Færslur

Sýnir færslur frá október, 2006

Raunveruleikinn.....................

Mynd
Þrátt fyrir öll skrif og allar pælingar er "skólinn" í eðli sínu íhaldsöm stofnun og raunveruleikinn er þessi sem sést á myndinni á morgunn, kenna stærðfræði! En ef maður trúi því að dropinn holar steininn, hvenær skildi þá verða hlustað á mann ! Ég tali nú ekki um farið eftir því sem maður hefur til málanna að leggja. Hvað sem því líður er studian skemmtileg.............................

Aðlögun spurninga að efninu, rýnt í skilaboðin/textann/myndina/hljóðið og svo framvegis

Enn er verið að spá og „spöglera”. Nú um hvað þarf að athuga þegar að texti og skilaboð eru skoðuð, þá þarf að aðlaga spurningar að mismunandi aldri og hæfileikum. Hér koma nokkrar gagnlegar spurningar sem vert er að hafa í huga þegar farið er í gegnum efnið en þær eiga við mismunandi aldrur og þroska, eins hvaða viðfangsefni er tekið fyrir. En svo er spurningin, hver á að sjá um að þessi ganrýna hugsun fari af stað, er það hlutverk skólans eða heimillanna? Hvar liggur ábyrgðin? En snúum okkur að spurningunum sjálfum: • Hvað er þetta? • Hvernig er þetta búið til/sett saman? • Hvað sé ég eða heyri? Hvernig er lyktin, bragðið, viðkoman? • Hvað líkar mér eða mislíkar varðandi þetta? • Hvernig hugsa ég um þetta og hvað finnst mér? • Hvernig hugsa aðrir um þetta og hvað finnst þeim um þetta? • Hvað segir þetta mér um hvað aðrir trúa og halda? • Er einhverju sleppt? • Reynir þetta að segja mér eitthvað? • Reynir þetta að selja mér eitthvað? • Hvað veldur því að þessi skilaboð virðast raunhæf...

Skilaboðin, hvernig skiljum og skilgreinum við þau?

Viðfangsefnið er prógrammið Media Literacy Kit, þátturinn hvað og hvernig við skiljum, skilgreinum og öll skilaboð sem við fáum. Samnemandi minn, Andrés í MMS fjallar/segir um hluta kaflans: Þessi kafli fjallar í meginmáli um hvernig hægt er að brjóta niður og greina öll þau ,,skilaboð” sem við verðum fyrir daglega með aðstoð MediaLit Kit. MediaLit Kit hefur lagt fram greinagott vinnuferli sem líkja má einna helst við greiningarnet sem hægt er að leggja yfir viðkomamdi skilaboð til að sjá í gegnum þau og hvað í þeim býr. Þessu vinnuferli er útlistað lið fyrir lið og krefst markvissra vinnubragða. Tilgangurinn virðist jafnframt vera sá að kenna nemendum ákveðin vinnubrögð sem og ákveðna færniþætti sem þau tileinki sér og læri síðan sjálf að notast við. Media Literacy Kit er nálgun 21. aldarinnar við menntunarleg gildi. Það lætur í té aðgang, greiningu, mat og gerð skilaboða á margvísulegu formi, allt frá prenti til videós og internetsins. Media Literacy veitir skilning á hlutverki fjö...

Lykilspurningar og megin hugmyndir um fjölmiðlalæsi

Mynd
Svona til gamans og í tengslum við pistilinn. Hvað er á myndinni? Hvað sérð þú? Miðlun, menntun, samfélag Haust 2006 Dagbók 3. vers Verkefni vikunnar var að skoða fimm lykilspurningar um fjölmiðlalæsi og fimm megin hugmyndir um fjölmiðlalæsi. Þessi tíu atriði auk tígulsins og spíralsins legg ég út frá í pisli mínum í dag. Pistilinn er byggður á efni úr heftinu Literacy for the 21st Century bls. 11-20 Í greininni stendur: Einfalt málfar er á undirstöðuþáttum fyrir menntun í fjölmiðlalæsi sem er ómetanlegt fyrir kennara og aðra sem vilja skilja um hvað fjölmiðlalæsi er. Fimm lykilspurningar um fjölmiðlalæsi. 1. Hver bjó til þessi skilaboð? 2. Hvaða aðferð/tækni er notuð til að laða athygli mína? 3. Hvernig gæti annað fólk skilið þessi skilaboð á annan hátt/öðruvísi en ég? 4. Hvaða lífstíll, gildi og viðhorf eru sett fram í þessum skilaboðum? 5. Hvers vegna var þetta skilaboð sent? Fimm megin hugmyndir. 1. Öll fjölmiðla skilaboð eru „uppbyggð”. 2. Fjölmiðlaskilaboð eru uppbyggð á skapand...

Miðlalæsi og hvað svo?

Mynd
„Við þurfum að undirbúa æskuna fyrir líf sem er fullt af myndum, orðum og hljóðum“ Miðlalæsi úr bókinni Literacy for the 21st Century bls. 1-10. Hér kemur lausleg þýðing á greininni eftir samnemanda minn í KHÍ en greinin fjallar um miðlalæsi og þá einkum skilgreina miðlalæsi í dag. Á árum áður voru fáir miðlar til að vinna með en í dag höfum við varla undan að fylgjast með þróuninni einkum þó í tenglsum við tölvurnar og möguleika þeirra: Hvað er læsi? • Það var: – Setja saman stafi og hljóð tengja í orð og að skrifa orð á pappír – Texti er grundvöllurinn – Miðillinn er pappír • Er: – Ekki bara að lesa af pappír heldur líka mynda- og hljóðlæsi – Flóknara fyrirbæri sem lýtur sínu eigin tungumáli og reglum – Myndir, hljóð og texti er grundvöllurinn – Miðillinn er margskonar Miðlalæsi • Hvers vegna þarf að kenna miðlalæsi – Mikill hraði og áreiti – Mikið magn af alls konar upplýsingum – Mikilvægt að greina milli „góðra“ og „vondra“ hluta – Mikilvægt að kunna að spyrja og leita Texti • Hugt...

Hugsmíðahyggjan og kennslan, hvert stefnir?

Ef að hugsmíðahyggja á að ná til allra í skólakerfinu er spurningin hvort að öll yfirvöld þ.e. allir sem taka stefnumótandi ákvarðanir, eru til í að taka þátt í þeirri þróun. Einnig er spurninginn hvort og hvernig þau gera það í dag. Ef hugsmíðahyggjan á að ná fótfestu í skólakerfinu þá þarf að skoða eftirfarandi þætti hugsmíðahyggjunnar: • Í fyrsta lagi : Ef að nám einkennist af virkni nemenda, þá þurfa kennarar annars vegar að breyta mörgu hjá sér og fá skilning yfirvalda í þessu tilviki skólstjónenda. • Í öðrulagi: Ef að nemendur eiga að byggja upp þekkingu á þeim reynsluheimi sem þeir lifa í, fá þá ekki allir mismunandi “kennslu”, viðfangsefni og slíkt og er það í lagi? • Í þriðja lagi : Ættu nemendur að vinna lausnarmiðaða verkefnavinnu (einir eða í hópi) og þá spyr ég mig sem kennari með nokkuð langa reynslu, eru námsgögnin sem ég hef aðgang að til þess fallin að “kenna” slíka kennslu? • Í fjórða lagi: Er gert ráð fyrir að nemendur noti gagnrýna hugsun í tengslum við upplýsingale...

Dagbók í Miðlun,menntun og samfélag, 1. vers

Miðlun, menntun, samfélag Haust 2006 Dagbók 1. vers Eftir lestur greinarinnar Róttæk sköpunarhyggja og kennsla ( Radical Constructivism and teaching ) fór hugurinn af stað með að hugsa hver væri hinn eiginlegi tilgangur kennslu. Eftir að hafa hugsað um greinina í nokkra daga og ekki komist að neinni eiginlegri niðurstöðu. Skoðað og gangrýnt í huganum mína eigin kennslu, datt mér í hug að fá nemendur mína í lið með mér. Þetta eru nemendur í 10.bekk. Ég lagði fyrir þá spurningarnar, hvað er nám? Og hvernig kennslu vil ég fá? En svörin sem ég fékk við fyrri spurningunni voru á marga vegu en eitt svar var þó almennast, víðtækast og óháð eigin skólastofnun. Nemandinn skrifaði: „ Nám er það að læra, það að nema vitneskju. Nám er þegar maður fær að vita eitthvað sem maður vissi ekki fyrir. Nám getur verið í skóla, bara reynsla eða það sem aðrir segja manni.” Ef nám er svo vítækt sem hann skilgreinir er lífið eintómt nám, maður heyrir, sér og þreifar á hverjum degi á einhverju nýju og safna...