Kemst á hraða snigilsins í náminu.
Þrátt fyrir að snigillinn fari hægt, kemur þetta nú allt saman.
Fundurinn í kvöld á netinu var skemmtilegur. Það er alveg ótrúlegt hvað tæknin flýgur áfram. Eftir fundinn var ég mikið að spá í hvað ég ætti að taka fyrir í glærukennslunni. Þar sem að ég hef ekki neinn aðgang að tölvu í minni stofu hvorki borðtölvu né fartölvu til að vinna með átti ég engar kennsluglærur. Ég nota ALDREI tölvur í kennslu. Þetta er sorglegt, að geta ekki nýtt sér tæknina sem kennari, mér finnst ég frekar lélegur kennari að geta ekki nýtt mér tæknina, aldrei með neitt nýtt og spennandi að sýna nemendum, bara bókin og taflan og búið spil. En eftir kennslu get ég farið á bókasafnið og skráð í Mentor ef vill og unnið þar skrifleg verkefni til að prenta út á svarthvítan leyserprentara. Þannig er nú það í mínum skóla.
Annars sátum við Kristín hér heima í kvöld og unnum glærurnar okkar samviskusamlega upp úr kennsluvefnum okkar, gekk bara vel og við frekar ánægðar með okkur.
Svo er bara að sjá hvað maður á að gera við glærukynningarnar í framhaldinu.
Ummæli