Mósaik myndir, prófaði það, afar sniðugt


Jæja eftir að hafa fjasað í síðasta bloggi og rótast á milli verkefna eirðarlaus, datt ég í sgcollage sem er vefur þar sem þú getur sett inn myndirnar þínar og fengið út mosaikmyndir. Ég prófaði nokkur form og sumt kom vel út. En svo kom babb í bátinn - eins og alltaf !- ég ætlaði að senda myndirnar á flickr myndasvæðið mitt en það komst aldrei þangað, en ég gat sent mér myndina í pósti og tekið hana þaðan á flickr. Finn sennilega út úr þessu seinna. En þetta getur verið spennandi að vinna með, sérstaklega ef maður vill búa til og senda persónulegt kort t.d. jólakort.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky