Líður eins og úti á rúmsjó, sé ekki til lands !!!!!!!!
Tíminn líður hratt.
Sá að ég hafði ekki bloggað í nokkra daga, enda er það mér ekki tamt.
Er enn í vandræðum með að tengja bloggið þannig að það sjáist, er sennilega komin með skýringuna, prófa það á þriðjudaginn. Er samt búin að finna til útlit í forritinu og búa til síður og reyna að tengja þær saman og slíkt. Er byrjuð á registeri um sjálfa mig, er ekki viss hvað ég ætla að hafa það nákvæmt. Svo er það tæknisagan, skildi það þannig að ég ætti að rifja upp mína eigin tæknisögu, þurfti að hugsa það til baka. Þá er það vefrallýið, er aðeins búin að skoða það. Missti því miður af Salvöru á laugardaginn, kíkti of snemma á póstinn og svo of seint á laugardaginn. En þetta hlýtur að gera sig á endanum.
Ummæli