Jæja, þá er maður kominn í gírinn aftur að blogga - sem er nú frekar gamaldags í dag - er það ekki!? . Eftir að hafa verið sett til hliðar í skólanum varðandi ust-mál nennti ég ekki að vera ,,all-in" í þessum málum. En nú eru yfirmenn mínir miklir áhugamenn um að koma tækninni á legg í skólanum og virkja alla til þátttöku. Það var eins og að kveikja á gömlum vírus sem hefur legið í láginni nokkur undanfarin ár. Mér gafst kostur á að fara á Utís 2017 og 2018 sem var mikil innspýting í áhugann. Svo hefur tæknibúnaður skólans verið mikið uppfærður og ég upplifi að við séum á fullri ferð í skólanum inn í nútímann og að verða fremst meðal jafningja. Hér er þó enn ,,akkilesarhæll" í sveitarfélaginu en það er nettengingin, hér er netið oft að frjósa og hnökra svo við bíðum spennt eftir ljósleiðaranum !!! sem er þó amk 2 ár í skv. nýjustu fréttum. En nú erum við kennararnir að þjálfa okkur í að nota þessa nýju tækni og kenna nemendum á hana en margir þeirra kunna samt mjög mikið...