Samvinnuverkfæri á vef.

Þessi pistill fjallar um nokkur samvinnuverkfæri sem hægt er á nálgast á vefnum. Samvinnuverkfæri á vef er þegar tveir eða fleiri geta verið saman að vinna ákveðin verkefni annað hvort munnlega, skriflega eða bæði samtímis.

Vyew.com er nokkurs konar „fundarherbergi”. Þar geta frá 2 c.a. 20 unnið saman annað hvort allir í einu eða komið inn á mismunandi tímum, sýnist mér. Byrjað er að skrá sig inn með nafni, netfangi og lykilorði. Hægt er að skrá sig sem fundarstjórnanda og þú boðið á fund með þvíð að láta viðkomandi hafa „fundarherbergisnúmerið”. Ef þú ætlar að stjórna fundi skrái þí þig þannig en síðan getur einhver líka boðið þér á fund en þá þarftu að vita númerið á fundinum og skráir númerið þar inn. Ef þú ert stjórnandi hefur þú meiri möguleika en þátttakendur.

Vyew.com býður upp á marga möguleika. Þegar að „fundarherbergið” birtist á skjánum þá er hvíttblað fyrir framan mann en í kring eru ýmiskonar verkfæri.

Hægramegin er listi yfir notendur (userlist) og hvað möguleika þeir hafa á fundinum, áhorfendur eða þáttakendur. Ef notandi hefur ekki skráð sing inn með nafni og vill breyta því er gefinn koatur til þess í hans glugga (change name). Þar fyrir neðan er er spjall gluggi (chat), þar geta menn skrifast á. Þú getur valið hvort þú skrifa til allra í einu eða einungis til eins á fundinum.
Þá er einnig hægt að hafa símafund (phone conference) en hvernig það virkar veit ég ekki ennþá.

Þá er einnig hægra megin linkur til að læsa fundinum, þannig að enginn komist inn í „fundarherbergið” (room locked)

Fyrir ofan „blaðið” eru nokkrir möguleikar.

VyewBook-flipinn:
- Í vistun blaðsíðu (save pages) er hægt að vista blað/blöð hjá sér.
- Í eyða blaðsíðu (delete page) hverfur blaðsíðan alveg.
- Í ný blaðsíða (New page) er búin til ný blaðsíða á skjáinn
- Hvíta blaðið (add a blank page for drawing) er sett inn ef menn vilja teikna sérstaklega (vera
með draw – á skjánum)
- Þá er mynd af sjónvarpi (Take a schreenshot and share it on a new page) þar er hægt að
taka mynd af skjánum sínum (því sem er opið á honum) og sent inn á fundinn.
- Mappan (Load a file onto a new page) þar er hægt að ná í skrár annað hvort í tölvuna sína,
á vefinn eða það sem maður á í möppu (file) á vyew svæðinu.
- Myndin með sólinni (Add a photo from library líke Yahoo, photos, Kodak Gallery e.t.c)
er möguleiki til að setja inn myndir, annað hvort frá eigin tölvu eða vefnum
- Þá er leitargluggi frá Google, hægt að leita á vefnum
- Stækkunarglerin eru til að minnka og stækka „blaðið” á skjánum hverju sinni.
- Örvarnar (<< , < , > , >> ) er hægt að fletta „blaðsíðunum” á fundinum
- Svo er tvöfaldur gluggi með ör (maximize/minimize the vyewbook) þar er hægt að
stækka myndina á skjáum upp.

Photoshow- flipinn
- Hlaða inn myndum (load), hægt er að hlaða inn myndum frá tölvunni sinni, URL slóðum
og vera búinn að hæaða inn myndum til að sýna
- Vista (save), hægt er að geyma myndir á mismunandi stöðum
- Ná í myndir (Add photos), hægt að ná í myndir, skjámynd birtist þar sem maður velur aðgerð.
- Ruslafata (Trash), hægt að henda mynd
- Henda öllu (Trash all), henda öllum myndum
- Sækja hljóðskrár (pick mp3) hægt að spila músik undir myndum
- Delay 12 sek – tíminn sem stillur er á milli mynda í myndasýningu
- fx speed- hraðinn sem hægt er að nota í hvernig myndirnar birtast
- Spila (play) „spilar” myndasýninguna
- Setja allar myndir í sömu stærð og í eina sýningu (Crops all photos to the same
presentation size)

Fundarherberisnúmerið (meeting ID:) þar kenmur talan sem er númerið á fundinum sem þú ert á.

Bjóða fólki (invite people), þarna geturstjórnandi bðið ákveðnum einstaklingum á fundinn. Annars ekki virkt.

Aðallistinn (main menu) þar skráir maður sig út af fundinum (log out) ásamt nokkrum möguleikum í viðbót, sérstakelga fyrir fundarstjórann.

Nú er ég búin að fara yfir helstu þætti vyew.com og er búin að prófa þetta nokkrum sinnum. Mér finnst þetta spennandi „tæki” til að vinna með. Þetta er einfalt kerfi þegar maður hefur gefið sér svolítinn tíma til að skoða það. Ég er búin að prófa nánsst alla möguleika nema phone conference en við í hópnun nkn2006 höfum notast við skype.com þegar við höfum fundað. Síðan hef ég ekki prófað að hlaða inn músik en sýnist það vera auðvelt eftir skoðun. Þetta samskiptaverkfæri sé ég að kennarar í mínum skóla gætu vel notað, sérstaklega þar sem að starfstöðvarnar eru þrjár og nokkur spotti á milli staða. Ég er í nefnd í skólanum nú á vorönninni og bauðst til að kenna 3 kennurum á kerfi og langaði að vita hvort þetta virkaði ekki vel í slíkri vinnu en ég fékk ekki hljómgrunn, það er of mikið vesen”, „miklu skemmtilegra að hittast öll” voru svörin sem ég fékk.

Skype.com er síðan hitt kerfið sem ég ætla að fjalla um. Það er forrit sem hægt er að hlaða niður ókeypis á tölvuna sína. Þetta er forrit þar sem að þú getur talað, spjallað og nú það nýjasta horft á viðmælanda með vefmyndavél.

Þegar þessu er hlaðið níður þarf að búa sér til skype-nafn og muna að hafa ekki íslenska stafi. Síðan er beðið um alls konar upplýsingar og er það í valdi hvers og eins hvað hann gefur mikið upp um sjálfan sig. Einnig hvort viðkomandi setur mynd af sér í upplýsingarnar. Þegar þessu er lokið kemur merkið S (nú) í blárri kúlu á skjáinn. Þegar ýtt er á kúluna opnast gluggi sem gefur marga möguleika þar er slegið inn notendanafn (skypename) og lykilorð (password) . Þetta er nokkurs konar „símaskrá” sem þú opnar.
- Í upphafi þegar maður byrjar þá safnar maður nöfnum á þeim sem maður vill hafa samband
við, fer í ná í viðmælendur (add contact) og slær inn nafni.
- Í leita (search) og þá kemur upp vallisti og þú setur inn nafnið af þeim sem leita er að.
Þá kemur upp listi af nöfnum, klikkar á nafnið sem þú varst að leita að. Ef sá sem verið var
að leita að er ekki á skrá koma upplýsingar um það.
- Símtal (call phones) í þessu vali er hægt að kaupa sér kort til að hringja í heimasíma fólks
og gsm síma.
- Ráðstefna (conference) Í þesu vali er hægt að búa til litla ráðstefnu með allt að 5
þáttakendum án þess að borga sérastaklega fyrir það en fleiri en það þarf að borga fyrir
eða hafa tölvu með dual core örgjörva, örgjöva sem er tvöfaldur.
- Spjall (chatt) er gluggi þar sem hægt er að skrifast á við þá sem eru í símaskránni .
- Senda skrár (send file) þarna er hægt að sendaskrár, blöð, myndir, músik og slíkt á
milli einstaklinga.
- Um viðkomandi notanda (profile). Í þessum þætti er hægt að fá upplýsingar um þann
sem maður er í samskiptum við hverju sinni.
- Fyrir neðan allar þessa upplýsingar kemur gluggi með nafni þess sem er skáður inn á
skype hverju sinni og hvort hann er við eða ekki. Í þessum þætti er hægt að laga og
breyta upplýingum um notandann ein og maður vill hafa hann hverju sinni. Þá er farið í
Edit my profile.
- Í „ no new events” þá sést hvort notnadi hefur verið að reyna að hringja eða ná í viðkomadi.
- Reikningurinn minn (my account) þarna er hægt að vista stöðuna á reikningum sínum
hverju sinni og bæta við pening ef þarf. Reikingurinn er notaður til að borga símtöl úr skype
í heimasíma og gsm síma.
- „Símaskrá” (Contacts) er listi yfir alla sem notandinn hefur skrá inn hjá sér. Þar sést
einnig hvor við komandi er „á línunni” og hvort hann er við eða ekki.
- Hringja (Dial) er möguleikinn til að hringja í heimasíma og gsm síma og nmt- síma
- Sagan (history) Þarna er hægt að sjá við hvern notandinn hefur haft sambandi við,
hversu lengi og hvenær.
- Einnig gefur sype upp möguleika á að vera með vefmyndavél.

Ég hef notað skype töluvert eftir að ég kynntist því haustið 2005. Sérstaklega hef ég notað það í náminu mínu í Kennaraháskólanum en einnig talað við vini, einkum í útlöndum, sem eru með tölvur. Ég hef spjallað við fólk sem hefur notað reikningsviðskipti í skype, það fullyrðir að það sé miklu ódýrara en að nota aðra símaþjónustu sem það hefur prófað. Stærsti kosturinn við skype er að það er ókeypis fyrir tölvunotendur milli tölva. Einnig að maður getur séð hver er á „línunni” hverju sinni og lætur vita hvort hægt er að hafa samband. Ég hef prófað ráðstefnu á skype, fleiri en þrír finnst mér ekki gott form, þá tala menn í „kross”, menn komast illa að og svo er sambandi svo misjafnt hjá notendum. En gott ef einhver er að halda fyrirlestur. Ég hef einnig prófað að senda myndir, bréf og tómlist á milli tveggja aðila og það gekk vel. Er einfalt. Spjallið (chat) er líka góður kostur en seinvirkur þegar hægt er að tala !!! Stundum koma slitrur í spjallið en hvað það er veit maður ekki tengingin eða tölvan. Sumir hafa rekið síg á að ef mikið af forritum er opið er sambandið verra. Spennandi verður að fylgjast með því hvernig þetta þróast í framtíðinni.

Ég hef líka skráð mig á msn en notað sjálf lítið. Dóttir mín notar það mikið og þar eru miklu fleiri „fídusar” til að gera „chat-ið” smart og mikið um alls konar broskalla og dót sem að krökkum finnst skemmtilegt. Þau senda músik á milli, skjalasendingar eru líka mögulegar. Þetta er það sem krakkanir nota, ég kenndi minni dótur á skype og hún er búin að fá vini sína inn á það en nenna því ekki því skrautið er ekki neitt og litlir möguleikar í því. Ef að krakkarnir vilja þetta helst er líklegt að þau haldi sig við það sem þau þekkja og þá þarf msn-kerfið að þróa sig í framhaldinu fyrir fullorðna.

Kosturinn bæði við skype og msn er að maður getur haft samband þegar fólk gefur kost á sér annars er það upptekið og hefur ekki tíma fyrir mann.

Önnur samskiptakerfi hef ég lítið kynnt mér en opnað vefsíður nokkurra eins og gliffy.com og pulver.com en ekki prófað neitt þó líst mér betur á gliffy en pulver við þessa litlu kynningu.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky