Elgg.net- Spennandi vefur
Vefurinn Elgg.net (personal learning landskape) er vefur fyrir einstaklinga til að halda utan um eign samskipti og skipulag á því sem að viðkomandi vinnur á/í og við tölvur.
Elgg námsumhverfið er fyrir 13 ára og eldri. Viðkomandi er ábyrgur fyrir því sem er skrifað undir skráningu hans. Ekki má nota Elgg fyrir ólöglega starfsemi. Ekki er Elgg heldur hugsað sem lausn í viðskiptaheiminum.
Eftir að hafa loggað sig inn, hefur maður aðgang að mörgum verkfærum.
Fyrsti flipinn „Um mig” (your profile), þar er hægt að setja mjög margar upplýsingar um sig, búsetu, stöðu, áhugamál og fleira auk myndar. Þegar „prófillinn” hefur verið fylltur út er mismunandi litur á textanum, blái texinn segir til um að aðrir hafa skráð sama orð inn og hægt er að klikka á orðið og þá kemur síða með öllum sem hafa sett inn sama orð og þú. T.d. þeir sem skrá Island í country koma allir upp á síðunni, þannig er hægt að sjá hverjir hafa skráð sig inn í „Elgg samfélagið” undir þessu orði.
Næsti flipi er bloggið þitt (your blogg) en þar er hægt að búa til blogggrein, skoða bloggið, nota rrs feed. Blogggreinasafn (archive) er næsti möguleiki, að skoða það sem hefur verið gert áður. Í vinablogginu (friends blogs) þar er hægt að setja inn blogg frá „vinum” sínum t.d. var inn á mínu frétt frá Elgg um samvinnu Moodle og Elgg. Skoða allan póst (view all posts) er næsti möguleiki en þar er kemur upp allur póstur sem hefur verið skrifaður síðastliðnu klukkustundir og þar er einnig hægt að sjá hvort viðkomandi er ennþá innskráður (loggaður inn) þegar maður les póstinn hans. Síðasti möguleikinn í þessum flipa er hjálparsíða (page help) en þar er útskýrt afar nákvæmlega hvernig bloggið virkar og hvað á að gera.
Þriðji flipinn er þínar skrár (your files). Í þessum þætti er hægt að búa til skrá (create a new folder ) og vista. Hægt er að leyfa mismunandi aðgang að skránum, almenningur getur lesið það ( public), aðeins þeir sem eru skráðir inn geta notað það (logged in) og svo ef um einkagrein er að ræða sem enginn á að lesa nema eigandi (private). Sama er hægt að gera ef maður vill uppfæra skjal (upload a file) eru sömu möguleikar á aðgerðum. Hægt er að búa til lykilorð (keyword) fyrir greinarnar og flokka þær þannig. Þá kemur möguleiki á rrs feed en það er ef einhver vill verða áskrifandi af viðkomandi grein eða breytingum og sett inn á “fréttaveituna” sína (t.d. netvibes).
Síðan er hjálparsíða (pages help) sem útskýrir hvaða möguleikar eru í boði í þessum lið.
Fjórði flipinn er tileinkaður vinum sem ég vil tengjast annars staðar frá (your network). Félög ( Communities) þarna er hægt að setja upp öll félög og klúbba sem viðkomandi vill fylgjast með og vera í. En í eigin klúbbar (owned communities) er hægt að hafa lista yfir félög, klíkur og slíkt sem viðkomandi hefur búið til sjálfur t.d. um einhver ákveðin málefni t.d. eigin áhugasvið. Viðkomandi getur boðið félögum að vera með í klúbbnum sínum. Í möguleikanum vinir (friends) er hægt að setja inn táknmyndinni (icon) sem sett er inn og er hægt að skrá viðkomadi út (firends out) með því að ýta á táknmyndina.
FOAF möguleikinn er til þess að hægt sé að fara milli kerfa, ef ég skil þetta rétt þá tekur maður “codan” fyrir ákveðinn atriði í kerfinu og límir inn annars staðar til að veita áveðinn aðgang að tilteknu atriði í Elgg. Aðgangshópar (access controls) hér er hægt að setja upp eins marga hópa og vill og veita aðgang. Þetta er eitt mikilvægasta „tækið” í Elgg umhverfinu, þar sem að hver og einn stjórnar því hverja hann hefur smaskipti við og hvað hóp hann tilheyrir. Þá er möguleikinn að senda boð til vina (invite a friend) sem gætu haft áhuga á að vera með í einhverjum af þeim möguleikum sem Elgg býður upp á. Þá er það hjálparsíðan (page help) sem bjargar öllu. Könnuðurinn (explore) en þar skildi ég bara ekki út á hvað það gekk nákvæmlega nema að tenging var á milli Elgg og táknmyndar minnar.
Fimmti flipinn, auðlindirnar (your resoures) býður upp á að setja inn strauma (feeds) frá öðrum síðum. Einnig er möguleiki að finna út vinsælustu straumana og bæta þeim við hjá sér.
Sjötti flipinn, dagatalið (your calendar) er dagatal þar sem hægt er að setja inn öll hugsanleg og óhuganleg minnisatriði skv. dögum. Svo er hægt að tengja dagatalið með straumi (rrs feed) inn á aðra vefi sem viðkomandi hefur aðgang að. Spennandi það.
Meðan ég hef verið að skoða þetta hef ég verið að hugsa til nemenda minna í 9.bekk hvort og þá hvernig þeir gætu nýtt sér þetta kerfi. Jú, það væri gaman að kenna þeim á þetta og setja upp alls konar hópa og áhugasvið, næsta vetur. Láta þau nota þetta svolítið og æfa sig. Veturinn þar á eftir fara þau svo öll í sína áttina hver en eru þá búin að koma sér upp samskiptaneti sem gæti haldið áfram næstu ár. Bætt við fleirum og slíkt. Einnig sé ég fyrir mér að þau gætu komist upp á lag með að glósa beint á tölvur og geymt í Elgg, kallað fram glósur og slíkt hvar sem þau eru og ekki háð eigin tölvu. Þau geta því farið í framhaldinu í nám/á námskeið erlendis en samt haft “allt” með sér án þess að burðast með það í farteskinu.
Afar spennandi kerfi fyrir einstaklinga sem kunna og vilja notfæra sér tæknina.
Elgg námsumhverfið er fyrir 13 ára og eldri. Viðkomandi er ábyrgur fyrir því sem er skrifað undir skráningu hans. Ekki má nota Elgg fyrir ólöglega starfsemi. Ekki er Elgg heldur hugsað sem lausn í viðskiptaheiminum.
Eftir að hafa loggað sig inn, hefur maður aðgang að mörgum verkfærum.
Fyrsti flipinn „Um mig” (your profile), þar er hægt að setja mjög margar upplýsingar um sig, búsetu, stöðu, áhugamál og fleira auk myndar. Þegar „prófillinn” hefur verið fylltur út er mismunandi litur á textanum, blái texinn segir til um að aðrir hafa skráð sama orð inn og hægt er að klikka á orðið og þá kemur síða með öllum sem hafa sett inn sama orð og þú. T.d. þeir sem skrá Island í country koma allir upp á síðunni, þannig er hægt að sjá hverjir hafa skráð sig inn í „Elgg samfélagið” undir þessu orði.
Næsti flipi er bloggið þitt (your blogg) en þar er hægt að búa til blogggrein, skoða bloggið, nota rrs feed. Blogggreinasafn (archive) er næsti möguleiki, að skoða það sem hefur verið gert áður. Í vinablogginu (friends blogs) þar er hægt að setja inn blogg frá „vinum” sínum t.d. var inn á mínu frétt frá Elgg um samvinnu Moodle og Elgg. Skoða allan póst (view all posts) er næsti möguleiki en þar er kemur upp allur póstur sem hefur verið skrifaður síðastliðnu klukkustundir og þar er einnig hægt að sjá hvort viðkomandi er ennþá innskráður (loggaður inn) þegar maður les póstinn hans. Síðasti möguleikinn í þessum flipa er hjálparsíða (page help) en þar er útskýrt afar nákvæmlega hvernig bloggið virkar og hvað á að gera.
Þriðji flipinn er þínar skrár (your files). Í þessum þætti er hægt að búa til skrá (create a new folder ) og vista. Hægt er að leyfa mismunandi aðgang að skránum, almenningur getur lesið það ( public), aðeins þeir sem eru skráðir inn geta notað það (logged in) og svo ef um einkagrein er að ræða sem enginn á að lesa nema eigandi (private). Sama er hægt að gera ef maður vill uppfæra skjal (upload a file) eru sömu möguleikar á aðgerðum. Hægt er að búa til lykilorð (keyword) fyrir greinarnar og flokka þær þannig. Þá kemur möguleiki á rrs feed en það er ef einhver vill verða áskrifandi af viðkomandi grein eða breytingum og sett inn á “fréttaveituna” sína (t.d. netvibes).
Síðan er hjálparsíða (pages help) sem útskýrir hvaða möguleikar eru í boði í þessum lið.
Fjórði flipinn er tileinkaður vinum sem ég vil tengjast annars staðar frá (your network). Félög ( Communities) þarna er hægt að setja upp öll félög og klúbba sem viðkomandi vill fylgjast með og vera í. En í eigin klúbbar (owned communities) er hægt að hafa lista yfir félög, klíkur og slíkt sem viðkomandi hefur búið til sjálfur t.d. um einhver ákveðin málefni t.d. eigin áhugasvið. Viðkomandi getur boðið félögum að vera með í klúbbnum sínum. Í möguleikanum vinir (friends) er hægt að setja inn táknmyndinni (icon) sem sett er inn og er hægt að skrá viðkomadi út (firends out) með því að ýta á táknmyndina.
FOAF möguleikinn er til þess að hægt sé að fara milli kerfa, ef ég skil þetta rétt þá tekur maður “codan” fyrir ákveðinn atriði í kerfinu og límir inn annars staðar til að veita áveðinn aðgang að tilteknu atriði í Elgg. Aðgangshópar (access controls) hér er hægt að setja upp eins marga hópa og vill og veita aðgang. Þetta er eitt mikilvægasta „tækið” í Elgg umhverfinu, þar sem að hver og einn stjórnar því hverja hann hefur smaskipti við og hvað hóp hann tilheyrir. Þá er möguleikinn að senda boð til vina (invite a friend) sem gætu haft áhuga á að vera með í einhverjum af þeim möguleikum sem Elgg býður upp á. Þá er það hjálparsíðan (page help) sem bjargar öllu. Könnuðurinn (explore) en þar skildi ég bara ekki út á hvað það gekk nákvæmlega nema að tenging var á milli Elgg og táknmyndar minnar.
Fimmti flipinn, auðlindirnar (your resoures) býður upp á að setja inn strauma (feeds) frá öðrum síðum. Einnig er möguleiki að finna út vinsælustu straumana og bæta þeim við hjá sér.
Sjötti flipinn, dagatalið (your calendar) er dagatal þar sem hægt er að setja inn öll hugsanleg og óhuganleg minnisatriði skv. dögum. Svo er hægt að tengja dagatalið með straumi (rrs feed) inn á aðra vefi sem viðkomandi hefur aðgang að. Spennandi það.
Meðan ég hef verið að skoða þetta hef ég verið að hugsa til nemenda minna í 9.bekk hvort og þá hvernig þeir gætu nýtt sér þetta kerfi. Jú, það væri gaman að kenna þeim á þetta og setja upp alls konar hópa og áhugasvið, næsta vetur. Láta þau nota þetta svolítið og æfa sig. Veturinn þar á eftir fara þau svo öll í sína áttina hver en eru þá búin að koma sér upp samskiptaneti sem gæti haldið áfram næstu ár. Bætt við fleirum og slíkt. Einnig sé ég fyrir mér að þau gætu komist upp á lag með að glósa beint á tölvur og geymt í Elgg, kallað fram glósur og slíkt hvar sem þau eru og ekki háð eigin tölvu. Þau geta því farið í framhaldinu í nám/á námskeið erlendis en samt haft “allt” með sér án þess að burðast með það í farteskinu.
Afar spennandi kerfi fyrir einstaklinga sem kunna og vilja notfæra sér tæknina.
Ummæli