Skilaboðin, hvernig skiljum og skilgreinum við þau?

Viðfangsefnið er prógrammið Media Literacy Kit, þátturinn hvað og hvernig við skiljum, skilgreinum og öll skilaboð sem við fáum.
Samnemandi minn, Andrés í MMS fjallar/segir um hluta kaflans:

Þessi kafli fjallar í meginmáli um hvernig hægt er að brjóta niður og greina öll þau ,,skilaboð” sem við verðum fyrir daglega með aðstoð MediaLit Kit. MediaLit Kit hefur lagt fram greinagott vinnuferli sem líkja má einna helst við greiningarnet sem hægt er að leggja yfir viðkomamdi skilaboð til að sjá í gegnum þau og hvað í þeim býr. Þessu vinnuferli er útlistað lið fyrir lið og krefst markvissra vinnubragða. Tilgangurinn virðist jafnframt vera sá að kenna nemendum ákveðin vinnubrögð sem og ákveðna færniþætti sem þau tileinki sér og læri síðan sjálf að notast við.
Media Literacy Kit er nálgun 21. aldarinnar við menntunarleg gildi. Það lætur í té aðgang, greiningu, mat og gerð skilaboða á margvísulegu formi, allt frá prenti til videós og internetsins. Media Literacy veitir skilning á hlutverki fjölmiðla í samfélaginu sem og mikilvægi gagnrýnnar hugsunar og tjáningar fyrir þegna í lýðræðilegum þjóðfélögum.


Eftir nánari lestur á kaflanum og umhugsun um efnið hef ég spáð í allt það efni- í víðasta skilningi þess orðs, sem kemur óumbeðið inn á mitt heimili og er í kringum migalla dag. Hafði þá í huga spurninguna frá Andrési samnemanda mínum: Hvaða aðferð er notuð til þess að fanga athygli mína?
Ef ég kveiki t.d. á útvarpi, get ég valið í dag um nokkrar stöðvar. Hvaða áreiti koma þaðan? Texti, tónlist, auglýsingar en hvað raunverulega val hef ég, jú að finna dagskrá stöðvanna og lesa mér til um hvað er í boði, gerir maður það?, ekki ég.
Ef ég kveiki á sjónvarpi lendi ég í sömu málum, hef ákveðið val en auglýsingar trufla valið. En í báðum tilfellum get ég valið efni og hlustað eða séð. Er ég þá meðvituð um alla þá þætti sem við höfum lesið um, nei ekki ég. En undirmeðvitundin er alltaf að vinna og spurning er sú hvort að hún muni vinna betur, öðruvísi ef ég væri búin að fara í gegnum “prógramm” eins og okkur er nú kynnt. Myndi það breyta afstöðu minni til manna og málefna? Yrði ég gagnrýnni? Nyti ég efnisins sem ég væri að meðtaka ef ferlið er alltaf ómeðvitað í vinnslu í huganum? Spyr sá sem ekki veit.

Í dag er það vangaveltan um skipulagið og línulega hugsun? Eða að tileinka sér kafla 3. Veit ekki?

Það að kenna nemendum ákveðin vinnubrögð sem og ákveðna færniþætti þannig að þau tileinki sér þau og læri síðan sjálf að notast við er bara af hinu góða. Það er nauðsynlegt að kunna að greina niður og skilgreina og skilja um hvað hlutirnir snúast. Nauðsynlegt er að nemendur læri ákveðin vinnubrögð í upphafi og geti síðan tileinkað sér þau og leikið sér síðan með formið þegar þau hafa náð valdi á forminu. Einnig er gott að geta þá borið þetta saman við önnur skipulagsform eins og t.d. freemind og mindmanager þó svo að þau séu miklu takmarkaðri og taki á þrengri ætti en þetta kerfi.
Þegar ég skoða þetta efni og það sem fylgir því fer ég að hugsa til minnar eigin kennslu, notar maður ekki eitthvað af þessu í dag sem kemur fram í kaflanum? Er maður kannski ekki nógu markviss í því sem maður er að gera? Hugsar maður ekki nógu vítt? Eiga þessa leiðbeiningar við alls staðar þar sem ég er að kenna? Hversu mikið á maður að láta nemendur vinna á þessu sviði, alltaf, stundum, sjaldan en kannski ekki aldrei. Þetta er eitthvað sem maður þarf að melta og velta fyrir sér í einhvern tíma. Prófa og vita hvort þetta virkar hjá manni, meta og uppfæra að eigin þörfum ef þarf.
Spurningin í framhaldinu, eru til einhver form sem hægt er að fylla út til að gera nemendum þetta auðveldar og koma “struktur” upp í huga og verki nemandans? Ef svo er verður þá ekki til einhver staðalímynd sem verður að svo föstu formi að sköpunin gleymist, frjó hugsun sem er ekki mjög línulega hugsuð eða hugsun sem er eftir ákveðnum formum.
En nú finnst mér ég vera farin í hringi gott að hafa skipulag en skipulagið má ekki vera svo mikið að menn ná ekki að hugsa frjóa skapandi hugsun?
Þetta þarf ég greinilega að hugsa áfram.

Svo mörg voru þau orð að sinni.
Góðar stundir.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky