Skjákennslan og Gizmo

Jæja,þá er það skjákennslan. Er búin að taka margar tökur upp í Camstudio og vista en kem þeim engan vegin á vefinn minn. Fyrst var ég með 5 mín kennslu og minnkaði hana niður í 3,o1 mín (svo ég sé nú nákvæm!) en ekkert gengur og fæ bara villumeldingu eftir langa, langa "inporting files" á vefinn. Skil ekki enn hvað ég er að gera vitlaust. Það hlýtur að koma, hefur kannski einhver annar lent í þessu?

En svo er það Gizmo símaforritið, prófuðum það á laugardagsmorguninn á nkn-fundinum. Þetta er ókeypis forrit og tal milli tölva eins og skype en ég er ekki búin að prófa það móg til að dæma það. Eitt hefur það þó umfram skype að hægt er að taka upp samtölin ef maður vill og þau vistast í i-tunes forritinu (amk hjá mér). Björgunarsveitarmaðurinn á heimilinu var hrifinn og sá þarna möguleika fyrir björgunarsveitir að taka upp samtöl í leitum en röddin í forritinu lætur aðila vita þegar tökur hefjast og þeim er lokið, þannig að allir ættu að vera með á hreinum hvað er í gangi. Svo var líka annað spennandi að skoða að þegar símtali er ekki svarað kemur röddin líka og bíður þér að lesa inn skilaboð til viðkomandi eftir "píp" en ég fann ekki út hvernig væri hægt að hluta svo á skilaboðin, seinni tíma vandamál. En spennandi að skoða betur.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky