,,Stund milli stríða"


Þá er komið að blogginu, er búin að vera að vinna í námsvefnum mínum.

Þetta tekur aldeilis tíma að skrifa textann, finna réttar myndir, setja þetta upp og ég tala nú ekki um að verða svo ánægður með útkomuna. Maður getur endalaust breytt, stækkað, minnkað, fært til og ég veit ekki hvað. Svo líður tíminn svo hratt, margir, margir klukkutímar farnir og jafnvel sjónvarpsdagskráin búin !! þegar maður lítur upp. Ég er líka að verða fær í ýmsum tungumálum og rekja mig áfram með að leita að ákveðnum dýrum fyrst á íslensku, síðan á latínu og þaðan jafnvel á famandi tungumál, verða svo vonsvikin því myndin er ekki föl !!! Byrja upp á nýtt og finna aðra mynd en kannski ekki alveg þessa sem mig vantaði. En þetta er rosalega skemmtilegt. Ég er búin með "heitur karteflurnar" mínar - krossaprófið en kem þeim ekki inn á vefinn. Veit einhver hvar ég finn leiðbeiningar um það, ég finn það hvergi. Getur einhver liðsinnt mér?
Nú er ég nánast búin að hugsa hvað ég ætla að gera í vefleiðangrinum, næst er að athuga hvað ég finn til að það sé hægt. Meira um það seinna. Hlakka svo til að fara í staðbundnulotuna á miðvikudaginn.
Læt hér fylgja mynd, svona til gamans, sem ég fann á netinu í dýraleitinni. Þetta er mynd af kóral sem heitir braincoral, fannst það viðeigandi.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky