Hugmyndir Rawls um félagslega samvinnu og fleira.

Verkefni númer þrjú í kúrsinum Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar
61.00.02-H07 var út frá hugmyndum Rawls:

“Grundvallarhugmugmyndin í þessari nálgun við réttlæti er hugmyndin um þjóðfélag sem sanngjarnt kerfi félagslegrar samvinnu frá einni kynslóð til annarrar. (kenning um réttlæti, 1.4.). Þessi hugmynd er miðlæg tilraun okkar til að þróa hugmynd um póltískt réttlæti fyrir lýðræðisríki.”

Í greininni Grundvallarhugmyndir (Fundamental ideas) ræðir Rawls um fimm grundvallarhugmyndir (bls. 24) sem eru nátengdar, þar sem hann á við er að:
1) þjóðfélagið sem sanngjarnt kerfi af samvinnu
2) hugmyndin um vel skipulagt þjóðfélag
3) hugmyndin um undirstöðu (bacic) formgerð (structure) slíks þjóðfélags,
4) hugmyndin um frumstöðu (orginal position)
5) hugmyndin um borgarana, þessa sem er upptekinn (engaged) í samvinnunni sem frjáls og jafn þegn.

En Rawls talar einnig um að það þurfi að skilgreina þessi hugtök eins og vel skipulagt samfélag, undirstöðuformgerð o.s.frv. Til þess að allir hafi sömu túlkun af hugtakinu. Gert ráð fyrir því að borgarar í lýðræðisþjóðfélagi hafi a.m.k. skilyrðislausan skilning á þessum hugmyndum sem sést í hversdagsumræðu um merkingu og undirstöðu af þingbundnum rétti og frelsi.(5) Hefðir eru á því hvernig á að túlka stjórnarskrár og grundvallarlög.(5) Þannig tengjast hugmyndir borgaranna samvinnunni sem frjálsar og jafnar persónur og hugmyndin um vel skipulagt þjóðfélag, það er þjóðfélag sem er í raun stjórnað (reglulared) af hugmyndum almennings um réttlæti. En í réttlætinu er það spurningin um hvað er réttlátt eða sanngjarnt þegar gæðum, veðmætum er skipt á milli þegnanna. En með samvinnu og samræðu má skipuleggja hugmyndirnar um skiptingu verðmætanna.
En þegar að hugmyndirnar eru skipulagðar metur Rawls félagslega samvinnu þannig:
1. Félagsleg samvinna er þar sem þekktar eru almennar reglur og starfshættir,
2. Samvinnan er samþykkt með sanngjörnum skilmálum, þar sem hver þáttakandi er sáttur,
3. Gildi, skynsemi og kostir viðkomadi einstaklings eru höfð í fyrirrúmi. (6)
Mörg samfélög (community) eru innan hvers lýðræðisríkis (democratic society) og reyna að vera félagslegur heimur (social world) og reyna sannarlega að halda þar sem fjölbreytni getur blómstrað í vináttu og samkomulagi.(21) En hvenær eru þegnarnir frjálsir? Ef þeir hugsa um sjálfa sig og hafa hæfni til að endurskoða og breyta samsetningu hugmynda sem hljómar við skynsamlegan grunn og þegar þeir hafa löngun til að breyta.(21) Þegar það gerist þá lendum víð í vandræðum því mörg af okkar stærstu alvarlegu átökum (conflicts) eru átökin við okkur sjálf. (30)
Rawls gengur út frá því hér að samfélagið sé samvinnuvettvangur borgaranna og veltir fyrir hvernig er best að byggja upp þjóðfélag og þróa pólitískt hugtak um réttlæti fyrir lýðræðisríki. Gildið sem slík umræða hefur fyrir okkur sem búum í lýðræðis þjóðfélögum er einkum sú að við getum byggt samræður okkar út frá hugmyndum kenningasmiðanna og miðum einnig við hefðir í þjóðfélaginu.

Heimild:
Rawls, J. (án árs) Fundamental Ideas. Justice as Fairness. Kelly. E (ritst.) Cambridge: Harvard university press.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky