Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2006

Þetta með power point - ið!

Það kom vel á vondan að kennarinn minn skildi senda okkur nemunum link á fyrirlestur um power point sýningargerð, þegar ég var að verða svo ánægð með lokaverkefnið mitt í kúrsinum, sem er power point verkefni um jólasveinana okkar og sá svo að ég hafði brotið næstum því allar reglurnar nema að ég valdi ekki bakgrunn sem fylgdi og síðan samspil texta og litar, annað gerð ég líklega vitlaust, úff þarf að byrja upp á nýtt !!! Bæði að hugsa verkefnið og endurvinna það síðan, það borgar sig sem sagt ekki að vera snemma í því að vinna verkefnið !!!!!!!!!!!!!!! Læt þetta fylgja með svo þið getið kíkt á þetta:

Svo er það hinn kúrsinn.....

Mynd
Ég er líka í kúsinum upplýsingatækni með fötluðu fólki. Þetta er mjög skemmtilegur kúrs þar sem að maður er að kynna sér ýmis hjálpartæki sem fatlaðir geta notað við tölvunotkun, sem og hugbúnað sem hentar misjöfnum þörfum fólks. Síðan eigum við að velja okkur eitt verkfæri og búa til kennsluefni með því, ég er þessa dagana að velta því fyrir mér hvað ég á að taka og hvernig ég á að vinna það, í dag- getur verið breytt á morgun! - er ég að hugsa um að gera kennsluefni í gagnvirku power point-i. Mér finnst það svolítið spennandi kostur, en kannski verð ég búin að skipta um skoðun eftir staðbundnulotuna í næstu viku, bara spennandi. En við höfum kynnst í haust nokkrum forritum eins og clicker , numicon , boardmaker , lesheimur og fleiri. Auk þess hef ég skoðað ógrynni af vefsíðum með mörgum gagnlegu námsefni t.d. teikniforritið Sketchup , stjörnuskoðun , skemmtilegt forrit fyrir yngstu nemendurna Sebran en það er á íslensku, dönskvefsíða með mörgu skemmtilegu, ensk síða með fullt af ...

Að loknum kúrsinum mms 2006.

Mynd
Nú þegar fer að líða að lokum þessa námskeiðs er við hæfi að líta yfir farinn veg. Í haust þegar ég byrjaði í kúsinum var ég ekki með neinar fastmótaðar né úthugsaðar skoðanir á því hvað myndi fara fram á námskeiðinu. En ég einsetti mér að skrifa dagbækurnar mína jafnóðum og ég gerði hugleiðingarnar á webct, það kom bara vel út en stundum þurfti ég þó að melta efnið í nokkra daga og gera svo dagbókina. Skemmtileg aðferð til að fá mann til að hugsa um efnið. Pælingin í gegnum MediaLit Kit voru spennandi að því leyti að þarna fékk maður í hendurnar tæki sem virtist gagnlegt að nota í umræðum við nemendur um hvað er í gangi í því efni sem boðið er upp á í fjölmiðlum. Ég velti fyrir mér ,með nemendahópinn minn 10.bekk, hvort þetta myndi virka og þá hvernig. Um miðjan nóvember gafst svo tækifæri sem ég nýtti og bjó til spurningar til nemenda út frá þættinum Tekinn og lét þau svara. Miðað við að þetta var í fyrsta skipti sem þau gerðu svona hjá mér gekk þetta bara vel. Þau fussuðu og sveiuðu...

Áfram um sköpunargáfuna- ákvörðunina

Mynd
Eftir að hafa legið í eigin framlagi og reynt að koma því skiljanlega á framfæri, lenti ég í vandræðum þegar ég þurfti að þýða propulsion theory og niðurstaðan varð framdrifskenning en mér finnst framrásarkenning ná betur yfir meininguna í kaflanum og legg til að það verði notað frekar eins og gert er í síðasta innleggi. Þegar ég ákvað að nota framdirfs-orðið fannst mér meiningin vera að drífa eitthvað áfram en framrás er þýtt í orðabók Menningarsjóðs framsókn eða að ryðjast fram. Það á betur við það sem talað er um í kaflanum. En ég hef velt þessum með sköpunina fyrir mér og spurninguna um að vera skapandi. Ef maður ákveður að vera sammála flokkuninni um sköpun það er að segja að hún sé: ákvörðunin um að vera skapandi ákvörðunin hvernig maður virkjar sköpunargáfuna hagnýtinguna af þessum ákvörðunum þá er að mínu mati allt sem maðurinn tekur sér fyrir hendur og setur fram, skapar/býr til t.d. prjónar, málar, skrifar, yrkir, myndar og svo framvegis. Það er einhverskonar sköpun og miðað ...

Þróun sköpunargáfu sem ákvörðun- búum til framför

Mynd
Ég tók fyrir Kafli 3 bls. 91-98 sem fjallar um The development of creativity as a decision – making progress eftir Robert J. Sternberg. Þetta var mitt innlegg í umræðuna: Þróun sköpunargáfu sem ákvörðun – búum til framför. Hvað er sköpunargáfa og hverig þróast hún? Í kaflanum er einföld miðju hugmynd sem leiðir að því að sköpunargáfa er ákvörðun. Þessum kafla er skipt í þrjá hluta: ákvörðunin um að vera skapandi, ákvörðunin hvernig maður virkjar sköpunargáfuna og hagnýtinguna af þessum ákvörðunum. Í fyrsta hlutanum á þessum kafla, skoða ég (höfundurinn-innsk AS) stutt eina tegund af nálgun, sem hefur verið merkt þessari ákvörðun, nánar tiltekið, samrennsli nálgunarinnar. Efti lýsingu annara kosta, þá lýsti ég mínum eigin möguleikum í smáatriðum á þessari nálgun. Mín hugmynd, kallaðist fjárfestingarkenning (investment theory) sem varðar ákvörðina um það að vera skapandi. ( to be creative) Það er byggt á þeirri hugmynd að skapandi fólk ákveður að „kaupa” lágt og selja „hátt” í heimi hug...
Mynd
Þegar ég les svona hugmyndir eins og kaflinn býður upp á í dag en hann fjallaði um svissneska málfræðinginn Ferdinand de Saussure, sem var fæddur í Genf árið 1857, starfaði að mestu leyti í París, en hann lést árið 1913.Hann er þekktur sem „faðir nútíma málfræði” En hann sagði: „Þrátt fyrir mikilvægi starfs míns sem málfræðings, liggur mikilvægi mitt ekki síður í skoðunum mínum á framsetningu tungumálsins, og með hvaða hætti kenning mín um tungumál skóp/formaði hina táknfræðilegu nálgun á vandamáli framsetningar í hinum mikla margbreytileika menningarsvæðanna.” Ég fer ósjálfrátt að velta fyrir mér bakgrunni og tímann sem viðkomandi var upp á. Hvað varð til þess að hann setti fram þessar pælingar sínar. En ég velti fyrir mér líka, á þetta við um öll samfélög? Er kerfi tungumálsins reglur málfræðikerfisins hjá öllum? Ef við reynum að hugsa þetta svolítið vítt, þ.e. samskipti manna hvernig fara þau fram? Hvernig fara fram samskipti barna sem hittast og eru með ólíkt tungumál, ólíkan bakgr...

Umræða frá 18.okt 2006 um tákn, táknmið og táknkerfi.

Mynd
Nú erum við komin í annan gír í umræðunni, meira kannski heimspekilegan byggðan á vísindalegum grunni. Mér datt í hug, þegar ég las að tengsl tákns við merkingarmiðið (það sem það táknar/hlutinn) eru engin nema í gegnum annars vegar sameiginlegan þekkingarheim og hins vegar sameiginlegt táknkerfi, þegar ég fór til Asíu einu sinni hve háður maður er tungu- og myndmáli. Í Japan er allt annað kerfi, þar eru tákn sem mynda heilar setningar, tákn sem eru „stafir” í þeirra augum. Þar er nauðsynlegt að geta lesið í „myndir”/tákn. En þar sem merkingin er bundin í kóða (táknrófi) sem tengir saman hugtakakerfi okkar og málkerfi þannig að t.d. ákveðin hljóðaröð vísar til ákveðins hlutar eða fyrirbæris. Ef við ætlum að nota annað málkerfi þá segir kóðinn okkur að nota aðra hljóðaröð um sama hlutinn. En eins og í Japan er kóðinn ekki bókstafir heldur „myndir”/tákn sem þeir raða saman í samhengi. Menningarheimar hafa því ekki bara mismunandi myndir/tákn heldur er líka hvernig uppsetning/framsetningi...

Miðlakennsla og það sem því fylgir........................

Mynd
Eftir lesturinn þessa vikna (15.10.2006) á ég sem sagt ekki að komast undan því að nota mismunandi miðla í kennslu! Þetta eru frábærar ástæður og það gæti verið svo gaman að gera þetta allt, bara ef maður fengi nú tæki og tól til að vinna þetta allt saman. En það er nú vandamálið í minni vinnu. Nóg um það, þess vegna er ég hér til að vita hvað ég gæti gert, jafnvel á einfaldan og ódýran hátt. (Kennarar alltaf í þessu hlutverki! Gera allt úr engu!!!) Flytja heiminn inn í skólastofu með stafrænu námsefni er afar spennandi þáttur, eftir að hafa kynnst mörgum forritum og fundið mikið af kennsluefni á Netinu, margt af því er með svo góðum myndum og jafnvel texta. En það sem bæði mínir yfirmenn sem og sveitarstjórnarmenn hér í sveit hafa ekki áttað sig á hvað þetta allt getur verið skemmtilegt og notadrjúgt fyrir nemendur. Nemendur sem þyrftu að kunna vel á tæknina og geta nýtt sér hana svo þeir geti búið í sinni heimabyggð (t.d. úti á landi) annað hvort áfram eða flutt aftur eftir nám, þau...