Nýja tæknin eða þannig

Jæja, þá er maður kominn í gírinn aftur að blogga - sem er nú frekar gamaldags í dag - er það ekki!? . Eftir að hafa verið sett til hliðar í skólanum varðandi ust-mál nennti ég ekki að vera ,,all-in" í þessum málum.
En nú eru yfirmenn mínir miklir áhugamenn um að koma tækninni á legg í skólanum og virkja alla til þátttöku. Það var eins og að kveikja á gömlum vírus sem hefur legið í láginni nokkur undanfarin ár. Mér gafst kostur á að fara á Utís 2017 og 2018 sem var mikil innspýting í áhugann. Svo hefur tæknibúnaður skólans verið mikið uppfærður og ég upplifi að við séum á fullri ferð í skólanum inn í nútímann og að verða fremst meðal jafningja. Hér er þó enn ,,akkilesarhæll" í sveitarfélaginu en það er nettengingin, hér er netið oft að frjósa og hnökra svo við bíðum spennt eftir ljósleiðaranum !!! sem er þó amk 2 ár í skv. nýjustu fréttum.

En nú erum við kennararnir að þjálfa okkur í að nota þessa nýju tækni og kenna nemendum á hana en margir þeirra kunna samt mjög mikið og stundum meira en starfsmennirnir - þannig skipast námsfélag þar sem allir eru að læra á tæknina. Þetta er ný nálgun á kennarastarfið, sem er bæði í senn skemmtilegt og spennandi.

Í framhaldinu er ég að hugsa um að skrifa hér á bloggið það sem ég er að prófa mig áfram með.

Undanfarið hef ég líka verið að æfa mig á twitter  undir @aglasnor (https://twitter.com/aglasnor) pósta þar gjarnan þvi sem ég er að prófa með nemendum undir #menntavarp - þetta er mjög skemmtilegur vettvangur kennara og annara áhugamanna um upplýsingatækni og skólastarf almennt. Þarna fær maður hugmyndir og innblástur af því sem er að gerast í skólastarfi.

Það eru bara spennandi tímar framundan í skólastarfi.

Bestu kveðjur,



Ummæli

Ásta Kristjana sagði…
já nú er gaman ��

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky