Heimasíðugerðin

Nú er ég í vondum málum, tall-a-la-la var sungið einu sinni.

Nú er ég búin að skoða hvernig á byrja á heimasíðu, lesa fyrst, hlusta á Salvöru á laugardaginn þar sem að opnðuðst glufur, fara og skoða aðrar heimasíður. Hugsa hvað ég ætla að gera og byrja svo!!!!! Var búin að setja ýmislegt inn og gekk bara vel. Ánægð með mig. Var búin að gera allskonar "fídusa" en þeir komu og fóru og ég skil ekkert í þessu!!! En er viljug að reyna!! En svo þegar ég ætlaði að skoða síðuna, úbs, það kom ekkert á vefinn sjálfan allt "frosið í forritinu" að ég held. Annars veit ég ekkert um þetta, held að það fari næstu klukkustundir í að finna út úr því hvernig þetta kemst til birtingar. Sjálfsagt eitt hak sem manni sést yfir eins og svo oft áður. En sem sagt það er eitt og annað í gangi þó svo að það sé ekki komið á skjáinn.

Ummæli

Agla Snorradóttir sagði…
Takk, er að bögglast í þessu. Gengur hægt en mjakast þó.
Kveðja AGLA

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky