Fyrirlestur Curtis J. Bonk á UT 2005 (verkefni 1)
Fyrirlesturinn sem ég hlustað og horfði á með Curtis J. Bonk var mjög skemmilega uppsettur, lifandi og vakti áhuga.
Þessi þrjú mismunandi þemu sem hann setti upp vöktu upp hugsanir um hvernig maður á að líta á breytta tækni og kennsluhætti. Er lífið leikur og ævintýri eins og fyrilesarinn birtist, Disney-heimur. Eða er maður “frosinn” í einhven tíma og hoppar svo allt í einu í nútímann og veit ekki alveg hvað er um að vera eða bregða sér gervi töframannsins og líta á möguleikana og vinna út frá þeim. Valið á því hvernig umræðan fer fram, fer eftir “gervinu” sem þú ert í, gervinu sem þú velur?
Umræðan um peningana vakti upp ýmsar spurningar, hver á að borga hvað? Hann benti á fría þjónustu sem hægt er að nota í skólum og að maður þyrfti að hafa markmið með því sem maður ætlar að gera. En það sem ég hafði ekki hugsað útí, er að það er ekkert “módel” til fyrir því hvernig á að kenna þessa nýju tækni. Samt er hún búin að vera við lýði í um tuttugu ár eða frá 1984 samkvæmt hans upplýsingum.
Þegar hann fór í gervi galdramannsins fannst mér áhugavert hvernig hann velti upp ýmsum hliðum. Learning by doing - er aðferð sem nemendur mínir nota mikið þegar þeir eru að spá í nýju tæknina. Þeir prófa, fikta og vita hvað virkar, “chatta” á msn og svo frv. Í þessum umræðum er það “jafnaldrafæðsla” sem fer fram. Svo er farið heim og prófað.
Umræðan hjá Curtis um fréttablöðin og upplýsingaveitur blaðanna/samantekt fannst mér spennandi en hef ekki kynnt mér það ennþá.
Þessi fyrirlestur velti upp mörgum spurningum sem er spennandi að spá í , hvernig verða kennarar framtíðarinnar? Hvers konar kennsla verður? Verður skólinn alltaf á eftir tækninni? Verður hann einhvern tímann samferða henni ? Verður kennsla framtíðarinnar í tækniumhverfi þar sem að grín og alvara er blönduð saman, alls konar “tæknibrellur” og margt að gerast á sama tíma, til að fanga athygli nemenda.? Það er spennandi að spá í þessa hluti.
Hér er slóðin ef þú hefur áhuga. E- learning (Curtis J. Bonk á UT2005)
Þessi þrjú mismunandi þemu sem hann setti upp vöktu upp hugsanir um hvernig maður á að líta á breytta tækni og kennsluhætti. Er lífið leikur og ævintýri eins og fyrilesarinn birtist, Disney-heimur. Eða er maður “frosinn” í einhven tíma og hoppar svo allt í einu í nútímann og veit ekki alveg hvað er um að vera eða bregða sér gervi töframannsins og líta á möguleikana og vinna út frá þeim. Valið á því hvernig umræðan fer fram, fer eftir “gervinu” sem þú ert í, gervinu sem þú velur?
Umræðan um peningana vakti upp ýmsar spurningar, hver á að borga hvað? Hann benti á fría þjónustu sem hægt er að nota í skólum og að maður þyrfti að hafa markmið með því sem maður ætlar að gera. En það sem ég hafði ekki hugsað útí, er að það er ekkert “módel” til fyrir því hvernig á að kenna þessa nýju tækni. Samt er hún búin að vera við lýði í um tuttugu ár eða frá 1984 samkvæmt hans upplýsingum.
Þegar hann fór í gervi galdramannsins fannst mér áhugavert hvernig hann velti upp ýmsum hliðum. Learning by doing - er aðferð sem nemendur mínir nota mikið þegar þeir eru að spá í nýju tæknina. Þeir prófa, fikta og vita hvað virkar, “chatta” á msn og svo frv. Í þessum umræðum er það “jafnaldrafæðsla” sem fer fram. Svo er farið heim og prófað.
Umræðan hjá Curtis um fréttablöðin og upplýsingaveitur blaðanna/samantekt fannst mér spennandi en hef ekki kynnt mér það ennþá.
Þessi fyrirlestur velti upp mörgum spurningum sem er spennandi að spá í , hvernig verða kennarar framtíðarinnar? Hvers konar kennsla verður? Verður skólinn alltaf á eftir tækninni? Verður hann einhvern tímann samferða henni ? Verður kennsla framtíðarinnar í tækniumhverfi þar sem að grín og alvara er blönduð saman, alls konar “tæknibrellur” og margt að gerast á sama tíma, til að fanga athygli nemenda.? Það er spennandi að spá í þessa hluti.
Hér er slóðin ef þú hefur áhuga. E- learning (Curtis J. Bonk á UT2005)
Ummæli
Ég hlustaði líka á þennan fyrirlestur og fannst mér þeir tala full hratt fyrir mig að ég gæti þýtt það nógu vel. En með því að lesa pistilinn þinn þá tengdi ég það betur sem sagt var.
Ég býst við að tölvan verði meira notur í framtíðinni. Það er ég viss um að foreldrar í sveitum landsins fara að gera meiri kröfur um að börnunum verði kennt í gegnum tölvur svo að þau geti verið meira heima við, þó svo þau muni líka mæta í skólan annað slagið.