Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2006

Kemst á hraða snigilsins í náminu.

Mynd
Þrátt fyrir að snigillinn fari hægt, kemur þetta nú allt saman. Fundurinn í kvöld á netinu var skemmtilegur. Það er alveg ótrúlegt hvað tæknin flýgur áfram. Eftir fundinn var ég mikið að spá í hvað ég ætti að taka fyrir í glærukennslunni. Þar sem að ég hef ekki neinn aðgang að tölvu í minni stofu hvorki borðtölvu né fartölvu til að vinna með átti ég engar kennsluglærur. Ég nota ALDREI tölvur í kennslu. Þetta er sorglegt, að geta ekki nýtt sér tæknina sem kennari, mér finnst ég frekar lélegur kennari að geta ekki nýtt mér tæknina, aldrei með neitt nýtt og spennandi að sýna nemendum, bara bókin og taflan og búið spil. En eftir kennslu get ég farið á bókasafnið og skráð í Mentor ef vill og unnið þar skrifleg verkefni til að prenta út á svarthvítan leyserprentara. Þannig er nú það í mínum skóla. Annars sátum við Kristín hér heima í kvöld og unnum glærurnar okkar samviskusamlega upp úr kennsluvefnum okkar, gekk bara vel og við frekar ánægðar með okkur. Svo er bara að sjá hvað maður á að ger...

,,Stund milli stríða"

Mynd
Þá er komið að blogginu, er búin að vera að vinna í námsvefnum mínum. Þetta tekur aldeilis tíma að skrifa textann, finna réttar myndir, setja þetta upp og ég tala nú ekki um að verða svo ánægður með útkomuna. Maður getur endalaust breytt, stækkað, minnkað, fært til og ég veit ekki hvað. Svo líður tíminn svo hratt, margir, margir klukkutímar farnir og jafnvel sjónvarpsdagskráin búin !! þegar maður lítur upp. Ég er líka að verða fær í ýmsum tungumálum og rekja mig áfram með að leita að ákveðnum dýrum fyrst á íslensku, síðan á latínu og þaðan jafnvel á famandi tungumál, verða svo vonsvikin því myndin er ekki föl !!! Byrja upp á nýtt og finna aðra mynd en kannski ekki alveg þessa sem mig vantaði. En þetta er rosalega skemmtilegt. Ég er búin með "heitur karteflurnar" mínar - krossaprófið en kem þeim ekki inn á vefinn. Veit einhver hvar ég finn leiðbeiningar um það, ég finn það hvergi. Getur einhver liðsinnt mér? Nú er ég nánast búin að hugsa hvað ég ætla að gera í vefleiðangrinum...

Hlé frá vefsíðugerð, þolinmæðin brást.

Mynd
Jæja, þá var ég að æfa mig að flytja frá tölvunni á flickr, minnka myndina og flytja yfir á bloggið. Nokkuð gott og einfalt. Annars eru þetta stemmnings myndir úr sveitinni, frá því í gær. En ég sat yfir nkn verkefnunum mínum nánast allan daginn. Stóð þó aðeins upp og labbaði út á hlað og tók nokkrar myndir en næst þegar ég leit út þá var sólin að setjast, svo ég fór út í dyr og tók seinni myndina. Fallegt í sveitinni. Annars gekk mér bara vel í gær í vefsíðugerðinni og var afar glöð með mig. Eftir "fundinn" í morgun talaði ég við Salvöru og viti menn ekki var þetta nú allt rétt hjá mér en....................... nú er ég búin að reyna að færa þetta á réttan veg, missti þolinmæðina og datt í hug að vinna í flickr. til að ná mér !!!!! Blogga svo svolítið, það er mér ekki tamt, þannig að það er langur tími milli blogga. Svo er bara að halda áfram, reyna að fá vefinn réttan.

Áfangasigur

Blessuð öll. Það sem getur hlaðist á eina viku hjá manni er alveg ótrúlegt, ég tali nú ekki um hvað tíminn er fljótur að líða þegar maður hefur svona mikið að gera. Þessi vika er búin að vera ein af þessum vikum þar sem að maður rétt kemur heim, nartar í matinn og hlaupinn út aftur. Allt til að sinna börnunum, fyrst var það nú fimleikafundur v/yngri dóttur minnar, svo var nemendaárshátíð í skólanum okkar og bekkur eldri dóttur minnar kom heim í partý fyrir ball sem byrjaði kl.19.00. Það var svo mikið fjör, byrjaði strax eftir skóla kl.15.oo og dömurnar gátu verið að undirbúa sig til kl.19, snyrta sig, mála sig, mömmur komu til að greiða, ýmist krulla eða slétta eftir því sem við átti. Drengjunum fannst nóg um en á meðan á þessu stóð gátu þeir bæði horft á bíomynd, farið í pottinn, snyrt og klætt sig!!!!! Þetta var afar skemmtilegur dagur. Síðan fór ég, sem kennari, á ballið með þeim en 9. bekkurinn minn sá um ballið, sem heppnaðist frábærlega. Langur dagur það. Nú svo voru það tónlista...

Ekki alveg vonlaus

Jæja, það koma glufur í námið hjá manni öðru hvoru. Nú náði ég að hlusta á fyrirlesturinn hennar Salvarar á netinu, tók bara vírusvörnina úr sambandi og þá hlóðst allt inn. - Takk fyrir ábendinguna Sigrún Inga. Það var microsoft, antispyware, beta 1, sem ég slökkti á. Vonandi gengur það líka næst þegar ég ætla að taka þátt. Allt hefst þetta nú með þolinmæðinni. En ég var að leita á netinu að einhverjum ögrandi verkefnum fyrir 6 ára dóttur mína sem er afar áhugasöm um nám. Ég fór inn á Menntagatt.is en þá fann ég svolítið spennandi fyrir mig og datt í hug að deila því með ykkur en það eru til forrit sem að geta breytt vinylplötunum mínum á stafrænt form. Kannski hafið þið áhuga: http://prdownloads.sourceforge.net/audacity/audacity-win-1.2.3.exe?use_mirror=voxel http://audacity.sourceforge.net/ Svo er hægt að kaupa viðbótarpakka, upplýsingar á: http://www.microsoft.com/windows/plus/dme/Music.asp

Líður eins og úti á rúmsjó, sé ekki til lands !!!!!!!!

Mynd
Tíminn líður hratt. Sá að ég hafði ekki bloggað í nokkra daga, enda er það mér ekki tamt. Er enn í vandræðum með að tengja bloggið þannig að það sjáist, er sennilega komin með skýringuna, prófa það á þriðjudaginn. Er samt búin að finna til útlit í forritinu og búa til síður og reyna að tengja þær saman og slíkt. Er byrjuð á registeri um sjálfa mig, er ekki viss hvað ég ætla að hafa það nákvæmt. Svo er það tæknisagan, skildi það þannig að ég ætti að rifja upp mína eigin tæknisögu, þurfti að hugsa það til baka. Þá er það vefrallýið, er aðeins búin að skoða það. Missti því miður af Salvöru á laugardaginn, kíkti of snemma á póstinn og svo of seint á laugardaginn. En þetta hlýtur að gera sig á endanum.