Miðlun, menntun, samfélag Haust 2006 Dagbók 1. vers Eftir lestur greinarinnar Róttæk sköpunarhyggja og kennsla ( Radical Constructivism and teaching ) fór hugurinn af stað með að hugsa hver væri hinn eiginlegi tilgangur kennslu. Eftir að hafa hugsað um greinina í nokkra daga og ekki komist að neinni eiginlegri niðurstöðu. Skoðað og gangrýnt í huganum mína eigin kennslu, datt mér í hug að fá nemendur mína í lið með mér. Þetta eru nemendur í 10.bekk. Ég lagði fyrir þá spurningarnar, hvað er nám? Og hvernig kennslu vil ég fá? En svörin sem ég fékk við fyrri spurningunni voru á marga vegu en eitt svar var þó almennast, víðtækast og óháð eigin skólastofnun. Nemandinn skrifaði: „ Nám er það að læra, það að nema vitneskju. Nám er þegar maður fær að vita eitthvað sem maður vissi ekki fyrir. Nám getur verið í skóla, bara reynsla eða það sem aðrir segja manni.” Ef nám er svo vítækt sem hann skilgreinir er lífið eintómt nám, maður heyrir, sér og þreifar á hverjum degi á einhverju nýju og safna...