Færslur

Sýnir færslur frá 2018

Kahoot

Mynd
Kahoot.it er skemmtilegur vefur til að vinna með nemendum. Á þessari vefsíðu er hægt að setja upp skemmtilega spurningaleiki bæði í rituð máli sem og með myndum og myndböndum. Hægt er að spila sem einstaklingur eða sem hópur. Það er óskeypis aðgangur að þessari síðu, aðeins þarf að skrá sig inn til þess að annað hvort setja upp keppni eða nota keppnir sem til eru og aðgengilegar öllum.

Youtube-síða Gauta Eiríkssonar

Mynd
Gauti Eiríksson kennari heldur úti frábærri síðu á youtube þar sem hann er búinn að útbúa myndbönd í stærðfræði, náttúrufræði, landafræði svo fátt eitt sé nefnt. Ég hef notað myndböndin í stærðfræðikennslu á unglingastigi og hafa þau komið að miklum notum einkum í einstaklingskennslu.

Khan Academy námssamfélag

Mynd
Khan Academy er námssamfélag sem þjónustar allt frá grunnskóla og upp í háskóla. Hægt er að velja um mismunandi fög til að stunda. Það er hægt að vinna í öllum fögum án þess að kaupa sér aðild að síðunni. Einnig er Khan Academy með youtube síðu þar sem útskýringar eru á myndböndum. Þar er hægt að velja um mismunandi tungumál. 10.bekkur hefur aðeins kynnt sér þetta námsfyrirkomulag.

Pinterest í kennslu

Mynd
Pinterest.com er vefsíða sem ég nota mikið í kennslu einkum í textílmennt. Ég safna saman myndum tengdum verkefnum sem ég er að vinna með nemendum. Þegar ég er búin að búa til sýnishorn af verkefni fyrir nemendur, bendi ég þeim á að skoða pinterset til að frá fjölbreyttari útfærslur. Þetta hefur gefist vel og mörg verkefni hafa orðið til útfrá hugmyndum á Pinterest. Það þarf að skrá sig inn á síðuna en það kostar ekki neitt, á youtube er gott kynningarmyndband um það hvernig hægt er að nota síðuna. Ef þú vilt skoða mitt pinterest þá er slóðin hér.

Swift - forritunaapp

Mynd
Eftir að nemendur fengu spjaldtölvur til notkunar í skólanum hefur 10.bekkur aðeins verið að æfa sig í Swift-forritinu en það forrit byggir á ,,leik" þar sem nemendur forrita persónu sem á að leysa þrautir. Í hverri nýrri æfingu kynnast þau nýrri skipun og þannig eykst þekking þeirra á forritunarmálinu áður en þau fara að búa til eigin skipanir. Skemmtilegt forrit og er hægt að líta á sem afþreyingu.

Photomath - stærðfræði app

Mynd
Nemendur vinna með appið í tíma.  Í haust hefur 10.bekkur í skólanum verið að æfa sig á stærðfræðiappinu Photomath. Þetta er sjálfshjálparforrit í stærðfræði sem les tölurleg stærðfræði dæmi en ekki orðadæmi. Forritið sýnir ferlið í því að vinna dæmið sem á að vinna auk þess að sýna ýmsar viðbótarupplýsingar til lausnar dæminu þar sem það á við. Forritið er frítt. Á youtube.com er fínt myndband sem sýnir hvernig það nýtist í skólanum.

Nýja tæknin eða þannig

Mynd
Jæja, þá er maður kominn í gírinn aftur að blogga - sem er nú frekar gamaldags í dag - er það ekki!? . Eftir að hafa verið sett til hliðar í skólanum varðandi ust-mál nennti ég ekki að vera ,,all-in" í þessum málum. En nú eru yfirmenn mínir miklir áhugamenn um að koma tækninni á legg í skólanum og virkja alla til þátttöku. Það var eins og að kveikja á gömlum vírus sem hefur legið í láginni nokkur undanfarin ár. Mér gafst kostur á að fara á Utís 2017 og 2018 sem var mikil innspýting í áhugann. Svo hefur tæknibúnaður skólans verið mikið uppfærður og ég upplifi að við séum á fullri ferð í skólanum inn í nútímann og að verða fremst meðal jafningja. Hér er þó enn ,,akkilesarhæll" í sveitarfélaginu en það er nettengingin, hér er netið oft að frjósa og hnökra svo við bíðum spennt eftir ljósleiðaranum !!! sem er þó amk 2 ár í skv. nýjustu fréttum. En nú erum við kennararnir að þjálfa okkur í að nota þessa nýju tækni og kenna nemendum á hana en margir þeirra kunna samt mjög mikið...