settur sér með náminu. Þau voru misjöfn. Allar voru þær áhugasaman en tvær vildu klára byrjað nám, ein vildi standa sig vel og vera góður valkostur á vinnumarkaði, ein vildi geta notað þekkingu sína á Íslandi, tvær vildu efla sig til að geta verið með í nútímanum og geta skipt jafnvel um starfsvettvang. Þessi svör styðja það sem áður hefur verið skrifað að það fyrsta sem kemur fram er að fullorðnir námsmenn eru yfirleitt áhugasamir um nám sitt en áhuginn skilyrðist gjarnan af því gagni sem fullorðnir álíta sig hafa af náminu og af eignarhaldi þeirra á því. (Hróbjartur Árnason, 2005:14) Þetta kemur einnig heim og saman við Knowls sem segir að sýnin á tímann sé þannig hjá fullorðnum að þeir ætli að nota þekkingu sína strax og þeir gætu bætt stöðu sína. (Merriam og fl. 2007: 84-nr.4)
Spurning fjögur fjallaði um hvernig finnst þér sjálfri best að læra nýja hluti? Þarna voru svörin eins misjöfn og einstaklingarnir og hvaða viðfangefni þær voru að kljást við. Þegar ég skoða svör hinna viðmælendanna, annarra en minna er það sama upp í á teningnum. Það má þó greina að lestur bóka, gerð verkefna og lesefni á Internetinu er ofarlega í huga nokkurra. Það að viðmælendur mínir voru allar með misjafna upplifun af því að fara að takast á við nýtt nám helgast líklega af því að námsnálgun okkar mótast snemma á lífsleiðinni. Sumar venjur eiga sér erfðafræðilegar orsakir, aðrar verða til í uppeldinu. Þær hafa ótrúlega mikil áhrif á hvernig okkur gengur og lánast í skólanum. (Ingemar Svanteson, 2006:22) Engin ein nálgun er fremri annarri, þær bera aðeins vitni um hvernig þarfir einstaklingsins eru við kringumstæður sem hann á að takast á við og einbeita sér að nýjum og flóknum upplýsingum. (Ingemar Svanteson, 2006:29) En varðandi þennan þátt þá segir Knowls að reynslubankinn sem einstaklingur hefur safnað nýtist honum í nám til að tileinka sér nýja þekkingu. (Merriam og fl. 2007: 84-nr.2)
Spurning fimm fjallaði um hvað viðmælandanum þykir best í símenntun sinni. Þarna þurftu sumir viðmælendur mínir að hugsa í nokkra daga og hringdu og fengu að breyta svörunum eftir að hafa hugsað málið. Það var greinilegt á þeim að um þetta höfðu þær ekki hugsað. Einni fannst þessi spurning ekki eiga við sig, hún áleit sig ekki vera í símenntun heldur í grunnnámi til að öðlast réttindi. Hinar nefndu aukna víðsýni, læra nýja hluti, hvað viðkomandi gekk vel, góð áhrif á fjölskylduna og sjálfsmyndin styrkst. Það vekur eftirtekt að mínir viðmælendur tóku ekki fram hvað félagsskapurinn skipti þá miklu í náminu eins og aðrir viðmælendur tóku fram. En þetta lýtur kannski beint að ábyrgðakennd einstaklingsins en rík ábyrgðakennd er oft tengd sterkum hvötum og miklu úthaldi en veik tengist lítilli hvatningu og lélegu úthaldi. Þeir sem eru sveigjanlegir hvað þetta varðar sýna ábyrgðakennd sem er breytileg eftir eðli verkefnisins. Eftir því sem einstaklingi finnst að viðfangsefnið varði sig meiru þeim mun líklegra er að viðkomandi hafi ríka ábyrgðatilfinningu
og mikla aðlögunarhæfni. Þeir sem vinna verkefni sín án þess að efast hafa mikla aðlögunarhæfni og fylgja settum reglum. (Ingemar Svanteson, 2006:27)
Spurning sex fjallaði um hvað væri verst í símenntuninni. Þarna skiptust svörin í tvo hluta, annars vegar töluðu þær einungis um námið sjálft en hinar um heildina, námið og fjölskylduna og það sem því fylgir. Það sem viðmælendur mínir nefna varðandi námið er mikill munur á kröfum kennara til sjálfra sín og nemenda. Það sem þeir nefna varðandi fjölskylduna er álagið, að púsla öllu saman námi, starfi, einkalífi og foreldrahlutverki. Enginn af mínum viðmælendum nefndi fjarlægð frá skóla eins og gert var hjá örðum.
Fullorðið fólk hefur margar skyldur og í mörg horn að líta og fyrir skipuleggjendur hefur þetta fyrst og fremst þá afleiðingu að þátttakendur vilja sjá skýran tilgang með námskeiðinu, þeir vilja að þau séu vel skipulögð og markviss. ... Það er greinilegt af þessu að fullorðin manneskja sem verður að velja hvernig hún skiptir tíma sínum milli fjölda verkefna og hlutverka vill finna að hún sé að nýta tíma sinn vel. (Hróbjartur Árnason 2005:20)
Í svörum við spurningum þrjú,fimm og sex kemur í ljós að þær vita allar hvað þær vilja læra, hvernig og hvers vegna og passar það við hugmyndir Knowls (Merriam og fl. 2007: 84-nr.6)
Samantekt.
Í þessu verkefni hefur sjónum verið beint að svörunum fullorðinna námsmanna sem var gerð í stuttum viðtölum með fyrirfram gefnum spurningum. Það kom á óvart hvað mikil samsvörun var í svörum námsmannanna sjálfra annars vegar og hins vegar hvað þær pössuðu við kenningar og lesefni sem skoðað var. Þetta gerir þennan vettvang spennandi að skoða nánar og sjá hvort aðrir þætti muni passa við þær kenningar og niðurstöður rannsókna sem til eru. Einnig væri gaman að skoða hvort og þá hvaða áhrif tæknibyltingin hefur á nám fullorðinna, nýta þeir sér þau tækifæri sem bjóðast með fjarnámi og þá hvernig. En vinklarnir eru margir og gleraugun mörg og eitt er víst að nokkuð er til í kínverskum málshætti sem segir: “ Að stunda nám er eins og að róa móti straumi. Að taka ekki framförum er að berast með straumnum.” Holbæk, B og Piø, I. (1986:33) Svo mörg voru þau orð. Góðar stundir.
Heimildir:
Holbæk, B og Piø, I. (1986). Spakmæli. Málhættir frá mörgum löndum. (Gissur Ó Erlingsson,þýddi) Akranes: Hörpuútgáfan.
Hróbjartur Árnason. (2005). Hvað er svona merkilegt við það.. að vera fullorðinn? Sótt 12. október 2007 frá http://www.frae.is/files/%7B82f2a9f8-3cab-4e47-8dec-83adcf060546%7D_hvad%20er%20svona-ha.pdf
Ingemar Svanteson. (2006) Námsnálgun-nýtt sjónarhorn í heimi kennslufræðinnar. Gátt 2006. Sótt 12.október 2007 frá http://www.frae.is/files/%7B9e6c0531-0145-4682-b093-d9dde7136c0a%7D_ingemar.pdf
Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir (1999). Símenntun á Íslandi. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir (2001). Fræðsla fullorðinna á Íslandi. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
Merriam, S. B., Caffarella, R., S. og Baumgarthner, L.,M. (2007). Learning in Adulthood: A Comprehensive Guide. (3. útg.). San-Francisco: Jossey-Bass.
Ummæli