Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019
Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu,
30.04.2019 – 05.05. 2019
Starfsfólk Bláskógaskóla Reykholti, ásamt nokrum mökum starfsmanna fór
í námsferð til Bolzano á Ítalíu vorið 2019. Eftir nokkurn undirbúning var lagt
af stað frá Reykholti 30. apríl til Keflavíkur þar sem var gist á Base
hotel. Flug var snemma morguns og tók flugið til Munchen um 4 klst. Þegar
þangað kom tók á móti okkur Jóna Fanney Svavarsdóttir
frá Eldhúsferðum .
Frá Munchen var keyrt beint til Bolzano í Suður – Týrol (rúmir 4 tímar) og
farið á hótel
Feicher sem er í miðbæ Bolzano. Afar huggulegt hótel og gott að vera þar.
Þá fórum við út að borða á þjóðlegum Suður- Týrólskum stað. Þessi ferðadagur
var ansi langur í klukkustundum talið (17 klst) en afar góð stemmning í hópnum.
1.maí
- miðvikudagur
Þessi dagur var ,,frídagur“,
þ.e.a.s – ekki vinnudagur sem slíkur en nánast allir ákváðu að fara í
skemmtilega fjallaferð með kláfi frá Bolzano til Soprabolzano. Kláfurinn var vígður 23. maí 2009 og
er því nýr og þægilegur í alla staði. Farin var um 4.6 km löng leið
með kláfnum og hækkun í landslagi er 950 m. Mesti hraði var um 25
km á klst. Ferðin með kláfnum tók 12 mínútur. Úr kláfnum sjást víðfeðmar vín- og eplaekrur,leirpíramídarnir sem eru á náttúruminjaskrá UNESCO. Í Soprabolzano heimsóttum við 600 ára gamlan sveitabæ, Plattner, sem er mjög sérstakur og hefur haldið til haga sögu staðarins og byggingin er lítið breytt en þó hefur verið byggt við hana í tímans rás. Þessi sveitabær veitti góða innsýn í bændasamfélagið sem menning Suður-Týról er sprottin upp úr. Bæði fararstjórinn og móttökustjórinn á sveitabænum voru hafsjór af fróðleik og þarna fengum við einnig mannkynsöguna einkum frá seinni heimstyrjöldinni til okkar daga á þessu svæði. Við fegnum sögur og frásagnir frá fólki sem hafði upplifað sjálft það sem gerðist. Þetta á eftir að nýtast okkur í samfélagsfræðikennslunni í framtíðinni.
er því nýr og þægilegur í alla staði. Farin var um 4.6 km löng leið
með kláfnum og hækkun í landslagi er 950 m. Mesti hraði var um 25
km á klst. Ferðin með kláfnum tók 12 mínútur. Úr kláfnum sjást víðfeðmar vín- og eplaekrur,leirpíramídarnir sem eru á náttúruminjaskrá UNESCO. Í Soprabolzano heimsóttum við 600 ára gamlan sveitabæ, Plattner, sem er mjög sérstakur og hefur haldið til haga sögu staðarins og byggingin er lítið breytt en þó hefur verið byggt við hana í tímans rás. Þessi sveitabær veitti góða innsýn í bændasamfélagið sem menning Suður-Týról er sprottin upp úr. Bæði fararstjórinn og móttökustjórinn á sveitabænum voru hafsjór af fróðleik og þarna fengum við einnig mannkynsöguna einkum frá seinni heimstyrjöldinni til okkar daga á þessu svæði. Við fegnum sögur og frásagnir frá fólki sem hafði upplifað sjálft það sem gerðist. Þetta á eftir að nýtast okkur í samfélagsfræðikennslunni í framtíðinni.
Á þessum sveitabæ er einnig Plattnerhofsafnið sem segir sögu
systra sem bjuggu á sveitabænum fyrr á tímum og eru eigur þeirra varðveittar og
til sýnis þar. Þarna er einnig býflugnarækt og fegnum við frábæran fyrirlestur
um slíka ræktun og hvernig afurðirnar eru unnar. Þau framleiða margar tegundir
af hunagni þ.e.a.s hunang með mismunandi bragði (20 tegundir) eftir því hvar
búin eru staðsett. Þá búa þau einnig til sápur, sjampó, krem og annað sem hægt
er að framleiða úr
býflugnabúunum.
Frá sveitabænum var síðan farið til þorpsins Collalbo/Klobenstein með lest. Lestin var lítil og skemmtileg sveitalest á einu spori sem hlykkjaðist um sveitirnar. Þorpið Collalbo er á hásléttunni Renon, þar búa um 7.000
manns með landbúnað og ferðaþjónustu sem aðalviðurværi. Útsýnið er stórkostlegt og hæstu fjöllin sem sjást eru í rúmlega 3000m hæð.
Eftir kaffistopp á Póst-kaffihúsinu, Post
Stuben, við lestarstöðina var haldið niður til
Bolzano og restin af deginum eytt þar, gengið um bæinn. Ekki voru margar búðir
opnar þar sem þetta er dagur verkalýðsins og nánast allt lokað. Margir fóru
síðan út að borða á Walter´s
2.maí - fimmtudagur
Þennan dag voru
skólaheimskóknir til Bressanone. Farið var af stað frá hótelinu
rétt fyrir kl. 8 og farið í heimsókn í Montessori-skólann í Bressanone sem er
um klst akstur frá Bolzano.
Skólatefna þessa skóla
fylgir hugmyndafræði
Maríu Montessori. Hún fæddist í Chiaravelle nálægt
Ancona á Ítalíu 31. ágúst 1870 og dó í Noordwijk í Hollandi 6. maí 1952. Hún
varð fyrst ítalskra kvenna til þess að ljúka prófi í læknisfræði frá háskólanum
í Róm, árið 1896, og starfaði að því loknu með þroskahömluðum börnum á San
Giovanni-sjúkrahúsinu þar í borg. Þar skilgreindi hún, fyrst manna,
þroskahömlun sem uppeldislegt viðfangsefni í stað þess að telja hana
læknisfræðilegt vandamál eins og venjan bauð.
Í kenningum sínum lýsir
Montessori menntun
og skynjun sem órjúfanlegri
heild. Hún taldi næm skynfæri forsendu náms og lagði mikla áherslu á
menntun skilningarvitanna (e. education of
the senses). Rannsóknaraðferðir hennar áttu rætur í tilraunasálfræði en rannsóknir
fóru fram í skólastofum þar sem kennarar fylgdust með og skráðu athafnir barna
í þeim tilgangi að öðlast þekkingu á námsleiðum
hvers barns fyrir sig. Beitt var nákvæmum athugunum og skráningum á þroska,
atferli og námsferli en niðurstöðurnar sýndu að börn hafa innbyggða þörf til að
læra með því að framkvæma sjálf og á grundvelli þeirra setti Montessori fyrst
manna fram tilgátur og kenningar um næmiskeið barna.
Niðurstöður mælinga
hennar sýndu fjögur þroskaskeið (Montessori, 1967) sem skarast og dreifast frá
0-18 ára en skeiðin einkennast af:
I. næmi
fyrir tungumálum, smáatriðum í skipan hluta og fyrirbæra
og samskiptum
II. hvöt
til að beita skynsemi, byggja upp siðferði,
þróa félagatengsl og þörf fyrir að ná valdi á röksemdum og ímyndum
III. ójafnvægi, líffræðilegum breytingum og kynþroska, skynjun á réttlæti og persónulegri sómakennd
IV. þörf
fyrir sjálfstæði og löngun til skilja menningu, standa á eigin fótum og vinna fyrir
sér.
Montessori þróaði leikföng með innbyggðum þrautum sem
reyndu á skynfæri og hugsun og hentuðu mismunandi næmiskeiðum. Leikföngin eru
þannig úr garði gerð að börn leysa þrautirnar á eigin forsendum án samkeppni
við önnur börn, en það taldi Montessori að kæmi í veg fyrir
vanmáttartilfinningu hjá börnunum. Montessori taldi mikilvægt að fága skynjun og
smekk barnanna og því voru öll leikföng og kennslutæki í Casa dei
bambini úr
vönduðum efnivið og húsgögn sérhönnuð í hæð barna. Á borðum var vandað
postulín, listaverk prýddu veggi og húsakynni og garðar voru fagurlega
hannaðir.
Þegar við komum í skólann í Bressanone tók
aðstoðarskólastjórinn á móti okkur og bauð okkur velkomin. Hún skipti okkur í
hópa eftir því hvaða kennslugreinar við kenndum og höfðum áhuga á að skoða. Ég
fór í bekk með 22 nemendum þar sem þeir voru að vinna í stærðfræði, landafræði
og þýsku. Stofan var mjög vel skipulögð, ekki mikið af dóti en námsgögn sem
nemendur þurftu að nota voru vel merkt og í röð og reglu. Það var
eftirtektarvert hvað nemendur voru einbeittir í vinnu og mikill vinnufriður.
Einnig fannst mér gott kerfi á því hvernig nemendur létu kennarann vita – þeir
fóru upp á töflu og skrifuðu niður nafnið sitt og kennarinn aðstoðaði þau í
þeirri röð. Það var einnig eftirtektarvert að þessi 22 nemendur höfðu tvær
samliggjandi stofur – sem var opið á milli til að vinna í. Nóg pláss fyrir alla
og húsgögnin pössuðu hverjum nemanda þar sem hægt var að stilla bæði borð og
stóla.
Kennarinn var með mjög gott skipulag og skráningu á
því sem nemendur voru að vinna. Hver og einn nemandi vann á eigin hraða í
verkefnunum en samt voru tímamörk á skilum á verkefnunum. Ef í bekknum er
nemandi með sér þarfir þá annað hvort kemur aðstoðarkennari inn eða færri
nemendum er raðað saman í bekk. Í þessum skóla sagði kennarinn mér að mikið
væri af munnlegum prófum og varð ég vitni af því að kennarinn og nemandinn fóru
fram á gang þar sem nemandinn þreytti prófið. Hann var búinn að tilkynna
kennaranum það inni í bekk fyrr í tímanum að hann væri tilbúinn til að taka
prófið. Það gerði hann með því að skrá nafnið sitt á töfluna.
Mér fannst merkilegt að sjá nemendur vinna með
blekpenna af gömlugerðinni og sjá þau skrifa stærðfræðidæmi með slíkum penna í
bókina sína. En nemendur notuðu reiknivél til að auðvelda sér vinnuna. Það
vakti einnig athygli mína hvað öll nemendavinna var vönduð á pappírnum, bæði
uppsetning verkefna sem og frágangur þeirra.
Ég var einnig hrifin af því í þessum skóla hvað
nemendur höfðu gott rými á göngum, það var rúmt fatahengi fyrir nemendur ásamt
skóhillum fyrir framan hverja stofu, einnig voru skápar á göngum. Þá var afar
eftirtektarvert hvað umgegni var góð í skólanum. Þar sem við komum að skólanum
var skólalóðin lítil og engin leiktæki á henni er ég reikna með að hin
raunverulega skólalóð hafi verið við annan inn/útgang en við fórum inn á.
Þegar tíminn var búinn löbbuðum við aðeins um skólann
og ég var mjög hrifin af því hvað það var mikið af lifandi pottablómum um allt.
Í skólanum var einnig bókasafn fyrir nemendur en einnig sérbókasafn fyrir
starfsfólk. Starfsfólkið hafði nokkuð gott vinnurými en tölvukostur fyrir þá a.m.k
það sem ég sá var af afskaplega skornum skammti.
Í lokinn funduðum við með skólastjóranum frú Elísabeth
Flöss, þar sem allur hópurinn spjallaði um skólann og skólamál á Ítalíu. Þar
kom margt gagnlegt fram og t.d. eiga Ítalir við það að glíma sama og að mínu
mati íslenska skólakerfið að með hverjum nýjum menntamálaráðherra koma nýjar
áherslur og samfella í þróun skólastarfs höktir þess vegna en framþróunin er
ekki línuleg. Þá kom einnig fram að nemendur í þessum skóla koma frá svæðinu í
kring, ekki bara úr þorpinu og þurfa að taka bæði strætisvanga og lestir í
skólann.
Næsti áfangastaður var Kloster Neustift (Novacella). Við byrjuðum
á að fá okkur hádegisverð á veitingastað í klaustrinu, rétt sem heitir Bretteljause.
Hann saman stendur af ostum og pylsum og brauðmeti að hætti heimamanna.
Eftir hádegi heimsóttum víð síðan drengjaskóla sem er
í klaustrinu, Schűlerheim.
Klaustrið og stofnanir þess var ein samfelld bygging og erfitt fyrir ókunnuga
að greina á milli hvað tilheyrði skólanum og hvað tilheyrði safninu, kirkjunni
og öðrum stofnunum klaustursins. Skólinn er heimavistarskóli (Schűlerheim) og
þar eru nemendur í miðskóla (mittelschule) eða á aldrinum 11- 14 ára. Í
skólanum voru um 90 nemendur, þetta árið, sem er svipuð skólastærð og hjá okkur
í Bláskógaskóla Reykholti.
Menntun ungs fólks hefur verið einn af fremstu markmiðum Novacella Augustinian Canons frá stofnun þess árið 1142. Skólinn er einkaskóli með styrk frá ríkinu og vinnur í samvinnu við skólana í kring. Stúdentsprófið í núverandi formi hefur verið til frá árinu 1971 fyrir miðskólanemendur (aldur 11 til 14 ára) með samvinnu við útibú opinberra miðskólann byggðan á kenningum "Oswald von Wolkenstein". Þá eru eining nemendur í skólanum sem eru á framhaldsskólastigi (oberschűler) en þeir sækja námið fjölmörgum skólum í Bressanone en búa í Schűlerheim.
Einkunnar orð skólans eru:
Undir sama þaki : lærum, lifum, vöxum og njótum frítímans.
Í skólanum er lögð mikil áhersla á gott aðgengi
nemenda að námsgögnum og góðum aðbúnaði. Undanfarið hafa kennslustofur verið
endurnýjaðar frá grunni með hönnuðum, þar sem hljóðvist, lýsing, húsgögn og
annar búnaður spilar saman þannig að þægindin eru í fyrirrúmi. Allir nemendur
hafa aðgang að spjaldtölvum og gagnvirkartöflur eru í skólanum. Skólastjórinn
sagði okkur að það væri nokkuð lagt upp úr hópavinnu þannig voru t.d.
skólaborðin í stofurnar valdar með því tilliti. Skólinn státar sig líka af
góðri aðstöðu til smíðakennslu sem og tónlistarskólastofu með flygli. Þegar við
komum við í stofunni var nemandi að æfa sig (eftir skóla) og spilaði aðeins
fyrir okkur. Því miður voru nemendur búnir í skólanum þegar við komum en hittum
þó á nemendur sem voru í heimanámi í opnurými þar sem við löbbuðum framhjá. Það
var greinilegt að fótboltaáhugi ríkti í hópnum og það fór svo að Lára Bergljót
stjórnaði ,,húinu“ sem við gerðum með þeim og vakti það mikila kátínu.
Hvað námsmarkmið varðar þá starfar skólinn sem
einkaskóli að hálfu en opinberskóli að hálfu. Það þýðir að þau fara alfarið
eftir aðalnámskrá frá ríkinu. Skólinn er í samvinnu við aðra skóla í
nágrenninu. Ekki fórum við mikið í þessa umræðu, né kynningu eins og ég fékk í
Montessori skólanum.
Undir einkunnarorðum skólans, njótum frítímans
þá er boðið upp á t.d. alls konar íþróttir, boltaleiki og sundlaugaferðir. Þá
er farið í ferðir eins og leikhús, fjallagönguferðir og fleira.
Skólastjórnendur leggja mikla áherslu á að nemendum
líði vel í skólanum og hafa undanfarið verið að endurnýja heimavist nemenda. Í
hverju herbergi eru nokkrir nemendur saman og er herbergið á tveimur hæðum –
innréttingarnar eru þannig hannaðar að hver nemandi hefur persónulegt svæði
fyrir sig en svo er sameiginlegt svæði t.d. skrifborð þar sem nemendur geta
lært. Í herbergjunum er einnig snyrtiaðstaða, fataskápar og opinn
internetaðgangur. Sameiginlegt mötuneyti er á staðnum.
Stjórnendur hafa einnig lagt áherslu á að
skólinn sé samfélag þar sem hægt er að stunda alls konar áhugamál í frítímanum
t.d. spilað, leikið póker, stundað klifur á klifurvegg, hjólabrettabraut er á
staðnum, borðtennisborð og margt fleira. Þá er einnig rekið kaffihús fyrir
nemendur eftir skóla. Sjónvarpsherbergi er einnig til staðar á staðnum.
Við skólann starfa 6 kennarar af báðum kynjum
og er einn af þeim prestur, þrátt fyrir að skólinn sé í klaustrinu. Nemendum er
ekki beint í kristilega átt en klaustrið starfar undir Ágústínusar reglunni. En nemendur eru
samt hvattir til að sækja messur og taka þátt í kristilegu starfi.
Eftir þessa fróðlegu og jafnframt formlegu
heimsókn um skólann fórum við í Monastery
library of Neustift bókasafnið. Safnið var stofnað af Hartman biskupi árið
1142. Þarna eru nokkur þúsund bækur geymdar og flokkaðar eftir efni. Þetta eru
gamlar kennslubækur upp um alla veggi og safnið er á tveimur hæðum og fengum
við einungis að skoða neðri hæðina sem var mikill salur með tveimur sálmabókum
í miðjunni – þær voru úr kálfsskinni og hver blaðsíða var eitt kálfskinn. Bókin
var svo þung að einn maður gat ekki haldið á henni og nóturnar voru svo stórar
að kórinn í kirkjunni gat lesið þær frá stjórnandanum. Þetta var gert svona
vegna þess að bækur voru svo dýrar á þessum tíma þ.e. þegar þær voru ritaðar á
skinn.
Þegar við höfðum skoðað bókasafnið fórum við
yfir í kirkjuna, La basilica, en það er innangengt úr bókasafninu. Þetta var
kirkja frá 12 öld, það eru margir
,,stílar“ í kirkjunni og blandaðir ,,rocco“-stílar, annars vegar eftir því frá hvaða tíma
skreytingin er og hvaða landi. Messur eru haldnar daglega í kirkjunni og
starfar kirkjukór við kirkjuna.
Klaustrið
er einnig með alls konar framleiðslu til þess að halda uppi rekstrinum og má
þar nefna víngerð ,
sápugerð, sultugerð og ólívuolíu framleiðslu. Afurðirnar eru meðal annars
seldra í lítilli búð á staðnum, sem var gaman að koma í í. Þessi viðkoma í
búðinni var síðasti áfanginn í heimsókninni í klaustrið og var síðan farið
aftur til Bolzano síðla dags.
3.maí – föstudagur
Þessi
dagur var tekinn snemma, þar sem við þurftum að mæta snemma í skólana sem við
heimsóttum. Eftir morgunmat löbbuðum við í gegnum Bolzano miðbæinn út í
íbúðarhverfi þar sem skólarnir voru á sama stað. Þetta var um 5 km ganga og gaman
að komast út í úthverfi borgarinnar. Það var vor í lofti og lífið að komast í
gang.
Við
byrjuðum á að hitta lykilstarfsmenn í skólamálum í héraðinu, þ.e. frá því sem
við myndum kalla Skólaskrifstofu. Við fengum fyrirlestur um ítalska
skólakerfið og hvernig það virkaði og er framkvæmt. Upplýsandi og um margt
ólíkt okkar skólakerfi, en öll erum við nú samt að vinna með það sama að veita
nemendum bestu menntun sem völ er á hverju sinni. Í Suður - Týrol eru kennd þrjú tungumál sem eru ,,móðurtungumál" svæðisins þ.e. ítalska, þýska og latin. Allir læra þessi tungumál.
Eftir
þennan fyrirlestur var okkur boðið í kaffi á kennarastofu annars skólans, sem
var skammt frá. Skólarnir, Liceo
Torricelli er
yngri barnaskóli en miðskólinn Ugo Foscolo eða IC, Bolzano VI tóku síðan á móti okkur. Ég ásamt
fleirum fórum í miðskólann. Mótttökurnar voru frábærar í deildinni sem
heimsótti. Skólinn hafði undirbúið nemendur mjög vel og voru búnir að semja
kynningar á ensku til að leiðsegja okkur um skólann. Þarna var líf og fjör í
skólanum og nemendur að vinna að mismunandi verkefnum eins og hjá okkur. Alls
staðar voru verk nemenda á veggjum en það voru einungis verk bestu nemendanna,
þannig að það var markmið að gera sem best til þess að fá verkin sín upp á
vegg. Aðbúnaður nemenda var nokkuð góður en ekki var nýmóðins húsgögn eða
innréttingar í skólanum. Allt snyrtilegt en misjafnlega skipulagt eins og í
okkar skóla. Það sem var svo skemmtilegt
við þessa heimsókn var var hvað nemendum var umhugað um að við fengjum að sjá
hvað þau voru að gera og hvernig skólinn þeirra var uppbyggður. Skólalóðin var
ekki stór en með nokkuð af leikföngum.
Það
sem var þó einna skemmtilegast í þessum skóla var að blaðamenn frá skólablaðinu
héldu fund með okkur og spurðu okkur um Ísland og skólann okkar. Sköpuðust
skemmtilegar umræður og þá fundum við að margt er líkt með nemendum þarna og
okkar eigin nemendum. Skólinn var fyrir hádegi og aðeins fram á daginn,
misjafnt eftir dögum. Það var nokkur heimavinna. En öll áttu þau áhugamál sem
þau stunduðu eftir skóla og einn nemandinn var mjög áhugasamur um íslenska
hestinn og sótti reiðnámskeið ekki langt frá þar sem íslenskir hestar eru á
búgarði. Þau voru líka áhugasöm um að vita í hvernig húsum við byggjum og
hvernig umhverfið okkar er. Við brostum nú aðeins út í annað þegar að einn af
okkur ætlaði nú bara að fletta þessu upp á internetinu og sýna þeim frá
sveitinni okkar úr skjávarpanum í skólanum – en viti menn netið var svo hægt að
ekki náðist neitt samband svo við þurftum að sýna þeim þetta frá símunum okkar
og gefa þeim upp m.a. vefsíðu skólans. Einnig sagði einn kennarinn frá því
hvernig nafnakerfið okkar er byggt upp og fannst þeim það skemmtilegt. Þarna
átti einn kennarinn skólans afmæli og sungum við afmælissönginn fyrir hann á
íslensku.
Að
loknum þessum heimsóknum var labbað aftur niður í miðbæ Bolzano og þá var
mannlífið á fullu og blómamarkaðurinn á aðaltorginu í gangi. Þá var einnig hægt
að skoða aðeins í búðir og prófa mismunandi veitingastaði.
4.maí - laugardagur
Þessi
dagur var ,,frídagur“ hjá okkur en við ákváðum að nota hann til þess að fara í
ferð til Gardavatnsins
og fleiri staða á leiðinni.
Við
fórum frá hótelinu um kl. 8 um morguninn. Á leiðinni til Garda stoppuðum við á
mögnuðum stað Madonna
della Corona. Þetta er kirkjustaður og kirkja sem er byggð á bjargsyllu.
Upphaflega kirkjan var byggð 1530 og þar sem að aðgangur að kirkjunni er frekar
óaðgengilegur þá hefur hún haldist nánast óbreytt í tímanna rás. En henni hefur
þó verið haldið við. Þessi kirkja er enn vinsælt pílagrímaferðasvæði og þeir
sem vilja koma og sjá Scala
Santa sem er eftirmynd af stiganum í höll Pílatusar þar sem Jesú steig upp
áður en hann var dæmdur til krossfestingar. Stiginn – gönguleiðin er nokkur
hundruð tröppur frá veginum niður að kirkjunni. Á leiðinni eru listaverk sem
sýna píslargönguna.
Þetta
var magnaður staður, einkum að sjá kirkjuna nánast hangandi utan á klettunum í
fjallinu, einnig var margt markvert að sjá þarna í ýmsum kapellum sem voru í
tengslum við kirkjuna. Þá var þarna minningarherbergi með þúsundir mynda af
látnum einstaklingum sem komi var með og beðið fyrir.
Næst
var farið til Garda. Vatnið er þekkt fyrir hvað vatnið er er glært. Við keyrðum
til Sirmione sem er borg á
tanga við Gardavatnið. Þar stoppuðum við nokkra stund og prófuðum mismunandi
veitingastaði og sumir kíktu í búðir og margir fengu sé ís sem var alveg
sérstaklega góður þarna.
Við
tókum bát frá Sirmione og sigldum í rúma klukkustund til San Martino
della Battaglía og þar var turn
sem að nokkrir fóru uppí og var með útsýni yfir Gardavatnið. Þá stoppuðum við
einnig í kapellu,
La
Cappella Ossario di San Martino. Það var sérstakt og áhrifaríkt að koma í
þessa kapellu en altarið innihelddur 1.274 höfuðkúpur og bein 2.619 hermanna
sem voru í sandínska hernum. Þessi menn dóu í blóðugum bardaga 24.júní 1859. En
þessi kapella var vígð 1870.
Í
kapellunni er skjöldur sem stendur á á latínu:
Indiscretis Militum
Reliquis
Date Serta
Pia Diciate Verba
Hostes In Acie
Fratres in Pace Sepulcri
Una Quiescunt
Date Serta
Pia Diciate Verba
Hostes In Acie
Fratres in Pace Sepulcri
Una Quiescunt
Og útleggst á íslensku:
Til Prodi Commedia Reliste
Gefðu blómum
Segðu friðarorð
Óvinir í bardaga
Bræður í þögn grafarinnar
Þeir hvíla saman. "
Eftir stoppið í kapellunni og
turnskoðunina var gott að setjast niður á veitingastaðnum Osteria
Alla Tore og fá sér léttan drykk meðan beðið var eftir kvöldmatnum. Kvöldmaturinn
var þriggja rétta máltíð að hætti heimamanna. Forrétturinn var með þremur
smáréttum, aðalrétturinn var með þremur kjöttegundum, kryddað og grillað að
hætti hússins og eftir rétturinn var Tiramisu. Það er gaman að koma á svona
staði erlendis þar sem maður fær að smakka mismunandi rétti einnig að læra
hvernig siður heimamanna eru öðruvísi en okkar. T.d. vorum við hissa á hvað
lítið grænmeti var borið fram með aðalréttinum, þá eru Ítalir víst ekki miklir
sósumenn og fast sumum það vanta með aðalréttinum. Einnig er það að ekki vaninn
að drekka kaffi með eftirréttinum eins og oft er gert hér heima. Að loknum málsverði var keyrt heim á hótel og
löngum og skemmtilegum degi lokið.
5.
maí – sunnudagur
Flugið heim með Iceland air gekk vel og
lent var í Keflavík um kl.16. Þá átti
eftir að koma sér heim sem er um 2 klst akstur. Það var því gott að koma heim
síðla dags eftir um 15 tíma ferðalag.
Að
lokum
Þetta var mjög skemmtileg ferð og stíf
dagskrá. Jóna Fanney fararstjóri á þakkir skildar fyrir góða skipulagningu og
skemmtilega frásagnir um það sem að varð á vegi okkar.
Það er margt sem starfsmannahópurinn
þarf að ræða og vinna úr því sem við sáum og lærðum. Eftir spjall á
kennarastofunni er ljóst að upplifun hvers og eins er ekki eins af skólaheimsóknunum
og við sáum marga skemmtilega hluti sem hægt er að nota í okkar skóla. Næsta
skref er að halda formlegan ,,fund“ , samræður, þar sem farið verður nánar í
gegnum það sem við sáum og lærðum, einnig hvað við ætlum að nýta í
Bláskógaskóla. Þá er líka gott að fara yfir það sem vel er gert hjá okkur og
sjá meta hvað við erum að gera gott/vel. Það sem mér finnst standa uppúr er
hvað við í íslenska skólakerfinu – og sérstaklega í Bláskógaskóla – að við erum
með þó nokkra verklega kennslu í textíl, smíði og myndmennt og hönnun, einnig
höfum við verið öflug í heimilisfræðikennslu. Þessar greinar eru ekki kenndar í
grunnskólum á Ítalíu. Þeir skólar eru nánast bóknámskólar a.m.k eins og þeir
birtust mér. Í samtalinu við nemendur á ,,fundinum“ sem við vorum á kom fram að
nemendur á þessu svæði stunda áhugmál sín eftir skóla eins og nemendur hér,
fara í tónlistaskóla, boltaíþróttir og slíkt.
Þá var ekki að sjá mikla áherslu lagða á
vinnu í og með tölvur og í einum skólanum þar sem einn af okkur ætlaði á netið
í einni skólastofunni og sýna frá okkar svæði komst ekki á netið, það var svo
hægt. Þarna stöndum við í Bláskógaskóla framar en í kausturskólanum var verið
að vinna að því að nútímavæða skólann og þar nota nemendur t.d. spjaldtölvur.
En það má líka kannski minnast á það að sá skóli er einkaskóli. Kannski hefur
hann meira fjármagn en almennir skólar.
Það tekur tíma að vinna úr svona ferð og
eiga áhrifin örugglega eftir að vara í einhvern tíma.
Það er gott við svona ferðir að
starfsmenn kynnast á annan hátt en að vera í daglega amstrinu og mér fannst
einnig gaman að nokkrir makar skyldu hafa haft tækifæri á að koma með okkur.
Það þjappar hópnum betur saman.
Að lokum þakka ég samferðamönnum mínum
fyrir ferðina og hlakka til að takast á við næstu verkefni og fara aftur í svona
skólanámsferð – hún viðheldur áhuganum á starfinu.
Ummæli