Hlé frá vefsíðugerð, þolinmæðin brást.

Febr. Vegat


Kvöldmynd Vegat. 008

Jæja, þá var ég að æfa mig að flytja frá tölvunni á flickr, minnka myndina og flytja yfir á bloggið. Nokkuð gott og einfalt.

Annars eru þetta stemmnings myndir úr sveitinni, frá því í gær. En ég sat yfir nkn verkefnunum mínum nánast allan daginn. Stóð þó aðeins upp og labbaði út á hlað og tók nokkrar myndir en næst þegar ég leit út þá var sólin að setjast, svo ég fór út í dyr og tók seinni myndina. Fallegt í sveitinni.

Annars gekk mér bara vel í gær í vefsíðugerðinni og var afar glöð með mig. Eftir "fundinn" í morgun talaði ég við Salvöru og viti menn ekki var þetta nú allt rétt hjá mér en....................... nú er ég búin að reyna að færa þetta á réttan veg, missti þolinmæðina og datt í hug að vinna í flickr. til að ná mér !!!!! Blogga svo svolítið, það er mér ekki tamt, þannig að það er langur tími milli blogga. Svo er bara að halda áfram, reyna að fá vefinn réttan.



Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky