UT 2006 Grundarfirði
Sveigjanleiki í skólastarfi.
Ráðstefna haldin í Fjölbrautarskóla Snæfellinga Grundarfirði
3.mars 2006
Dagurinn byrjaði með ferð úr Reykjavík tæplega átta um morguninn. Við stöllurnar, Kristín Björk og ég, fórum á einkabíl vestur til þess að geta verið fljótari heim um kvöldið, enda orðið ágætt úthald eftir staðbundulotuna í Reykjavík.
Þegar við komum vestur um kl.10 tók Hugrún, samnemandi okkar, á móti okkur og hinum sem komu með rútunni. Hún var svo hugulsöm að vera búin að undirbúa heimsókn fyrir okkur á námskeiðinu Nám og kennsla á netinu (nkn 2006) í framhaldsdeildinni í Kennó.
Við byrjuðum á því að skoða Bæringsstofu, þar sem að Ingi tók á móti okkur. Bærinsstofa er salur þar sem að hægt er/verður að skoða myndir og sögu Grundarfjarðar og nágrennis. Verið er að vinna úr myndum Bæring og koma þeim í nútíma margmiðlunarform. Þá fórum við í safnahluta Sögumiðstöðvarinnar. Þar sáum við afar skemmtilega útfært ,, safn” þar sem margmiðlun nýtur sín og útfærsla á sýningarmunum er skemmtilega úthugsuð.
Ráðstefna haldin í Fjölbrautarskóla Snæfellinga Grundarfirði
3.mars 2006
Dagurinn byrjaði með ferð úr Reykjavík tæplega átta um morguninn. Við stöllurnar, Kristín Björk og ég, fórum á einkabíl vestur til þess að geta verið fljótari heim um kvöldið, enda orðið ágætt úthald eftir staðbundulotuna í Reykjavík.
Þegar við komum vestur um kl.10 tók Hugrún, samnemandi okkar, á móti okkur og hinum sem komu með rútunni. Hún var svo hugulsöm að vera búin að undirbúa heimsókn fyrir okkur á námskeiðinu Nám og kennsla á netinu (nkn 2006) í framhaldsdeildinni í Kennó.
Við byrjuðum á því að skoða Bæringsstofu, þar sem að Ingi tók á móti okkur. Bærinsstofa er salur þar sem að hægt er/verður að skoða myndir og sögu Grundarfjarðar og nágrennis. Verið er að vinna úr myndum Bæring og koma þeim í nútíma margmiðlunarform. Þá fórum við í safnahluta Sögumiðstöðvarinnar. Þar sáum við afar skemmtilega útfært ,, safn” þar sem margmiðlun nýtur sín og útfærsla á sýningarmunum er skemmtilega úthugsuð.
Þegar þessu var lokið fórum við öll í heimsókn í grunnskólann og þar tók aðstoðarskólastjórinn á móti okkur. Það var alveg frábært að sjá hvað mörgu er haganlega komið fyrir. Það er augljóst að sveitarstjórnarmenn og skólastjórar eru áhugasamir um að gera vel fyrir skólann. Það vakti athygli mína hvað öll verkefni og verk nemenda voru uppi á veggjum skólans, hvað skólaeldhúsið var haganlega hannað, hvað náttúrufræðistofan var vel útbúin, hvað nýja tölvuverið –stoltið- var að taka á sig mynd- hvað búnaðurinn var úthugsaður, tölvur og sendar og slíkt. Hvað allir kennara höfðu góðan aðgang að tækjum og gott rými til að vinna. Að sjá tölvu í handavinnustofunni, fartölvuvagna fyrir nemendur sem voru hugsaðir í viðbót við tölvuverið, smartboard töflu í líffræðistofunni var alveg frábært. Það var líka gaman að hlusta á eldmóðinn sem skein í gegn þegar talað var um smíðastofuna sem var í vændum og sundlaugina sem átti vonbráðar að koma. Greinilega að það er hugur í mönnum þarna að gera vel, bæði fyrir kennara og nemendur.
En Hugrún var ekki bara búin að hugsa fyri heimsóknunum, heldur var líka boðið upp á kærkomna hressingu. Takk Hugrún fyrir frumkvæðið og skipulagninguna.
En svo var tími kominn til að fara á ráðstefnuna í Fjölbrautarskóla Snæfellinga.
Ég hafði missti af setningunni, ávarpi og tónlistaratriðinu vegna áður greindra ástæðna.
Á ráðstefnunni voru ýmsar kynningar og sölumennska í gangi, ég skoðaði Clicker forritið sem Skólavörubúðin kynnti, afar spennandi forrit sem gæti bæði nýst leikskólanum og yngstu bekkjum grunnskólans, byrjendakennslu í tungumálum, sérkennslu og víðar. Þá kynnti ég mér smartboardtöflurnar og möguleika forritsins sem fylgir með töflunum frá Varmaás. Einnig skoðaði ég forrit sem gerir kennurum kleift að hafa alla skjáí í kennslustofu undir ,,kontról” og kennt út frá því sem er að gerast í stofunni. Þetta er tæki sem mér finnst að hver skóli ætti að eiga a.m.k eitt stykki af. Þá kíkti ég aðeins á þau tölvutilboð sem voru í gangi, en skoðaði sérstaklega tölvu með tvöföldum örgjörva. Spennandi tækni það, en heldur dýr.
Það sem var afar skemmtilegt við þessa ráðstefnu var hvernig samskiptatæknin var notuð. Fyrirlesarar fluttu sína tölu úr púlti með glærusýningum, en á hverju borði í salnum var opin tölva á msn þar sem að samræðum milli borða og púlts var varpað upp á stórt sýningartjald. Þetta gerði það að verkum að margar skemmtilegar umræður urðu til meðan á fyrirlestri stóð sem var svo farið í gegnum í lok fyrirlestrar. Spennandi tækni þetta.
Fyrirlesturinn Fjölbreyttar kennsluaðferðir var fyrsti fyrirlesturinn sem ég hlustaði á. Guðrún Högnadóttir frá HR flutti.
Það var gott að hlusta á einhvern sem kemur ekki beint úr starfsliði grunnskóla, heldur gefur manni aðra sýn á kennsluaðferðir. Skilvirk hlustun var eitt af því sem hún nefndi, eru nemendur að hlusta á kennarann eða bíða efti því að fá að tala? Hún talaði líka um mikilvægi þess að taka sýnishorn úr samtímanum, t.d. bíómynd og yfirfæra í skólann og námsefni. Vera með fjölbreytt námsefni. Svo sýndi hún okkur skemmtilega aðferð, sem ég sé að gæti nýst í heimakrók, en það er að sá sem er með ,,prikið” má tala en hinir verða að hlusta. Svo talaði hún líka um endursögn, þegar nemandi á að endurtaka og kenna það sem hann lærði í tímanum. En kannski er besta kennslan fólgin í því að kynna fyrst það sem þú ætlar að kenna, kenna og enda tímann á því að segja hvað þú kenndir. Guðrún talaði líka um tengsl atvinnulífsins við menntakerfið, hvernig þau gætu styrkt hvort annað.
Næst fór ég á fyrirlestur um hugarkort, t.d. Mindmanager, en ég hvarf fljótlega af vettvangi, því þetta var nákvæmlega það sama og ég hafði fengið kynningu á í náminu í Kennó og prufað aðeins sjálf að nota. Gæti vel hugsað mér að vinna meira með það forrit. Ég tók kynningardisk til að fara með í skólann minn.
En Hugrún var ekki bara búin að hugsa fyri heimsóknunum, heldur var líka boðið upp á kærkomna hressingu. Takk Hugrún fyrir frumkvæðið og skipulagninguna.
En svo var tími kominn til að fara á ráðstefnuna í Fjölbrautarskóla Snæfellinga.
Ég hafði missti af setningunni, ávarpi og tónlistaratriðinu vegna áður greindra ástæðna.
Á ráðstefnunni voru ýmsar kynningar og sölumennska í gangi, ég skoðaði Clicker forritið sem Skólavörubúðin kynnti, afar spennandi forrit sem gæti bæði nýst leikskólanum og yngstu bekkjum grunnskólans, byrjendakennslu í tungumálum, sérkennslu og víðar. Þá kynnti ég mér smartboardtöflurnar og möguleika forritsins sem fylgir með töflunum frá Varmaás. Einnig skoðaði ég forrit sem gerir kennurum kleift að hafa alla skjáí í kennslustofu undir ,,kontról” og kennt út frá því sem er að gerast í stofunni. Þetta er tæki sem mér finnst að hver skóli ætti að eiga a.m.k eitt stykki af. Þá kíkti ég aðeins á þau tölvutilboð sem voru í gangi, en skoðaði sérstaklega tölvu með tvöföldum örgjörva. Spennandi tækni það, en heldur dýr.
Það sem var afar skemmtilegt við þessa ráðstefnu var hvernig samskiptatæknin var notuð. Fyrirlesarar fluttu sína tölu úr púlti með glærusýningum, en á hverju borði í salnum var opin tölva á msn þar sem að samræðum milli borða og púlts var varpað upp á stórt sýningartjald. Þetta gerði það að verkum að margar skemmtilegar umræður urðu til meðan á fyrirlestri stóð sem var svo farið í gegnum í lok fyrirlestrar. Spennandi tækni þetta.
Fyrirlesturinn Fjölbreyttar kennsluaðferðir var fyrsti fyrirlesturinn sem ég hlustaði á. Guðrún Högnadóttir frá HR flutti.
Það var gott að hlusta á einhvern sem kemur ekki beint úr starfsliði grunnskóla, heldur gefur manni aðra sýn á kennsluaðferðir. Skilvirk hlustun var eitt af því sem hún nefndi, eru nemendur að hlusta á kennarann eða bíða efti því að fá að tala? Hún talaði líka um mikilvægi þess að taka sýnishorn úr samtímanum, t.d. bíómynd og yfirfæra í skólann og námsefni. Vera með fjölbreytt námsefni. Svo sýndi hún okkur skemmtilega aðferð, sem ég sé að gæti nýst í heimakrók, en það er að sá sem er með ,,prikið” má tala en hinir verða að hlusta. Svo talaði hún líka um endursögn, þegar nemandi á að endurtaka og kenna það sem hann lærði í tímanum. En kannski er besta kennslan fólgin í því að kynna fyrst það sem þú ætlar að kenna, kenna og enda tímann á því að segja hvað þú kenndir. Guðrún talaði líka um tengsl atvinnulífsins við menntakerfið, hvernig þau gætu styrkt hvort annað.
Næst fór ég á fyrirlestur um hugarkort, t.d. Mindmanager, en ég hvarf fljótlega af vettvangi, því þetta var nákvæmlega það sama og ég hafði fengið kynningu á í náminu í Kennó og prufað aðeins sjálf að nota. Gæti vel hugsað mér að vinna meira með það forrit. Ég tók kynningardisk til að fara með í skólann minn.
Gagnvirkt íslenskunám á Netinu var vefur sem var kynntur þarna, spennandi kostur fyrir þá sem að þurfa og vilja læra íslensku. Kíkið á vefinn, hann vakti líka athygli mína þarna.
Þá fór ég næst á fyrirlesturinn Heimanám er vegna þess að það er.
Valdimar Víðisson skólastjóri Grenivíkurskóla flutti.
Valdimar fór yfir rannsóknir sem hafa verið gerðar og benti á ýmsar niðurstöður þar að lútandi. Hann lagði áherslu á að skólar mörkuðu sér stefnu með heimanám. Hvað er heimanám og fyrir hverja? Er heimanám kvöð eða hvati? Eiga nemendur að eiga lengri vinnudag en fullorðnir? Hvert er hlutverk kennara í heimanámsferli barna? Hvert er hlutverk foreldra? Engin ,,brilljant” svör komu fram en þetta vakti mig allavega til umhugsunar um það hversu langan vinnudag nemendur eiga oft á tíðum. Í umræðunum á eftir fannst mér einn gestur koma fram með skemmtilega spurningu sem ég hafði svo sem ekki velt mikið fyrir mér. Undirbýrð þú þig, sem kennari, kennsluna þína út frá því að nemandinn hafi lesið heima og komi undirbúinn í kennslustundina eða kennir þú út frá því að nemandinn þekki ekki efnið og þú kynnir það og nemandinn fer svo heim og les meira?
Skemmtileg pæling það?
Sveigjanleiki og einstaklingmiðun í Norðlingaskóla Reykjavík.
Fyrirlesarar Sif Vígþórsdóttir skólastjóri og Þóranna Ólafsdóttir
Fyrirlesar kynntu hvernig vinna nemenda og kennara er hugsuð út frá stefnunni um sveigjanleika og einstaklingsmiðun. Skólinn er nýr og í mótun, það fjölgar í hverri viku þegar að ný hús í hverfinu verða tilbúin. Nemendur í dag eru tæplega 40 en gert er ráðfyrir að þeir verði um 60 í vor. Hver nemandi geri sína námsáætlun með kennara í hverri viku og vinnur samkvæmt henni. Töluvert val er í gangi og nemendur fá meiri verklega kennslu en viðmiðunarstundarskrá gerir beinlínis ráð fyrir. Nemendur vinna á vinnustöðvum og reglan er sú að spyrja fyrst sessunaut um hjálp áður en þú spyrð kennarann. Sérstök eyðublöð varðandi val og áætlanir eru í gangi, brugðu þær upp glærum af slíkum blöðum og benntu á heimasíðu skólans þar sem að hægt er að nálgast fleiri upplýsingar. Hver kennslulota er 70 mínútur hjá þeim og hefur það reynst vel. Vinnuskipulag kennara er annað en ,,normið” er. Kennari getur verið að vinna nokkrar kennslustundir þessa vikuna en margar næstu. Sif fullyrti að laun kennara væru betri hjá henni en annarsstaðar í borginni, en kennarar í fullu starfi skuldbinda sig að vera í skólanum á dagvinnutíma.- (Semsagt vinna vinnuna í skólanum, vonandi eru þeir með aðstöðu við hæfi ) Þær fengu þó nokkuð af fyrirspurnum úr sal. Ekki fannst mér neitt sérstaklega bitastætt úr þeim umræðum. En eftir fyrirlesturinn varð mér hugsað til míns gamla skóla, Snælandsskóla þar sem að álíka kerfi var keyrt frá stofnun skólans og var þegar ég kenndi þar í lok níundaáratugarins. Þar voru hugmyndafræðingarnir í slíku kerfi konur eins og Valgerður Björnsdóttir, Kristrún Hjaltadóttir, Guðbjörg Emilsdóttir, Birna Sigurjónsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og fleiri undir stjórn Dónalds þáverandi skólastjóra og Reynis Guðsteinssonar síðar skólastjóra. Mér verður stundum hugsaði til þessa fólks sem ól okkur hin upp í þessum hugsunarhætti og kom okkur til verka. Hvernig líður því þegar það heyrir um þessar hugmyndir sem eru að komast í tísku í dag og talað er eins og þetta sé það nýjasta af öllu nýju í kennslumálum. Reynsluboltar úr skóla sem byrjaði í skúrum, eins og Sif er að byrja í, og tók sína kúrfu þegar hverfið var fullbyggt í kringum 1990 og í jafnvægi eins og hverfið á að vera í dag. Gaman væri að heyra frá þér Kristrún um þetta !!! (Hún er í nkn2006 nú!)
Í lok dagsins hlustaði ég svo á upptöku af fyrirlestri Matthew Whelpton. (Hann er dósent við HÍ í ensku) Hann var í msn sambandi á meðan á fyrirlestrinum stóð og svaraði spurningum úr sal. Hann sagði frá COVCELL verkefninu sem er styrkt af Minervusjóði Evrópusambandsins.
Þar er notað Moodle-kerfið en það er ,,opinn hugbúnaður” sem hægt er að nota í kennslu meðal annars til að koma kennslu til nemenda, skilaboðum til nemenda, samskiptum milli nemenda og fleira spennandi. Sigurður Fjalar, einn af ,,gúrúum” moodle á Íslandi, kom svo í lokin og svaraði spurningum um hugbúnaðinn. Þetta er kerfi sem væri gaman að gefa sér tíma til að skoða betur.
Þegar þessum fyrirlestri var lokið fór nkn-hópurinn á Krákuna og ,,fundaði” um málefni dagsins. Gaman að setjast níður með skemmtilegum hópi og spjalla. Siðan fóurm við aftur upp í skóla og hlustuðum á bæjarstýruna og þáðum veitingar fyrir heimferðina. En þá var ekki sagan öll, við stöllurnar Kristín og ég fórum í golf, en það er ,,lenska” í okkar skóla að skella sér í ,,golf” á ráðstefnudögum sem þessum og við gátum að sjálfsögðu ekki svikist undan merkjum. Takk Hugrún fyrir fyrirhöfnina.
En það var kærkomið að koma heim klukkan tæplega 23 eftir 3ja daga úthald.
Svo er að fara að vinna úr öllu sem maður hefur innbyrgt síðustu daga í náminu og á ráðstefnunni. Skemmtileg viðfangefni framundan.
Þá fór ég næst á fyrirlesturinn Heimanám er vegna þess að það er.
Valdimar Víðisson skólastjóri Grenivíkurskóla flutti.
Valdimar fór yfir rannsóknir sem hafa verið gerðar og benti á ýmsar niðurstöður þar að lútandi. Hann lagði áherslu á að skólar mörkuðu sér stefnu með heimanám. Hvað er heimanám og fyrir hverja? Er heimanám kvöð eða hvati? Eiga nemendur að eiga lengri vinnudag en fullorðnir? Hvert er hlutverk kennara í heimanámsferli barna? Hvert er hlutverk foreldra? Engin ,,brilljant” svör komu fram en þetta vakti mig allavega til umhugsunar um það hversu langan vinnudag nemendur eiga oft á tíðum. Í umræðunum á eftir fannst mér einn gestur koma fram með skemmtilega spurningu sem ég hafði svo sem ekki velt mikið fyrir mér. Undirbýrð þú þig, sem kennari, kennsluna þína út frá því að nemandinn hafi lesið heima og komi undirbúinn í kennslustundina eða kennir þú út frá því að nemandinn þekki ekki efnið og þú kynnir það og nemandinn fer svo heim og les meira?
Skemmtileg pæling það?
Sveigjanleiki og einstaklingmiðun í Norðlingaskóla Reykjavík.
Fyrirlesarar Sif Vígþórsdóttir skólastjóri og Þóranna Ólafsdóttir
Fyrirlesar kynntu hvernig vinna nemenda og kennara er hugsuð út frá stefnunni um sveigjanleika og einstaklingsmiðun. Skólinn er nýr og í mótun, það fjölgar í hverri viku þegar að ný hús í hverfinu verða tilbúin. Nemendur í dag eru tæplega 40 en gert er ráðfyrir að þeir verði um 60 í vor. Hver nemandi geri sína námsáætlun með kennara í hverri viku og vinnur samkvæmt henni. Töluvert val er í gangi og nemendur fá meiri verklega kennslu en viðmiðunarstundarskrá gerir beinlínis ráð fyrir. Nemendur vinna á vinnustöðvum og reglan er sú að spyrja fyrst sessunaut um hjálp áður en þú spyrð kennarann. Sérstök eyðublöð varðandi val og áætlanir eru í gangi, brugðu þær upp glærum af slíkum blöðum og benntu á heimasíðu skólans þar sem að hægt er að nálgast fleiri upplýsingar. Hver kennslulota er 70 mínútur hjá þeim og hefur það reynst vel. Vinnuskipulag kennara er annað en ,,normið” er. Kennari getur verið að vinna nokkrar kennslustundir þessa vikuna en margar næstu. Sif fullyrti að laun kennara væru betri hjá henni en annarsstaðar í borginni, en kennarar í fullu starfi skuldbinda sig að vera í skólanum á dagvinnutíma.- (Semsagt vinna vinnuna í skólanum, vonandi eru þeir með aðstöðu við hæfi ) Þær fengu þó nokkuð af fyrirspurnum úr sal. Ekki fannst mér neitt sérstaklega bitastætt úr þeim umræðum. En eftir fyrirlesturinn varð mér hugsað til míns gamla skóla, Snælandsskóla þar sem að álíka kerfi var keyrt frá stofnun skólans og var þegar ég kenndi þar í lok níundaáratugarins. Þar voru hugmyndafræðingarnir í slíku kerfi konur eins og Valgerður Björnsdóttir, Kristrún Hjaltadóttir, Guðbjörg Emilsdóttir, Birna Sigurjónsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og fleiri undir stjórn Dónalds þáverandi skólastjóra og Reynis Guðsteinssonar síðar skólastjóra. Mér verður stundum hugsaði til þessa fólks sem ól okkur hin upp í þessum hugsunarhætti og kom okkur til verka. Hvernig líður því þegar það heyrir um þessar hugmyndir sem eru að komast í tísku í dag og talað er eins og þetta sé það nýjasta af öllu nýju í kennslumálum. Reynsluboltar úr skóla sem byrjaði í skúrum, eins og Sif er að byrja í, og tók sína kúrfu þegar hverfið var fullbyggt í kringum 1990 og í jafnvægi eins og hverfið á að vera í dag. Gaman væri að heyra frá þér Kristrún um þetta !!! (Hún er í nkn2006 nú!)
Í lok dagsins hlustaði ég svo á upptöku af fyrirlestri Matthew Whelpton. (Hann er dósent við HÍ í ensku) Hann var í msn sambandi á meðan á fyrirlestrinum stóð og svaraði spurningum úr sal. Hann sagði frá COVCELL verkefninu sem er styrkt af Minervusjóði Evrópusambandsins.
Þar er notað Moodle-kerfið en það er ,,opinn hugbúnaður” sem hægt er að nota í kennslu meðal annars til að koma kennslu til nemenda, skilaboðum til nemenda, samskiptum milli nemenda og fleira spennandi. Sigurður Fjalar, einn af ,,gúrúum” moodle á Íslandi, kom svo í lokin og svaraði spurningum um hugbúnaðinn. Þetta er kerfi sem væri gaman að gefa sér tíma til að skoða betur.
Þegar þessum fyrirlestri var lokið fór nkn-hópurinn á Krákuna og ,,fundaði” um málefni dagsins. Gaman að setjast níður með skemmtilegum hópi og spjalla. Siðan fóurm við aftur upp í skóla og hlustuðum á bæjarstýruna og þáðum veitingar fyrir heimferðina. En þá var ekki sagan öll, við stöllurnar Kristín og ég fórum í golf, en það er ,,lenska” í okkar skóla að skella sér í ,,golf” á ráðstefnudögum sem þessum og við gátum að sjálfsögðu ekki svikist undan merkjum. Takk Hugrún fyrir fyrirhöfnina.
En það var kærkomið að koma heim klukkan tæplega 23 eftir 3ja daga úthald.
Svo er að fara að vinna úr öllu sem maður hefur innbyrgt síðustu daga í náminu og á ráðstefnunni. Skemmtileg viðfangefni framundan.
Hægt er að skoða fyrirlestrana og fleria tengt ráðstefnunni á Menntagátt.is
Ummæli