Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2006

Kammerkór Biskupstungna

Mynd
Kammerkór Biskupstungna Originally uploaded by aglasnor . Verð að segja ykkur frá því að ég fór í Skálholtskirkju á sunnudagskvöld að hlusta á Brynjólfsmessu eftir Gunnar Þórðarson í flutningi hljómsveitar og kóra frá Keflavíkurkirkju, Grafarvogskirkju og Skálholtsdómkirkju auk barnakóra. Frábær upplifun og til hamingju öll sem stóðuð að þessu. Þetta er líka verkefnið að senda mynd úr flickr á blogg

Flickr

Mynd
This is a test post from , a fancy photo sharing thing.

Skjákennslan og Gizmo

Jæja,þá er það skjákennslan. Er búin að taka margar tökur upp í Camstudio og vista en kem þeim engan vegin á vefinn minn. Fyrst var ég með 5 mín kennslu og minnkaði hana niður í 3,o1 mín (svo ég sé nú nákvæm!) en ekkert gengur og fæ bara villumeldingu eftir langa, langa "inporting files" á vefinn. Skil ekki enn hvað ég er að gera vitlaust. Það hlýtur að koma, hefur kannski einhver annar lent í þessu? En svo er það Gizmo símaforritið , prófuðum það á laugardagsmorguninn á nkn-fundinum. Þetta er ókeypis forrit og tal milli tölva eins og skype en ég er ekki búin að prófa það móg til að dæma það. Eitt hefur það þó umfram skype að hægt er að taka upp samtölin ef maður vill og þau vistast í i-tunes forritinu (amk hjá mér). Björgunarsveitarmaðurinn á heimilinu var hrifinn og sá þarna möguleika fyrir björgunarsveitir að taka upp samtöl í leitum en röddin í forritinu lætur aðila vita þegar tökur hefjast og þeim er lokið, þannig að allir ættu að vera með á hreinum hvað er í gangi. Sv...

Elgg.net- Spennandi vefur

Vefurinn Elgg.net (personal learning landskape) er vefur fyrir einstaklinga til að halda utan um eign samskipti og skipulag á því sem að viðkomandi vinnur á/í og við tölvur. Elgg námsumhverfið er fyrir 13 ára og eldri. Viðkomandi er ábyrgur fyrir því sem er skrifað undir skráningu hans. Ekki má nota Elgg fyrir ólöglega starfsemi. Ekki er Elgg heldur hugsað sem lausn í viðskiptaheiminum. Eftir að hafa loggað sig inn, hefur maður aðgang að mörgum verkfærum. Fyrsti flipinn „Um mig” (your profile), þar er hægt að setja mjög margar upplýsingar um sig, búsetu, stöðu, áhugamál og fleira auk myndar. Þegar „prófillinn” hefur verið fylltur út er mismunandi litur á textanum, blái texinn segir til um að aðrir hafa skráð sama orð inn og hægt er að klikka á orðið og þá kemur síða með öllum sem hafa sett inn sama orð og þú. T.d. þeir sem skrá Island í country koma allir upp á síðunni, þannig er hægt að sjá hverjir hafa skráð sig inn í „Elgg samfélagið” undir þessu orði. Næsti flipi er bloggið þitt ...

Mósaik myndir, prófaði það, afar sniðugt

Mynd
Jæja eftir að hafa fjasað í síðasta bloggi og rótast á milli verkefna eirðarlaus, datt ég í sgcollage sem er vefur þar sem þú getur sett inn myndirnar þínar og fengið út mosaikmyndir. Ég prófaði nokkur form og sumt kom vel út. En svo kom babb í bátinn - eins og alltaf !- ég ætlaði að senda myndirnar á flickr myndasvæðið mitt en það komst aldrei þangað, en ég gat sent mér myndina í pósti og tekið hana þaðan á flickr. Finn sennilega út úr þessu seinna. En þetta getur verið spennandi að vinna með, sérstaklega ef maður vill búa til og senda persónulegt kort t.d. jólakort.

Hugflæði um námið

Alltaf að prófa eitthvað en verður lítið úr verki, ekki mikill sjáanlegur afrakstur Sit hér kvöld eftir kvöld og er í tölvunni. Veit stundum ekki hvað ég er búin að vera að gera allt kvöldið, t.d. kvöldið í kvöld, fyrst að kíkja á heimsíðuna, breyta aðeins og bæta, laga liti og vesenast, fer síðan á vyew-fund með skype í nkn2006. Horfi á kennslu, tala við samnemendur eftir fundinn, skoða síðan vefsíður með forhönnuðuútliti, skoða síðu eftir síðu og finnst sumt fallegt, sumt ljótt, sumt koma til greina en dett ekki niður á neitt sem hentar mér í næsta vefverkefni sem á að vera um Barna- og kammerkór Biskupstungna. Nenni ekki meir í þessu. Fer í annað. Eftir nokkra leit fann ég með hjálp Kristínar producer á netinu, hleð því niður og skoða, reyni að skilja hvernig það virkar, rýni í glósurnar frá Salvöru, nenni ekki meir. Skoða camstudio og reyni að finna út hvernig það virkar geri nokkrar prufuupptökur án hljóðs, held að ég skilji hvernig á að gera þetta, nenni ekki að gera meira, er ek...

Samvinnuverkfæri á vef.

Þessi pistill fjallar um nokkur samvinnuverkfæri sem hægt er á nálgast á vefnum. Samvinnuverkfæri á vef er þegar tveir eða fleiri geta verið saman að vinna ákveðin verkefni annað hvort munnlega, skriflega eða bæði samtímis. Vyew.com er nokkurs konar „fundarherbergi”. Þar geta frá 2 c.a. 20 unnið saman annað hvort allir í einu eða komið inn á mismunandi tímum, sýnist mér. Byrjað er að skrá sig inn með nafni, netfangi og lykilorði. Hægt er að skrá sig sem fundarstjórnanda og þú boðið á fund með þvíð að láta viðkomandi hafa „fundarherbergisnúmerið”. Ef þú ætlar að stjórna fundi skrái þí þig þannig en síðan getur einhver líka boðið þér á fund en þá þarftu að vita númerið á fundinum og skráir númerið þar inn. Ef þú ert stjórnandi hefur þú meiri möguleika en þátttakendur. Vyew.com býður upp á marga möguleika. Þegar að „fundarherbergið” birtist á skjánum þá er hvíttblað fyrir framan mann en í kring eru ýmiskonar verkfæri. Hægramegin er listi yfir notendur (userlist) og hvað möguleika þeir haf...

Hljóðblogg frá Odeo.com: Sagan Spýturnar sjö.

Voríð úti

Verð að segja ykkur frá því að veðrið er æðislegt úti og vorið komið í mann. En sit nú hér inni og horfi út um gluggann og er að skrifa wikipediagreinina mína, það togast á í manni trjáræktarkonan og lærdómsgenin og svo samviskusemin. Til að reyna að sameina þetta skrifa ég á wikipedia um rósir!!!!! Er þetta ekki góður ,,Pollýönnuleikur" !

Movier maker, dagurinn fór í það !!!

Mynd
Já þetta tekur ekki mikinn tíma, þetta fæ ég á tilfinninguna þegar ég spjalla við aðra um verkefnin í skólanum. Nú er ég búin að gera 4 mín slidesshow í movie maker. Það tók allan daginn. Í morgun fór ég út áður en að fundurinn á skype og veyw byrjaði, smellti nokkrum myndum til að hafa í slides-inu, viti menn allt saman úr fókus og batteríið kláraðist !!!! Fór aftur út eftir fundinn og smellti nokkrum myndum af í viðbót, gekk ágætlega en birtan og snjórinn voru ekki eins og fyrr um morguninn. En hvað um það svo átti nú bara að skella þessu inn, ekkert mál. Gekk vel að setja myndirnar inn og effectana, svo BARA að breyta wma-skrá í mp3 skrá, þá fyrst kárnaði gamanið, það bara gekk ekki þrátt fyrir góðar leiðbeiningar fyrst frá Salvöru og síðan Jónatani vini mínum. Hann fékk örugglega hugskeyti frá mér þegar þolinmæðin var alveg að bresta og sagði mér hvernig ætti að gera þetta. Leitaði að encoder síðum og fann engar sem ég gat notað, hlóð niður nokkrum tegundum og prófaði og prófaði. ...

UT 2006 Grundarfirði

Mynd
Sveigjanleiki í skólastarfi. Ráðstefna haldin í Fjölbrautarskóla Snæfellinga Grundarfirði 3.mars 2006 Dagurinn byrjaði með ferð úr Reykjavík tæplega átta um morguninn. Við stöllurnar, Kristín Björk og ég, fórum á einkabíl vestur til þess að geta verið fljótari heim um kvöldið, enda orðið ágætt úthald eftir staðbundulotuna í Reykjavík. Þegar við komum vestur um kl.10 tók Hugrún, samnemandi okkar, á móti okkur og hinum sem komu með rútunni. Hún var svo hugulsöm að vera búin að undirbúa heimsókn fyrir okkur á námskeiðinu Nám og kennsla á netinu (nkn 2006) í framhaldsdeildinni í Kennó. Við byrjuðum á því að skoða Bæringsstofu , þar sem að Ingi tók á móti okkur. Bærinsstofa er salur þar sem að hægt er/verður að skoða myndir og sögu Grundarfjarðar og nágrennis. Verið er að vinna úr myndum Bæring og koma þeim í nútíma margmiðlunarform. Þá fórum við í safnahluta Sögumiðstöðvarinnar. Þar sáum við afar skemmtilega útfært ,, safn” þar sem margmiðlun nýtur sín og útfærsla á sýningarmunum er skemm...

Kirkjufellið

Mynd
Kirkjufellið í ýmsum stærðum!!!!!! Jæja, þá er maður búinn að nema svo mikið að heilinn er kominn á "hold", þ.e. maður á eftir að vinna úr öllu sem maður er búinn að inbyrða. Hlakka mikið til að fara á Grundarfjörð á UT-ráðstefnuna. Knnski er golfvöllur þar eins og á Flúðum en það er víst nauðsynlegt að hafa golfvöll nálægt svona ráðstefnum amk að mati nokkura kennara sem kenna með mér.!!!!!! Annars líst mér vel á að vara að prófa öll þau "verkfæri" á tölvunni sem ég er búin að fá kynningu á. Segi meira fráþeim seinna.