,,Grundvallar forsenda menningarhyggjunnar er að menntun sé ekki eyland heldur hluti af meginlandi menningarinnar.”
Þetta er verkefni númer tvö í kúrsinum Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar
61.00.02-H07 Þar valdi ég að skrifa út frá Bruner:
,,Grundvallar forsenda menningarhyggjunnar er að menntun sé ekki eyland heldur hluti af meginlandi menningarinnar.” (Bruner, Culture, Mind, and Education, bls.11)
Í greininni Menning,hugur og menntun fer Bruner víða. Hann reynir að ýta áfram anda sjónarhóls menningarsálfræðinnar (cultural-psychological) út frá sjónarhóli menntunnar. Hann leggur áherslu á kraft vitundarinnar, speglunina (reflection), breidd orðræðunnar (dialogue) og samningagerð (negotiation).(bls.42) Hann ræðir grundvallabreytingarnar sem hafa komið í kjölfar vistmuna byltingarinnar (cognitive revolution) (1) á síðustu áratugum síðustu aldar. Hann segir að öll kerfi ráðist af einhverskonar valdi. Allir þættir sem tekið er á, valda áhættu með því að opna umræðu um núverandi stofnannavald. (42) En með því getur hann dýpkað skilning okkar á samfélagsfyrirbrigðunum. Það þarf að skoða alla þætti samfélagsins, samfélagsgerðina og habitus mannsins, uppruna hans og menntun. Hann veltir fyrir sér hvernig nám á sér stað, nám á sér ekki bara stað í skólastofnunum heldur allstaðar í kringum okkur. Menn afla sér reynslu, þá er frekar spurt um hæfni en ekki próf. Það eru tvö megin sjónarmið ríkjandi um líkan hugans (model of mind)
Menningarhyggjan (culturalism) einbeitir sér eingögnu að því hvernig tilvera mannsins í menningarsamfélögum býr til og umbreytir merkingunni. (4) Síðan er tölvuhyggjan (computationalism) sýnir fram á hvernig afurðin (hér þekkingin, námið) kemur fyrirsjánlega kerfisbundið út. (5) Bruner sýnir fram á 3 nálganir á tölvuhyggju. (10) ,endurtekningu og aðferð sem sýnir hvað kemur út úr því þegar vandamál leysist (9) og hvernig taka á inn þekkingu í samspili við óhlutbundnar tölvuhyggjuhugmyndir t.d túlkun (11) . Í ljósi þessa alls setur hann fram kenningar sem leiðbeina menningarsálfræðinni sem nálgun að menntun.(13) Kenningarnar eru níu, þar veltir hann upp atriðum sem hafa áhrif á hvernig nám og kennsla eru hugsuð. Þessar kenningar auðvelda þeim sem eru að hugsa um nám og kennslu að tala út frá sama/sams konar grunni og velta fyrir sér hvort þetta hentar því samfélagi og menningu sem unnið er í. En ekkert er menningarsnautt (culture free) og einstaklingar eru einfaldir speglar á sinni eigin menningu (14). Það er víxlverkun þarna á milli,sem bæði gefa samfélaginu endurkast á hugsanir einstaklingsins og gefa honum ófyrirsjáanlegan kraft á hverskyns menningarlega leið lífsins, hugsanir og tilfinningar. (14) Einnig hjálpa nemendur hver öðrum að læra í samræmi við hæfileika (ability) hvers og eins. (21) Þannig er menntun er aldrei hlutlaus (25) þegar litið er á hagnýtinguna af menntun fyrir samfélagið. En kínverskur málháttur segir um lærdóm og þekkingu: ,,Lærdómur án hugsunar er fánýtur. Hugsun án lærdóms er hættuleg.” Kannski er þetta kjarni málsins?
Heimild:
Bruner, J. (1996) Culture, mind, and Education. The culture of Education. Cambridge: Harvard University Press
61.00.02-H07 Þar valdi ég að skrifa út frá Bruner:
,,Grundvallar forsenda menningarhyggjunnar er að menntun sé ekki eyland heldur hluti af meginlandi menningarinnar.” (Bruner, Culture, Mind, and Education, bls.11)
Í greininni Menning,hugur og menntun fer Bruner víða. Hann reynir að ýta áfram anda sjónarhóls menningarsálfræðinnar (cultural-psychological) út frá sjónarhóli menntunnar. Hann leggur áherslu á kraft vitundarinnar, speglunina (reflection), breidd orðræðunnar (dialogue) og samningagerð (negotiation).(bls.42) Hann ræðir grundvallabreytingarnar sem hafa komið í kjölfar vistmuna byltingarinnar (cognitive revolution) (1) á síðustu áratugum síðustu aldar. Hann segir að öll kerfi ráðist af einhverskonar valdi. Allir þættir sem tekið er á, valda áhættu með því að opna umræðu um núverandi stofnannavald. (42) En með því getur hann dýpkað skilning okkar á samfélagsfyrirbrigðunum. Það þarf að skoða alla þætti samfélagsins, samfélagsgerðina og habitus mannsins, uppruna hans og menntun. Hann veltir fyrir sér hvernig nám á sér stað, nám á sér ekki bara stað í skólastofnunum heldur allstaðar í kringum okkur. Menn afla sér reynslu, þá er frekar spurt um hæfni en ekki próf. Það eru tvö megin sjónarmið ríkjandi um líkan hugans (model of mind)
Menningarhyggjan (culturalism) einbeitir sér eingögnu að því hvernig tilvera mannsins í menningarsamfélögum býr til og umbreytir merkingunni. (4) Síðan er tölvuhyggjan (computationalism) sýnir fram á hvernig afurðin (hér þekkingin, námið) kemur fyrirsjánlega kerfisbundið út. (5) Bruner sýnir fram á 3 nálganir á tölvuhyggju. (10) ,endurtekningu og aðferð sem sýnir hvað kemur út úr því þegar vandamál leysist (9) og hvernig taka á inn þekkingu í samspili við óhlutbundnar tölvuhyggjuhugmyndir t.d túlkun (11) . Í ljósi þessa alls setur hann fram kenningar sem leiðbeina menningarsálfræðinni sem nálgun að menntun.(13) Kenningarnar eru níu, þar veltir hann upp atriðum sem hafa áhrif á hvernig nám og kennsla eru hugsuð. Þessar kenningar auðvelda þeim sem eru að hugsa um nám og kennslu að tala út frá sama/sams konar grunni og velta fyrir sér hvort þetta hentar því samfélagi og menningu sem unnið er í. En ekkert er menningarsnautt (culture free) og einstaklingar eru einfaldir speglar á sinni eigin menningu (14). Það er víxlverkun þarna á milli,sem bæði gefa samfélaginu endurkast á hugsanir einstaklingsins og gefa honum ófyrirsjáanlegan kraft á hverskyns menningarlega leið lífsins, hugsanir og tilfinningar. (14) Einnig hjálpa nemendur hver öðrum að læra í samræmi við hæfileika (ability) hvers og eins. (21) Þannig er menntun er aldrei hlutlaus (25) þegar litið er á hagnýtinguna af menntun fyrir samfélagið. En kínverskur málháttur segir um lærdóm og þekkingu: ,,Lærdómur án hugsunar er fánýtur. Hugsun án lærdóms er hættuleg.” Kannski er þetta kjarni málsins?
Heimild:
Bruner, J. (1996) Culture, mind, and Education. The culture of Education. Cambridge: Harvard University Press
Ummæli