Hugflæði um námið
Alltaf að prófa eitthvað en verður lítið úr verki, ekki mikill sjáanlegur afrakstur Sit hér kvöld eftir kvöld og er í tölvunni. Veit stundum ekki hvað ég er búin að vera að gera allt kvöldið, t.d. kvöldið í kvöld, fyrst að kíkja á heimsíðuna, breyta aðeins og bæta, laga liti og vesenast, fer síðan á vyew-fund með skype í nkn2006. Horfi á kennslu, tala við samnemendur eftir fundinn, skoða síðan vefsíður með forhönnuðuútliti, skoða síðu eftir síðu og finnst sumt fallegt, sumt ljótt, sumt koma til greina en dett ekki niður á neitt sem hentar mér í næsta vefverkefni sem á að vera um Barna- og kammerkór Biskupstungna. Nenni ekki meir í þessu. Fer í annað. Eftir nokkra leit fann ég með hjálp Kristínar producer á netinu, hleð því niður og skoða, reyni að skilja hvernig það virkar, rýni í glósurnar frá Salvöru, nenni ekki meir. Skoða camstudio og reyni að finna út hvernig það virkar geri nokkrar prufuupptökur án hljóðs, held að ég skilji hvernig á að gera þetta, nenni ekki að gera meira, er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að "kenna" í því verkefni. Liðnir rúmir fjórir tímar og enginn afrakstur? Jú, eitthvað til að hugsa um. En fer svo að pæla í því, við hvað er miðað þegar að tímasetningin er sett á eininguna í náminu, er það miðað við vinnuskil á verkefnum eða undirbúninginn líka? Skil ekkert í þessum útreikningum. Hugsa ekki um það meira, að sinni. Kíki á bloggið, engin nennir að "kommentera" á það sem ég er að skrifa, skildi einhver nenna að lesa þetta?? Bara spyr!!!
Ummæli
Ég er áskrifandi af blogginu þínu og les það stundum. Ekki örvænta þetta er allt að koma hjá þér. Fyrst er að gera eins og þú nefnir að skoða og spegulera í hlutunum. Svo tekur þú þíg til og framkvæmir eins og ekkert sé. Í öllu námi er nauðsynlegt að skoða og gefa námsefninu hvíld og horfa á í fjarlægð. Það má lesa það úr orðum þínum að þú ert að læra.
Gangi þér vel.
Kveðja,
Fjóla Þorvalds.