Miðlalæsi og hvað svo?
„Við þurfum að undirbúa æskuna fyrir líf sem er fullt af myndum, orðum og hljóðum“
Miðlalæsi úr bókinni Literacy for the 21st Century bls. 1-10.
Hér kemur lausleg þýðing á greininni eftir samnemanda minn í KHÍ en greinin fjallar um miðlalæsi og þá einkum skilgreina miðlalæsi í dag.
Miðlalæsi úr bókinni Literacy for the 21st Century bls. 1-10.
Hér kemur lausleg þýðing á greininni eftir samnemanda minn í KHÍ en greinin fjallar um miðlalæsi og þá einkum skilgreina miðlalæsi í dag.
Á árum áður voru fáir miðlar til að vinna með en í dag höfum við varla undan að fylgjast með þróuninni einkum þó í tenglsum við tölvurnar og möguleika þeirra:
Hvað er læsi?
• Það var:
– Setja saman stafi og hljóð tengja í orð og að skrifa orð á pappír
– Texti er grundvöllurinn
– Miðillinn er pappír
• Er:
– Ekki bara að lesa af pappír heldur líka mynda- og hljóðlæsi
– Flóknara fyrirbæri sem lýtur sínu eigin tungumáli og reglum
– Myndir, hljóð og texti er grundvöllurinn
– Miðillinn er margskonar
Miðlalæsi
• Hvers vegna þarf að kenna miðlalæsi
– Mikill hraði og áreiti
– Mikið magn af alls konar upplýsingum
– Mikilvægt að greina milli „góðra“ og „vondra“ hluta
– Mikilvægt að kunna að spyrja og leita
Texti
• Hugtakið texti öðlast nýja merkingu, er öll skilaboð sem við fáum:
– Í gegnum sjón, heyrn og munn
• Öll áreiti miðlanna?
• Eða er hægt að flokka sumt sem eitthvað annað?
Menntun
• Mikil áskorun fyrir formlega menntun
– Skólarnir áttu að kenna staðreyndir
– Núna á að kenna nemendum að vita hvað þeir þurfa að vita, hvar á að finna það og meta það sem þeir finna
Skólastofan
Skólastofan breytist úr því að vera geymsla þekkingar í að vera eins konar tjald sem er nemendum afdrep og samkomustaður þegar þeir fara út og kanna, spyrja, reyna og uppgötva.
Kennarinn
• Í stað þess að troða þekkingu í nemendur verður hlutverkið meira að hvetja og leiðbeina nemendum í öflun þekkingar
• Allir eru að læra, kennarinn líka!
Viðfangsefnin
• Þurfa að taka mið af því að í þeim felist hvatning til að leita lausna og rannsaka
Menntun
• Áður:
– Ævilöng áfylling sem ekki eyddist af og því var ekki ætlast til að það þyrfti að bæta á tankinn.
• Nú:
– Eyðslufrekur bíll sem þarf reglulega áfyllingu
– þurfum að vita hvar orkan er seld og kaupa rétta tegund af eldsneyti
Menntun
„Á að snúast um hvernig við meðhöndlum gögn en ekki hvernig við söfnum gögnum.“
Hvernig var læsið og hvernig er læsið?
19. og 20. öldin
Takmarkaður aðgangur að þekkingu og upplýsingum, gegnum prentað mál
Áhersla á nám og þekkingu sem var ekki endilega nauðsynleg
Markmiðið er að ná valdi á bóklegri þekkingu
Staðreyndir og upplýsingar eru mataðar í nemendur af kennurum
Prentaðar upplýsingar eru málið
Blek og blað, ritun er notuð til tjáningar
Námið og miðlun miðast við skólastofuna
Bækur er námsefnið, aðallega prentað mál
Hugtakanám á einstaklingsgrunni
Allir að gera það sama á sama aldri
Hæfnin mæld á pappír með prófum
Kennarinn velur og predikar
Kennarinn velur kvarða og ákveður hvernig á að meta
Kennt með „ríkisnámsbókum“ sem eru etv. ekki í tengslum við kennsluna eða hæfar
21. öldin
Ótakmarkaður aðgangur, í auknum mæli í gegnum Netið
Áhersla á að verða hæfur til að læra allt lífið
Markmiðið að verða hæfur til að (nálgast, greina, meta, skapa) leysa vandamál
Kennarar nota uppgötvanir og vísindalega nálgun
Margmiðlaðar upplýsingar eru málið
Kraftmikil margmiðlun er notuð til tjáningar
Alheims nám og miðlun
Raunheimur, rauntíma nám sem fer fram með mörgum miðlum aðallega sjónrænum og tæknilegum
Verkefnavinna á teymisgrunni
Einstaklingsmiðun
Hæfnin prófuð með margmiðlun
Kennarinn skipuleggur og leiðbeinir
Nemendur læra að gagnrýna og meta sín eigin verk
Kennsla með stöðlum sem eiga að tryggja hæfni
Miðlalæsi er mikilvægt vegna þess að:
• Miðlar hafa mikil áhrif í lýðræðissamfélagi
• Mikils framboðs, sterkt áreiti miðla
• Miðlar hafa mikil áhrif á viðhorf, hegðun og trú
• Mikilvægi sívaxandi sjónrænna samskipta og upplýsinga
• Mikilvægi upplýsinga vaxandi og þörfin fyrir nám allt lífið
„Miðlarnir móta ekki lengur menningu okkar...þeir eru menning okkar“
Media&Values#57
Ég vil byrja á því að þakka Steinunni fyrir gott og vel fram sett frumframlag.
Ég valdi mér að ræða út frá því hvers vegna miðlalæsi er mikilvægt.
Þegar ég las þessa punkta datt mér í hug hvort við ofmetum ekki miðla að einhverju leiti. Ef maður lítur í kringum sig eru alls konar miðlar um allt, dagblöð, sjónvarp og útvarp, margar tegundir af hverri gerð. En hver er hin raunverulega notkun þessara miðla? Eru þeir ekki orðnir svo margir að við í raun nýtum þá ekki heldur „damla” þeir í kringum okkur og veita áreiti án þess að við séum í raun að nýta þá. Ef við skoðum síðan nemendur okkar í dag, hvernig haga þau sér í kringum miðla, á hvað hlusta þau?, á hvað glápa þau? og hvað lesa þau? Hvað grípa þau fyrst og hvað situr eftir? Er það síbyljan og endurtekningin sem situr eftir? Þetta datt mér í hug þegar ég las svör nemenda minna um hvað það er nám. Þá svöruður tveir þeirra með frösum úr auglýsingum en höfðu enga hugmyndir sjálfir og fannst þetta bara gott svar. Þetta voru svör eins: „Nám er fjáfesting” og „Nám er lífstíll” Frasar sem teknir eru úr auglýsingum, þarna kemur sterkt áreiti miðla fram. Spurningin er því sú hvort og þá hvernig eigum við kennarar að koma þekkingu til nemenda? Hvað aðferðum á að beita? Síbylju? Endurtekningu? Stuttar fullyrðingar? Er ný kynslóð að vaxa úr grasi sem við hin eldri vitum ekki hvernig best er að koma þekkingunni áfram?
• Það var:
– Setja saman stafi og hljóð tengja í orð og að skrifa orð á pappír
– Texti er grundvöllurinn
– Miðillinn er pappír
• Er:
– Ekki bara að lesa af pappír heldur líka mynda- og hljóðlæsi
– Flóknara fyrirbæri sem lýtur sínu eigin tungumáli og reglum
– Myndir, hljóð og texti er grundvöllurinn
– Miðillinn er margskonar
Miðlalæsi
• Hvers vegna þarf að kenna miðlalæsi
– Mikill hraði og áreiti
– Mikið magn af alls konar upplýsingum
– Mikilvægt að greina milli „góðra“ og „vondra“ hluta
– Mikilvægt að kunna að spyrja og leita
Texti
• Hugtakið texti öðlast nýja merkingu, er öll skilaboð sem við fáum:
– Í gegnum sjón, heyrn og munn
• Öll áreiti miðlanna?
• Eða er hægt að flokka sumt sem eitthvað annað?
Menntun
• Mikil áskorun fyrir formlega menntun
– Skólarnir áttu að kenna staðreyndir
– Núna á að kenna nemendum að vita hvað þeir þurfa að vita, hvar á að finna það og meta það sem þeir finna
Skólastofan
Skólastofan breytist úr því að vera geymsla þekkingar í að vera eins konar tjald sem er nemendum afdrep og samkomustaður þegar þeir fara út og kanna, spyrja, reyna og uppgötva.
Kennarinn
• Í stað þess að troða þekkingu í nemendur verður hlutverkið meira að hvetja og leiðbeina nemendum í öflun þekkingar
• Allir eru að læra, kennarinn líka!
Viðfangsefnin
• Þurfa að taka mið af því að í þeim felist hvatning til að leita lausna og rannsaka
Menntun
• Áður:
– Ævilöng áfylling sem ekki eyddist af og því var ekki ætlast til að það þyrfti að bæta á tankinn.
• Nú:
– Eyðslufrekur bíll sem þarf reglulega áfyllingu
– þurfum að vita hvar orkan er seld og kaupa rétta tegund af eldsneyti
Menntun
„Á að snúast um hvernig við meðhöndlum gögn en ekki hvernig við söfnum gögnum.“
Hvernig var læsið og hvernig er læsið?
19. og 20. öldin
Takmarkaður aðgangur að þekkingu og upplýsingum, gegnum prentað mál
Áhersla á nám og þekkingu sem var ekki endilega nauðsynleg
Markmiðið er að ná valdi á bóklegri þekkingu
Staðreyndir og upplýsingar eru mataðar í nemendur af kennurum
Prentaðar upplýsingar eru málið
Blek og blað, ritun er notuð til tjáningar
Námið og miðlun miðast við skólastofuna
Bækur er námsefnið, aðallega prentað mál
Hugtakanám á einstaklingsgrunni
Allir að gera það sama á sama aldri
Hæfnin mæld á pappír með prófum
Kennarinn velur og predikar
Kennarinn velur kvarða og ákveður hvernig á að meta
Kennt með „ríkisnámsbókum“ sem eru etv. ekki í tengslum við kennsluna eða hæfar
21. öldin
Ótakmarkaður aðgangur, í auknum mæli í gegnum Netið
Áhersla á að verða hæfur til að læra allt lífið
Markmiðið að verða hæfur til að (nálgast, greina, meta, skapa) leysa vandamál
Kennarar nota uppgötvanir og vísindalega nálgun
Margmiðlaðar upplýsingar eru málið
Kraftmikil margmiðlun er notuð til tjáningar
Alheims nám og miðlun
Raunheimur, rauntíma nám sem fer fram með mörgum miðlum aðallega sjónrænum og tæknilegum
Verkefnavinna á teymisgrunni
Einstaklingsmiðun
Hæfnin prófuð með margmiðlun
Kennarinn skipuleggur og leiðbeinir
Nemendur læra að gagnrýna og meta sín eigin verk
Kennsla með stöðlum sem eiga að tryggja hæfni
Miðlalæsi er mikilvægt vegna þess að:
• Miðlar hafa mikil áhrif í lýðræðissamfélagi
• Mikils framboðs, sterkt áreiti miðla
• Miðlar hafa mikil áhrif á viðhorf, hegðun og trú
• Mikilvægi sívaxandi sjónrænna samskipta og upplýsinga
• Mikilvægi upplýsinga vaxandi og þörfin fyrir nám allt lífið
„Miðlarnir móta ekki lengur menningu okkar...þeir eru menning okkar“
Media&Values#57
Ég vil byrja á því að þakka Steinunni fyrir gott og vel fram sett frumframlag.
Ég valdi mér að ræða út frá því hvers vegna miðlalæsi er mikilvægt.
Þegar ég las þessa punkta datt mér í hug hvort við ofmetum ekki miðla að einhverju leiti. Ef maður lítur í kringum sig eru alls konar miðlar um allt, dagblöð, sjónvarp og útvarp, margar tegundir af hverri gerð. En hver er hin raunverulega notkun þessara miðla? Eru þeir ekki orðnir svo margir að við í raun nýtum þá ekki heldur „damla” þeir í kringum okkur og veita áreiti án þess að við séum í raun að nýta þá. Ef við skoðum síðan nemendur okkar í dag, hvernig haga þau sér í kringum miðla, á hvað hlusta þau?, á hvað glápa þau? og hvað lesa þau? Hvað grípa þau fyrst og hvað situr eftir? Er það síbyljan og endurtekningin sem situr eftir? Þetta datt mér í hug þegar ég las svör nemenda minna um hvað það er nám. Þá svöruður tveir þeirra með frösum úr auglýsingum en höfðu enga hugmyndir sjálfir og fannst þetta bara gott svar. Þetta voru svör eins: „Nám er fjáfesting” og „Nám er lífstíll” Frasar sem teknir eru úr auglýsingum, þarna kemur sterkt áreiti miðla fram. Spurningin er því sú hvort og þá hvernig eigum við kennarar að koma þekkingu til nemenda? Hvað aðferðum á að beita? Síbylju? Endurtekningu? Stuttar fullyrðingar? Er ný kynslóð að vaxa úr grasi sem við hin eldri vitum ekki hvernig best er að koma þekkingunni áfram?
En með aukinni tækni og þekkingu breytist samfélagið. Í upphafi lærðum við hvort af öðru, lærðum á náttúruna til að komast af, skoða, skynja og hlusta á umhverfið í kringum sig. Kynslóðir kenndu hver annari, hver og einn lærði á sitt umhverfi til að lifa af. Menn gengu hægt í gegnum breytingar, hver og einn lærði á sínum hraða, breytingarnar í dag eru hraðar. Við erum búin að fara í gegnum það að hver og einn lærði það sem hann þurfti til að lifa af og þaðan í að allir í sama samfélagi þurfa að sitja og nema það sama á sama tíma með sömuaðferð og sama námsefni. Í dag er tilhneigingin sú að hver og einn á að læra það sem hann þarf (og vill) á sínum hraða og sínum þörfum. Hann á að nota þá miðla sem henta honum best, lestur, mynd, hljóð, skynjun og svo frv. Það er kallað einstaklingsmiðað nám.
Þetta er allt gott og blessað en svo eru aðrar kenningar uppi t.d Gardner sem vill að við vinnum út frá mismunandi greindum og höfum verkefnin út frá því. Þá spyr maður sig hvernig á í raun að framkvæma þarfir allra 20 einstaklinganna, þannig að allir fái notið sín í öllu? Ef skólastofan í dag á að vera virk og allir að læra að kennaranum meðtöldum, þurfa umbúðirnar að breytast ansi mikið amk í mínm skóla. Starfsfólkið og nemendur þurfa þá að hafa gott vinnusvæði og góðan tækja útbúnað sem og aðgang að verkstæði þar sem að þeir geta gengið í efni til þess að vinna með. Spurningin er því í framhaldi af þessu, er þá spurningin um tíma, á þá hver að fara á sínum hraða og hvar eru þá mörkin, útskrifast nemendur þá við ákveðinn aldur annars vegar og með prófgráður hins vegar? Þetta er spennandi “spekulasjón”.
Skólastofan breytist úr því að vera geymsla þekkingar í að vera eins konar tjald sem er nemendum afdrep og samkomustaður þegar þeir fara út og kanna, spyrja, reyna og uppgötva. Í stað þess að troða þekkingu í nemendur verður hlutverkið meira að hvetja og leiðbeina nemendum í öflun þekkingar stendur í greininni. Enþá dettur mér í hug nemendur sem hafa lítinn og engann áhuga á því sem maður bíður þeim uppá, hvernig virkjum við slíka nemendur?
Hvort hið breytta umhverfi breyti starfskenningum kennara er vandi að svara. Starfskenningar kennara eru svo misjafnar, þar hefur áhrif sú grunnmenntun sem kennarinn hefur?, hvaða og hvers konar kennaramenntun hefur hann?, við hvers konar skólastefnu ræðun hann sig við?, og kannski síðast en ekki síst hvers konar sjálfsmynd hefur kennarinn af sjálfum sér til þess að geta gefið og miðlað til annara.
En hvert er þá hlutverk kennara í dag? Það fer sjálfsagt mikið eftir skólastefnum hvers skóla, á Íslandi í dag eru margar stefnur í gangi, sumstaðra hreinar og klárar stefnur þar sem farið er eftir grunnhugmyndum stefnunnar en einnig eru til skólar þar sem öllu er grautað saman og hver og einn kennir eins og hann vill, eftir eigin stefnu.
Hluti af þessari grein tilheyrir dagbók í MMS, vers 2
Svo mörg voru þau orð að sinni.
Góðar stundir.
Ummæli