Áfangasigur

Blessuð öll.
Það sem getur hlaðist á eina viku hjá manni er alveg ótrúlegt, ég tali nú ekki um hvað tíminn er fljótur að líða þegar maður hefur svona mikið að gera.
Þessi vika er búin að vera ein af þessum vikum þar sem að maður rétt kemur heim, nartar í matinn og hlaupinn út aftur. Allt til að sinna börnunum, fyrst var það nú fimleikafundur v/yngri dóttur minnar, svo var nemendaárshátíð í skólanum okkar og bekkur eldri dóttur minnar kom heim í partý fyrir ball sem byrjaði kl.19.00. Það var svo mikið fjör, byrjaði strax eftir skóla kl.15.oo og dömurnar gátu verið að undirbúa sig til kl.19, snyrta sig, mála sig, mömmur komu til að greiða, ýmist krulla eða slétta eftir því sem við átti. Drengjunum fannst nóg um en á meðan á þessu stóð gátu þeir bæði horft á bíomynd, farið í pottinn, snyrt og klætt sig!!!!! Þetta var afar skemmtilegur dagur. Síðan fór ég, sem kennari, á ballið með þeim en 9. bekkurinn minn sá um ballið, sem heppnaðist frábærlega. Langur dagur það. Nú svo voru það tónlistaskólatónleikar, þar sem stelpurnar mínar spiluðu, svo var bekkjarkvöld í gærkvöldi og CISV-fundur í kvöld hjá dóttur minni í Reykjavík en ég slapp nú við að keyra það. Ég varð eftir heima til að læra, vinna upp allar vitleysurnar mínar í vefnum og setja inn efnið sem ég var búin að undirbúa. Ég var svo glöð þegar ég sá á vefnum að þetta gekk upp hjá mér. Vefurinn er ansi hrár ennþá, vantar að setja inn "fiffinn" en það verður verkefni helgarinnar. Það að ég komst á skrið, var að ég gafst upp á að finna út hvað var að og bað Salvöru um hjálp og það stóð ekki að á aðstoðinni, svar kom um leið. Takk Salvör.

Á menntagatt.is í gær var frétt um ansi skemmtilegt forrit fyrir börn sem ég hlóð niður í tölvuna mína. En það er afar einfalt hreyfimyndaforrit. Datt í hug að þið hefðuð gaman af því.
http://www.geocities.com/peter_bone_uk/pivot.html

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky