Smekkurinn flokkar, ekki síst þann sem flokkar

Hér kemur verkefni mitt í kúrsinum Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar
61.00.02-H07. Það mátti velja úr nokkrum textabrotum og ég valdi:

,,Smekkurinn flokkar, ekki síst þann sem flokkar. Félagsverur greina sjálfa sig frá öðrum með þeim greinamun sem þær gera á fögru og ljótu, fáguðu og alþýðlegu, og láta þar með í ljós stöðu sína í hinni hlutlægu skipan.”
(Almennigsálitð er ekki til,bls.41.)


Að uppgötva eitthvað sem maður hefur smekk fyrir jafngildir því að uppgötva sjálfan sig.(bls.47) Hugtakið smekkur flokkar því einstaklinga niður eftir því hvers konar menningarauð og habitus þeir hafa og frá hvað vettvangi þeir koma. Þá þarf að leiða í ljós við hvaða skilyrði neytendur menningargæða og smekkur þeirra eru framleiddir. (33) Áhrif félagslegs uppruna eru sterkust í þeirri menningu sem menn tileinka sér utan skólakerfisins í og framúrstefnumenningu.(34) Menningarauðurinn sem lýtur að listum gefur listaverki merkingu og gildi fyrir þann sem býr yfir lyklinum sem það er lyklað í.(35) Áhorfanda sem hefur ekki lykilinn að verkinu ,,skilur” ekki verkið, hann hefur ekki lært að tileinka sér rétta afstöðu, segir Bourdieu. Viðkomandi getur því ekki túlkað verkið vegna þess að hann getur ekki beitt uppsafnaðri þekkingu, menningarfærninni.(36)
Smekkur er gjarnan álitinn vera alfarið einstaklingsbundið fyrirbæri. Bourdieu sýnir hins vegar að hann er að miklu leyti félagslega mótaður og endurspeglar þjóðfélagsstöðu viðkomandi.(44) En smekkur er samansafn ákvarðana sem tiltekinn einstaklingur tekur, er því afrakstur þess að hlutgerður smekkur listamannsins og smekkur neytandans mætast.(48) Smekkur verður til þegar neytandinn stendur frammi fyrir áður raungerðum smekk og kynnist sjálfum sér með því að bera kennsl á sig í hlutunum sem eru hlutgerður smekkur annarra.(51) Aukin menntun eykur eftirspurnna, bæði að magni og gæðum, það gerir það að verkum að sívaxandi fjöldi fólks bætist í kapphlaupið um að tileinka sér menningargæði.(55) Varan hefur tilhneigingu til að glata fágæti sínu og þar með aðgreiningargildi eftir því sem neytendum fjölgar, sem bæði vilja tileinka sér hana og eru færir um það. Verði vara almenningseign rýrnar aðgreiningargildi hennar.(55) Vörur sem áður voru forréttindi fámenns hóps verða þannig hversdagslegar.(56) Það fínasta af öllu fínu getur síðan verið fólgið í því að leika sér að eldinum, tengja saman sjaldgæfan og torskilinn smekk við alþýðuverk og búa til nýtt. (57) Af þessu verða til endurteknar hringrásir.(58) Afleiðingin er sú að þegar fólk mætir listaverki verður sú upplifun oft töfrum líkust. (59) Þegar búið er að brjóta niður hefðir kemur tómarúm og þá hægir á hringrásinni meðan að samfélagið áttar sig á hvað er að gerast. Þegar að samfélagið er í örri breytingu tekur habitusinn líka breytingum og getur þá breytt gildum í samfélaginu. Þá er spurningin hvernig unnið er úr skilaboðum samfélagsins, þá þarf hver og einn að skoða sjálfan sig og finna hvar smekkur hans liggur. Og þá erum við komin að upphafinu og ínní hringrásina að uppgötva eitthvað sem maður hefur smekk fyrir.


Heimild:
Bourdieu, P. Aðgreining, félagleg gagnrýni smekkvísinnar. Bls.33 Davíð Kritsjánsson (ritstj.) 2007. Almennings álitið er ekki til. Reykjavík: Omdúrman Reykjavíkur Akademian.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky