Aðlögun spurninga að efninu, rýnt í skilaboðin/textann/myndina/hljóðið og svo framvegis
Enn er verið að spá og „spöglera”. Nú um hvað þarf að athuga þegar að texti og skilaboð eru skoðuð, þá þarf að aðlaga spurningar að mismunandi aldri og hæfileikum. Hér koma nokkrar gagnlegar spurningar sem vert er að hafa í huga þegar farið er í gegnum efnið en þær eiga við mismunandi aldrur og þroska, eins hvaða viðfangsefni er tekið fyrir. En svo er spurningin, hver á að sjá um að þessi ganrýna hugsun fari af stað, er það hlutverk skólans eða heimillanna? Hvar liggur ábyrgðin? En snúum okkur að spurningunum sjálfum:
• Hvað er þetta?
• Hvernig er þetta búið til/sett saman?
• Hvað sé ég eða heyri? Hvernig er lyktin, bragðið, viðkoman?
• Hvað líkar mér eða mislíkar varðandi þetta?
• Hvernig hugsa ég um þetta og hvað finnst mér?
• Hvernig hugsa aðrir um þetta og hvað finnst þeim um þetta?
• Hvað segir þetta mér um hvað aðrir trúa og halda?
• Er einhverju sleppt?
• Reynir þetta að segja mér eitthvað?
• Reynir þetta að selja mér eitthvað?
• Hvað veldur því að þessi skilaboð virðast raunhæf/óraunhæf ?
• Hvernig passa skilaboðin við reynslu þína?
• Hvernig er umfjöllunin um mismunandi þjóðfélagshópa?
• Hvaða félagslegu skilaboð liggja undir yfirborðinu?
• Hvers konar hegðun er dregin upp og hvers konar afleiðingar?
• Hvers konar persónu er lesandanum boðið að samsama sig
við?
• Hverju er sleppt úr skilaboðinu?
• Sjónarhorn hvers kemur fram?
• Hvaða tegund eru skilaboðin?
• Hvaða tækni er notuð til að fanga athygli mína?
• Hvaða frásagnarhefðir eru notaðar í skilaboðunum?
• Hvers konar sjónrænt og/eða munnlegt táknkerfi er notað til að búa til skilaboðin?
• Hvers konar sannfæringarkraftur eða tilfinningaleg skírskotun er notuð í skilaboðunum?
• Hvernig eru skilaboðin lík/ólík öðrum svipuðum skilaboðum?
• Hver bjó til skilaboðin?
• Hver er ætlun höfundarins með skilaboðunum?
• Hver er markhópurinn?
• Hvernig hafa fjárhagslegar ákvarðanir haft áhrif á byggingu/gerð skilaboðanna?
• Hvaða ástæður gæti einstaklingur haft fyrir því að hafa áhuga á skilaboðunum?
• Hvernig bregðast mismunandi einstaklingar tilfinningalega við skilaboðunum?
• Á hvern hátt gætu mismunandi einstaklingar túlkað þessi boð á ólíkan hátt?
Þegar ég fór að hugsa um fyrstu spuninguna og þroskastigin fimm, þar sem stendur að ekki er mælt með daglegri miðlanotkun meðal barnanna en einfaldar teiknimyndir og hlustun á tónlist af og til er þó gott og átt við börn 0-2 ára. Ekki er ég vissum að allir geri sér grein fyrir því hversu áreiti miðla er mikið. Ef maður hugsar um venjulegt heimili í dag er útvarp og sjónvarp jafnvel fleiri en eitt af hvorri tegund í gangi þó enginn sé í sjálfu sér að hlusta eða horfa. Þetta áreiti dynur á ungabörnum sem geta ekki haft neina skoðun á umhverfishljóðunum í kringum sig. Með aukinni málnotkun og hæfileikum til að leysa vandamál er hægt að kenna þeim að spyrja gagnrýninna spurninga, 2 - 5 ára. Gefa foreldrar sér tíma til þess í dag, er sjónvarpið ekki bara besta barnapían þegar maður kemur heim úr leikskólanum og vinnunni, allir búnir á því, fer maður þá í svona rökræður?
Rannsóknir sýna að gott efni (educational programms) getur aukið orðaforðann umtalsvert umfram formúlu-uppbyggða teiknimynd, 6-8 ára. Er slíkt efni vinsælt hjá börnum? Er þetta efnið sem þau hlusta aftur og aftur á. Kannski má flokka Latabæ undir þennan flokk, hann er jú vinsæll. Kannski Stundin okkar, hún er jú að reyna að höfða til allra og vera með „fræðandi” efni með. Svo er ég að hugsa um allt erlenda efni á erlendu stöðvunum sem nást í dag, margt af því er fræðandi eins og Animal planet, þar þurfa börnin bæði að horfa og reyna skilja ef þau eru ekki tvítengd. Kannski læra þau þá tvennt í einu, um dýrin og líka að hlusta á annað tungumál en móðurmálið. En hvað lesturinn varðar á þessum aldri og t.d. sjónvarp og teiknimyndir, þá fá börnin þá þjónustu í dag að nánast allt slíkt efni er talsett svo þar reynir lítið á lesturinn. Lesturinn þarf því að fara fram annars staðar, er eitthvað spennandi fyrir börn á þessum aldri í dagblöðum?, ég hef ekki þá reynslu.
Á aldrinum 9-11 ára eru börnin orðin minna sjálfmiðuð en á fyrri stigum og ýmsir hlutverkaleikir og það að taka myndir getur verið góður kostur. Eins og tæknin er í dag eiga mörg börn síma og ipod og slíkt. Þau eru svo fljót að finna út og kenna hvort hvernig þetta virkar allt að það eru varla gefna út íslenskar leiðbeiningar með tækjunum. Á þessu stigi finnst mér að skólinn þurfi að koma sterkt inn. En vandinn er oft sá að skólarnir hafa ekki tækin til að kenna nemendum á þau en gætu þá kannski einbeitt sér meira að því að „kafa” ofan í efni sem er tilbúið og gera þau þannig meðvituð um það sem er verið að bjóða þeim upp á, taka t.d. allar þær fyrirmyndir sem horfa á og líta upp til og vita fyrir hvað þær standa. Skoða auglýsingar sem eiga að höfða sérstaklega til þeirra og svo frv. Þegar börnin koma síðan á ungligsárin þurfa það að gera sér grein fyrir bæði beinu og óbeinu innihaldi skilaboða sem og miðlinum sem flytur boðin. Þegar á þennan aldur er komið eru það tónlistin, tónlistarmyndböndin og kvikmyndirnar sem eiga hug þeirra. Mörg þeirra hafa aldrei hugsað um hvað textinn fjallar í raun um, heldur falla fyrir hljómum og hljómfalli textans. Hvað kvikmyndir varðar er það spennan sem er oft alls ráðandi en innihaldið aukaatriði (það er alla vega mín reynsla) Spurningin er því hvort að við uppalendur séum sofandi á verðinum og látum börnin horfa og hlusta á allt sem þau vilja? Þá hef ég ekki rætt um þau börn sem að fá að horfa á og nota tölvuleiki sem eru bannaðir fyrir þeirra aldur. Hvaða áhrif hefur það á börnin?
Síðan veldur mér alltaf hugarangri spurningin um það hvar eru skilin milli heimils og skóla, hver á að uppfræða og kenna börnum hvað?
Á skólinn að sjá um miðlalæsiskennslu? Ef já, þá hvers konar kennslu?
Spurningin er ef að notaðar eru grunnspurningarnar eru það nemendurnir sem tjá sig sjálfir um efnið en ég fell t.d. afar oft í þá gryfju að leiða nemendur mína með spurningum sem leiða til þeirra niðurstöðu sem ég “vil” fá, þá meina ég þá lífssýn sem ég hef á lífið. Það er ekki endilega sú skoðun sem þau fá að heiman og sú sýn sem þau eru alin upp við.
Ég hef oft velt því fyrir mér eftir að ég hafði nemanda í bekk hjá mér (fyrir mörgum mörgum árum síðan) og mátti ekki halda jól en var svo á fullu með foreldrum sínum á Þorláksmessu að kaupa “vinargjafir” handa fjölskyldunni, hvernig skólinn ætti að bregðast við þeim sem eru ekki eins og “allir”.
Að vísu hefur þetta breyst með auknum fjölda innflytjenda og Íslendinga sem hafa dvalið langdvölum erlendis sem hafa annars konar lífssýn en “ég” kennarinn. Þessi hópur hlustar ekki á það sama og ég, heyrir og skilur ekki fréttirnar eins og ég, þeir sjá annað út úr kvikmyndum en ég og svo frv. Er þá til góðs að vera að setja fram áleitanar spurningar í skólanum um opinber efni og valda jafnvel óróa innan hópsins eða nær maður að „”stjórna" umræðunni þannig að hún auki víðsýni og umburðarlyndi? Þetta er það sem ég hugsa í dag eftir námsefnislesturinn.
Nóg um það að sinni,
Góðar stundir.
• Hvað er þetta?
• Hvernig er þetta búið til/sett saman?
• Hvað sé ég eða heyri? Hvernig er lyktin, bragðið, viðkoman?
• Hvað líkar mér eða mislíkar varðandi þetta?
• Hvernig hugsa ég um þetta og hvað finnst mér?
• Hvernig hugsa aðrir um þetta og hvað finnst þeim um þetta?
• Hvað segir þetta mér um hvað aðrir trúa og halda?
• Er einhverju sleppt?
• Reynir þetta að segja mér eitthvað?
• Reynir þetta að selja mér eitthvað?
• Hvað veldur því að þessi skilaboð virðast raunhæf/óraunhæf ?
• Hvernig passa skilaboðin við reynslu þína?
• Hvernig er umfjöllunin um mismunandi þjóðfélagshópa?
• Hvaða félagslegu skilaboð liggja undir yfirborðinu?
• Hvers konar hegðun er dregin upp og hvers konar afleiðingar?
• Hvers konar persónu er lesandanum boðið að samsama sig
við?
• Hverju er sleppt úr skilaboðinu?
• Sjónarhorn hvers kemur fram?
• Hvaða tegund eru skilaboðin?
• Hvaða tækni er notuð til að fanga athygli mína?
• Hvaða frásagnarhefðir eru notaðar í skilaboðunum?
• Hvers konar sjónrænt og/eða munnlegt táknkerfi er notað til að búa til skilaboðin?
• Hvers konar sannfæringarkraftur eða tilfinningaleg skírskotun er notuð í skilaboðunum?
• Hvernig eru skilaboðin lík/ólík öðrum svipuðum skilaboðum?
• Hver bjó til skilaboðin?
• Hver er ætlun höfundarins með skilaboðunum?
• Hver er markhópurinn?
• Hvernig hafa fjárhagslegar ákvarðanir haft áhrif á byggingu/gerð skilaboðanna?
• Hvaða ástæður gæti einstaklingur haft fyrir því að hafa áhuga á skilaboðunum?
• Hvernig bregðast mismunandi einstaklingar tilfinningalega við skilaboðunum?
• Á hvern hátt gætu mismunandi einstaklingar túlkað þessi boð á ólíkan hátt?
Þegar ég fór að hugsa um fyrstu spuninguna og þroskastigin fimm, þar sem stendur að ekki er mælt með daglegri miðlanotkun meðal barnanna en einfaldar teiknimyndir og hlustun á tónlist af og til er þó gott og átt við börn 0-2 ára. Ekki er ég vissum að allir geri sér grein fyrir því hversu áreiti miðla er mikið. Ef maður hugsar um venjulegt heimili í dag er útvarp og sjónvarp jafnvel fleiri en eitt af hvorri tegund í gangi þó enginn sé í sjálfu sér að hlusta eða horfa. Þetta áreiti dynur á ungabörnum sem geta ekki haft neina skoðun á umhverfishljóðunum í kringum sig. Með aukinni málnotkun og hæfileikum til að leysa vandamál er hægt að kenna þeim að spyrja gagnrýninna spurninga, 2 - 5 ára. Gefa foreldrar sér tíma til þess í dag, er sjónvarpið ekki bara besta barnapían þegar maður kemur heim úr leikskólanum og vinnunni, allir búnir á því, fer maður þá í svona rökræður?
Rannsóknir sýna að gott efni (educational programms) getur aukið orðaforðann umtalsvert umfram formúlu-uppbyggða teiknimynd, 6-8 ára. Er slíkt efni vinsælt hjá börnum? Er þetta efnið sem þau hlusta aftur og aftur á. Kannski má flokka Latabæ undir þennan flokk, hann er jú vinsæll. Kannski Stundin okkar, hún er jú að reyna að höfða til allra og vera með „fræðandi” efni með. Svo er ég að hugsa um allt erlenda efni á erlendu stöðvunum sem nást í dag, margt af því er fræðandi eins og Animal planet, þar þurfa börnin bæði að horfa og reyna skilja ef þau eru ekki tvítengd. Kannski læra þau þá tvennt í einu, um dýrin og líka að hlusta á annað tungumál en móðurmálið. En hvað lesturinn varðar á þessum aldri og t.d. sjónvarp og teiknimyndir, þá fá börnin þá þjónustu í dag að nánast allt slíkt efni er talsett svo þar reynir lítið á lesturinn. Lesturinn þarf því að fara fram annars staðar, er eitthvað spennandi fyrir börn á þessum aldri í dagblöðum?, ég hef ekki þá reynslu.
Á aldrinum 9-11 ára eru börnin orðin minna sjálfmiðuð en á fyrri stigum og ýmsir hlutverkaleikir og það að taka myndir getur verið góður kostur. Eins og tæknin er í dag eiga mörg börn síma og ipod og slíkt. Þau eru svo fljót að finna út og kenna hvort hvernig þetta virkar allt að það eru varla gefna út íslenskar leiðbeiningar með tækjunum. Á þessu stigi finnst mér að skólinn þurfi að koma sterkt inn. En vandinn er oft sá að skólarnir hafa ekki tækin til að kenna nemendum á þau en gætu þá kannski einbeitt sér meira að því að „kafa” ofan í efni sem er tilbúið og gera þau þannig meðvituð um það sem er verið að bjóða þeim upp á, taka t.d. allar þær fyrirmyndir sem horfa á og líta upp til og vita fyrir hvað þær standa. Skoða auglýsingar sem eiga að höfða sérstaklega til þeirra og svo frv. Þegar börnin koma síðan á ungligsárin þurfa það að gera sér grein fyrir bæði beinu og óbeinu innihaldi skilaboða sem og miðlinum sem flytur boðin. Þegar á þennan aldur er komið eru það tónlistin, tónlistarmyndböndin og kvikmyndirnar sem eiga hug þeirra. Mörg þeirra hafa aldrei hugsað um hvað textinn fjallar í raun um, heldur falla fyrir hljómum og hljómfalli textans. Hvað kvikmyndir varðar er það spennan sem er oft alls ráðandi en innihaldið aukaatriði (það er alla vega mín reynsla) Spurningin er því hvort að við uppalendur séum sofandi á verðinum og látum börnin horfa og hlusta á allt sem þau vilja? Þá hef ég ekki rætt um þau börn sem að fá að horfa á og nota tölvuleiki sem eru bannaðir fyrir þeirra aldur. Hvaða áhrif hefur það á börnin?
Síðan veldur mér alltaf hugarangri spurningin um það hvar eru skilin milli heimils og skóla, hver á að uppfræða og kenna börnum hvað?
Á skólinn að sjá um miðlalæsiskennslu? Ef já, þá hvers konar kennslu?
Spurningin er ef að notaðar eru grunnspurningarnar eru það nemendurnir sem tjá sig sjálfir um efnið en ég fell t.d. afar oft í þá gryfju að leiða nemendur mína með spurningum sem leiða til þeirra niðurstöðu sem ég “vil” fá, þá meina ég þá lífssýn sem ég hef á lífið. Það er ekki endilega sú skoðun sem þau fá að heiman og sú sýn sem þau eru alin upp við.
Ég hef oft velt því fyrir mér eftir að ég hafði nemanda í bekk hjá mér (fyrir mörgum mörgum árum síðan) og mátti ekki halda jól en var svo á fullu með foreldrum sínum á Þorláksmessu að kaupa “vinargjafir” handa fjölskyldunni, hvernig skólinn ætti að bregðast við þeim sem eru ekki eins og “allir”.
Að vísu hefur þetta breyst með auknum fjölda innflytjenda og Íslendinga sem hafa dvalið langdvölum erlendis sem hafa annars konar lífssýn en “ég” kennarinn. Þessi hópur hlustar ekki á það sama og ég, heyrir og skilur ekki fréttirnar eins og ég, þeir sjá annað út úr kvikmyndum en ég og svo frv. Er þá til góðs að vera að setja fram áleitanar spurningar í skólanum um opinber efni og valda jafnvel óróa innan hópsins eða nær maður að „”stjórna" umræðunni þannig að hún auki víðsýni og umburðarlyndi? Þetta er það sem ég hugsa í dag eftir námsefnislesturinn.
Nóg um það að sinni,
Góðar stundir.
Ummæli