Lykilspurningar og megin hugmyndir um fjölmiðlalæsi
Svona til gamans og í tengslum við pistilinn.
Hvað er á myndinni? Hvað sérð þú?
Miðlun, menntun, samfélag
Haust 2006
Dagbók
3. vers
Verkefni vikunnar var að skoða fimm lykilspurningar um fjölmiðlalæsi og fimm megin hugmyndir um fjölmiðlalæsi. Þessi tíu atriði auk tígulsins og spíralsins legg ég út frá í pisli mínum í dag. Pistilinn er byggður á efni úr heftinu Literacy for the 21st Century bls. 11-20
Í greininni stendur:
Einfalt málfar er á undirstöðuþáttum fyrir menntun í fjölmiðlalæsi sem er ómetanlegt fyrir kennara og aðra sem vilja skilja um hvað fjölmiðlalæsi er.
Fimm lykilspurningar um fjölmiðlalæsi.
1. Hver bjó til þessi skilaboð?
2. Hvaða aðferð/tækni er notuð til að laða athygli mína?
3. Hvernig gæti annað fólk skilið þessi skilaboð á annan hátt/öðruvísi en ég?
4. Hvaða lífstíll, gildi og viðhorf eru sett fram í þessum skilaboðum?
5. Hvers vegna var þetta skilaboð sent?
Fimm megin hugmyndir.
1. Öll fjölmiðla skilaboð eru „uppbyggð”.
2. Fjölmiðlaskilaboð eru uppbyggð á skapandi tungumáli sem hefur sýnar eigin reglur.
3. Ólíkt fólk upplifir sömu fjölmiðla skilaboðin á ólíkan hátt eða öðruvísi.
4. Fjölmiðlun hefur ákveðin gildi og viðhorf (points of view)
5. Flest fjölmiðlaskilaboð eru skipulögð til að auka fagvitund og/eða völd.
Þegar maður veltir fyrir sér áhrifum fjölmiðla á samfélagið er nauðsynlegt að maður geri sér líka grein fyrir uppbyggingu þeirra.
Það fangaði því athygli mína í lesningunni, tígullinn sem greinir fjölmiðlalæsi þannig að skilningurinn taki famförum. Hann skiptist í fjóra þætti: Aðkomuna að efninu (Access) og þaðan í greininguna á efninu (Analyze). Síðan metur (Evaluate) maður efnið og skapar (Create) og lokar tíglinum með því að skoða aðkomuna (Access).
Í framhaldi af þessu má líta á spíralinn sem er örlítið óreglulegur en fer þó í hringi því að þar gerir maður sér grein fyrir atriðinu (awareness) og fer þá út í að greina þættina (analysis) og íhugar þá og speglar (reflection), væntanlega í samtímanum, þá er verkið framkvæmt (action) og er þá komið aftur á næsta hring í spiralnum og heldur áfram. Þannig verður væntanlega ekki stöðnun í verkinu/verkunum.
Þegar maður rýnir síðan í þessar fimm lykilspurningar um fjölmiðlalæsi sem koma fram veltir maður fyrir sér hvort hinn almenni fjölmiðlamaður hafi þessar spurningar alltaf í huga þegar hann vinnur sitt efni, hvaða aðrir þættir koma einnig til greina? Eru það líka hagsmunir þeirra sem stjórna og eiga verkið/fyrirtækið eða er það kannski vanþekking þeirra sem taka að sér verkið og kunna ekki til verka. Nema hvort tveggja sé. Er kannski fjölbreytnin af hinu góða, þannig að við fáum bæði fjölbreytt efni, gert með mismunandi áherslum og bakgrunnþekkingu. Gerir það ekki lífið skemmtilegra?
En ef maður skoðar svo þessar fimm meginhugmyndir um fjölmiðlalæsi þá finnst mér setning númer þrjú vera meginmálið í þessari upptalningu þar sem að hver og einn er með sinn uppruna og mismunandi bakgrunn og hefur bætt misjafnlega ofan á hann. Í hlutarins eðli hlýtur skilningur á efninu að vera misjafn. Því er nauðsynlegt þegar þú ert að mótast að skoða hlutina frá mörgum sjónahornum og taka síðan afstöðu. Þegar þú hefur mótaðar skoðanr að vera þá tilbúinn samt til að líta í allar áttir og vita hvort eitthvað hefur breyst, þannig að þú getir annað hvort staðið á því sem þú ákvaðst að væri „rétt” fyrir þig eða breytt um skoðun í ljós nýrra upplýsinga. Þannig hef ég trú á að maður þroskist áfram og nýjar hgumyndir koma fram og verða að veruleika.
Svo mörg voru þau orð að sinni.
Góðar stundir.
Hvað er á myndinni? Hvað sérð þú?
Miðlun, menntun, samfélag
Haust 2006
Dagbók
3. vers
Verkefni vikunnar var að skoða fimm lykilspurningar um fjölmiðlalæsi og fimm megin hugmyndir um fjölmiðlalæsi. Þessi tíu atriði auk tígulsins og spíralsins legg ég út frá í pisli mínum í dag. Pistilinn er byggður á efni úr heftinu Literacy for the 21st Century bls. 11-20
Í greininni stendur:
Einfalt málfar er á undirstöðuþáttum fyrir menntun í fjölmiðlalæsi sem er ómetanlegt fyrir kennara og aðra sem vilja skilja um hvað fjölmiðlalæsi er.
Fimm lykilspurningar um fjölmiðlalæsi.
1. Hver bjó til þessi skilaboð?
2. Hvaða aðferð/tækni er notuð til að laða athygli mína?
3. Hvernig gæti annað fólk skilið þessi skilaboð á annan hátt/öðruvísi en ég?
4. Hvaða lífstíll, gildi og viðhorf eru sett fram í þessum skilaboðum?
5. Hvers vegna var þetta skilaboð sent?
Fimm megin hugmyndir.
1. Öll fjölmiðla skilaboð eru „uppbyggð”.
2. Fjölmiðlaskilaboð eru uppbyggð á skapandi tungumáli sem hefur sýnar eigin reglur.
3. Ólíkt fólk upplifir sömu fjölmiðla skilaboðin á ólíkan hátt eða öðruvísi.
4. Fjölmiðlun hefur ákveðin gildi og viðhorf (points of view)
5. Flest fjölmiðlaskilaboð eru skipulögð til að auka fagvitund og/eða völd.
Þegar maður veltir fyrir sér áhrifum fjölmiðla á samfélagið er nauðsynlegt að maður geri sér líka grein fyrir uppbyggingu þeirra.
Það fangaði því athygli mína í lesningunni, tígullinn sem greinir fjölmiðlalæsi þannig að skilningurinn taki famförum. Hann skiptist í fjóra þætti: Aðkomuna að efninu (Access) og þaðan í greininguna á efninu (Analyze). Síðan metur (Evaluate) maður efnið og skapar (Create) og lokar tíglinum með því að skoða aðkomuna (Access).
Í framhaldi af þessu má líta á spíralinn sem er örlítið óreglulegur en fer þó í hringi því að þar gerir maður sér grein fyrir atriðinu (awareness) og fer þá út í að greina þættina (analysis) og íhugar þá og speglar (reflection), væntanlega í samtímanum, þá er verkið framkvæmt (action) og er þá komið aftur á næsta hring í spiralnum og heldur áfram. Þannig verður væntanlega ekki stöðnun í verkinu/verkunum.
Þegar maður rýnir síðan í þessar fimm lykilspurningar um fjölmiðlalæsi sem koma fram veltir maður fyrir sér hvort hinn almenni fjölmiðlamaður hafi þessar spurningar alltaf í huga þegar hann vinnur sitt efni, hvaða aðrir þættir koma einnig til greina? Eru það líka hagsmunir þeirra sem stjórna og eiga verkið/fyrirtækið eða er það kannski vanþekking þeirra sem taka að sér verkið og kunna ekki til verka. Nema hvort tveggja sé. Er kannski fjölbreytnin af hinu góða, þannig að við fáum bæði fjölbreytt efni, gert með mismunandi áherslum og bakgrunnþekkingu. Gerir það ekki lífið skemmtilegra?
En ef maður skoðar svo þessar fimm meginhugmyndir um fjölmiðlalæsi þá finnst mér setning númer þrjú vera meginmálið í þessari upptalningu þar sem að hver og einn er með sinn uppruna og mismunandi bakgrunn og hefur bætt misjafnlega ofan á hann. Í hlutarins eðli hlýtur skilningur á efninu að vera misjafn. Því er nauðsynlegt þegar þú ert að mótast að skoða hlutina frá mörgum sjónahornum og taka síðan afstöðu. Þegar þú hefur mótaðar skoðanr að vera þá tilbúinn samt til að líta í allar áttir og vita hvort eitthvað hefur breyst, þannig að þú getir annað hvort staðið á því sem þú ákvaðst að væri „rétt” fyrir þig eða breytt um skoðun í ljós nýrra upplýsinga. Þannig hef ég trú á að maður þroskist áfram og nýjar hgumyndir koma fram og verða að veruleika.
Svo mörg voru þau orð að sinni.
Góðar stundir.
Ummæli