Dagbók í Miðlun,menntun og samfélag, 1. vers

Miðlun, menntun, samfélag
Haust 2006
Dagbók
1. vers

Eftir lestur greinarinnar Róttæk sköpunarhyggja og kennsla (Radical Constructivism and teaching) fór hugurinn af stað með að hugsa hver væri hinn eiginlegi tilgangur kennslu. Eftir að hafa hugsað um greinina í nokkra daga og ekki komist að neinni eiginlegri niðurstöðu. Skoðað og gangrýnt í huganum mína eigin kennslu, datt mér í hug að fá nemendur mína í lið með mér. Þetta eru nemendur í 10.bekk. Ég lagði fyrir þá spurningarnar, hvað er nám? Og hvernig kennslu vil ég fá?

En svörin sem ég fékk við fyrri spurningunni voru á marga vegu en eitt svar var þó almennast, víðtækast og óháð eigin skólastofnun. Nemandinn skrifaði:

Nám er það að læra, það að nema vitneskju. Nám er þegar maður fær að vita eitthvað sem maður vissi ekki fyrir. Nám getur verið í skóla, bara reynsla eða það sem aðrir segja manni.”

Ef nám er svo vítækt sem hann skilgreinir er lífið eintómt nám, maður heyrir, sér og þreifar á hverjum degi á einhverju nýju og safnar í reynslubankann.
En þá er það spurningin um hugtakið sjálft NÁM og önnur hugtök tengt starfinu, hvernig skiljum við það og hvort við förum eftir skilgreiningunni. Skiljum við öll hugtakið á sama hátt. Það kom berlega í ljós á nemendum mínum að þeir höfðu mismunandi skilgreiningar á hugtakinu, þátt fyrir að vera öll íslenskumælandi, hafa mörg verið saman í leik- og grunnskóla nánast allt sitt líf. Koma úr sama samfélgi en að vísu búin að búa mislengi í því. Þau hafa haft sömu kennarana því þetta er aðeins einn bekkur. Hvar liggur þá vandinn? Hvernig verða hugtökin til og hverjir móta hugsunina?
Hvernig nemum við og hvað verður til þess að við séum læs á umhverfið?

Svörin við seinni spurningunni um það hvernig kennslu vil ég fá? Voru einnig afar mismunandi. Flest voru annars vegar afar sjálflæg og hins vegar hugsuðu þröngt þ.e. sú einungis kennsluna sem þau fá innan veggja skólans og hjá ákveðnum kennara. Þeim tókst ekki að horfa á alla þætti námsins í skólanum t.d. íþróttir og verklega kennslu heldur svöruðu flest út frá bóklegri kennslu í almennri kennslustofu. Ég spyr mig þá á móti þessum svörum nemenda minna? Hvaða hugmyndir gefa kennarar sjálfir um nám og kennslu, er bóklega námið það eina sem er nám og af hverju miða svör þeirra einungis við bóklegt nám? Hvers konar skóla samfélag höfum við hér í minni sveit? Gaman væri að gera alvöru úttekt á þessu efni og sjá hvort það er munur milli aldurshópa og/eða milli skóla, skólahverfa og svo framvegis.

Svo mörg voru þau orð að sinni.
Goðar stundir.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky