Hugsmíðahyggjan og kennslan, hvert stefnir?

Ef að hugsmíðahyggja á að ná til allra í skólakerfinu er spurningin hvort að öll yfirvöld þ.e. allir sem taka stefnumótandi ákvarðanir, eru til í að taka þátt í þeirri þróun. Einnig er spurninginn hvort og hvernig þau gera það í dag.

Ef hugsmíðahyggjan á að ná fótfestu í skólakerfinu þá þarf að skoða eftirfarandi þætti hugsmíðahyggjunnar:

• Í fyrsta lagi : Ef að nám einkennist af virkni nemenda, þá þurfa kennarar annars vegar að breyta mörgu hjá sér og fá skilning yfirvalda í þessu tilviki skólstjónenda.
• Í öðrulagi: Ef að nemendur eiga að byggja upp þekkingu á þeim reynsluheimi sem þeir lifa í, fá þá ekki allir mismunandi “kennslu”, viðfangsefni og slíkt og er það í lagi?
• Í þriðja lagi : Ættu nemendur að vinna lausnarmiðaða verkefnavinnu (einir eða í hópi) og þá spyr ég mig sem kennari með nokkuð langa reynslu, eru námsgögnin sem ég hef aðgang að til þess fallin að “kenna” slíka kennslu?
• Í fjórða lagi: Er gert ráð fyrir að nemendur noti gagnrýna hugsun í tengslum við upplýsingaleit, úrvinnslu og umbreytingu þeirra í nýja þekkingu. Þá velti ég því fyrir mér hvort þetta er ekki það sem að nýjustu bækurnar og námsefnið sem við höfum tilbúið sé ekki samið út frá því, hver setur þá markmiðin og hver ákveður samningu námsefnis. Þyrftum við sem kennarar að hafa meira val um efni. Þá er mér hugsað til námsskránna og námefninsins sem er gefið út í dag.
• Í fimmta lagi: Þar kemur fram að kennarar þurfa að geta skapað aðstæður sem ýta undir sjálfstæða hugsun og hvetja til náms. Mín skoðun er nú sú í þessum efnum ef að kennari gerir og getur þetta ekki að einhverju eða öllu leiti er hann á röngum stað í lífinu.
• Í sjötta lagi: Þar kemur fram að ekki á að gera lítið úr vinnu nemandans og meta þarf viðleitni hans svo að vilji og áhugi verði ekki slökktur.
• Í sjöunda lagi segir að kennarinn þarf að vita eitthvað um hvaða hugmyndir nemandinn hefur: Kynna ný hugtök – “samþykkt merking.” Þetta lýtur að því hvernig og hversu mikið hver og einn kennari er með sínum námshóp, kennari sem fær hóp t.d. í mínum skóla einu sinni á þriggjavikna fresti, tekur hann nokkuð langan tíma til að sinna þessum þörfum nemandans.
• Í áttundalagi á að fá nemandann til að velta hlutunum fyrir sér og tala um þá, þetta er gott og gilt. Ef nemandinn er tilbúinn í slíkar vangaveltur og spurningin hvort þetta ferli fer ekki mestmegnis fram utan skólatíma og nemandinn notar þann tíma til úrvinnslu í huganum um það sem hann er búinn að nema. Ræðir hlutina heima og fær nýjar víddir.

Svo mörg voru þau orð að sinni.
Góðar stundir.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky